Flugvél Ryanair sem var á leiðinni frá Berlín til Aþenu þurfti að nauðlenda á flugvellinum í Thessaloniki í kvöld með 164 manns um borð samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum á Grikklandi.
Flugvélin gaf frá sér neyðarboð og óskaði eftir heimild til að nauðlenda þegar hún var á flugi yfir Halkidiki héraði á Grikklandi. Samkvæmt almannavarnaráðuneyti Grikklands varð áhöfnin vör við eld um borð í vélinni en talsmaður Ryanair sagði að ekki hafi kviknað eldur. Vélin hafi þurft að nauðlenda vegna skrítinnar lyktar sem ekki var hægt að bera kennsl á um borð í vélinni.