Enski boltinn

Pogba áfram hjá Manchester United næstu árin?

Ísak Hallmundarson skrifar
Pogba virðist sáttur þessa daganna. 
Pogba virðist sáttur þessa daganna.  getty/Catherine Ivill

Paul Pogba er sagður ánægður á Old Trafford samkvæmt heimildum ESPN.

Franski heimsmeistarinn hefur stöðugt verið orðaður frá Rauðu djöflunum síðan hann sagðist vilja nýja áskorun í júní 2019. United getur framlengt samning Pogba til ársins 2022 en eru sagðir eiga eftir að gera upp við sig hvort þeir vilji halda honum. 

Þrátt fyrir það er Pogba sagður aldrei hafa verið sáttari og einmitt núna hjá þeim Rauðu, samband hans við Ole Gunnar Solskjær hefur alltaf verið gott og þá hefur hann náð vel saman við Bruno Fernandes á miðjunni eftir að hann kom til baka úr meiðslum.

Það eru því góðar líkur á því að Pogba muni áfram vera leikmaður Manchester United næstu ár eftir allt saman, í stað þess að biðja um félagsskipti til Real Madrid eða Juventus. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×