Enski boltinn

Manchester United væri á toppnum hefði tímabilið byrjað þegar Fernandes var keyptur | Arsenal í þriðja sæti

Ísak Hallmundarson skrifar
Hefur gengið vel hjá Ole Gunnari Solskjær undanfarið sem hefur ekki tapað deildarleik frá komu Bruno Fernandes.
Hefur gengið vel hjá Ole Gunnari Solskjær undanfarið sem hefur ekki tapað deildarleik frá komu Bruno Fernandes. getty/Joe Giddens

Portúgalinn Bruno Fernandes kom til Manchester United í janúar frá Sporting Lissabon í heimalandinu. Hann hefur farið á kostum með Rauðu djöflunum síðan þá og skorað fimm mörk og lagt upp þrjú í átta leikjum.

Planet Football birtir stöðutöfluna í ensku úrvalsdeildinni ef einungis eru tekin með stig frá því Bruno spilaði sinn fyrsta leik fyrir United. Þá væru Rauðu djöflarnir efstir á markatölu en Úlfarnir í öðru sæti með jafnmörg stig, eða 18 stig. 

Athygli vekur að Arsenal væri í þriðja sæti og Liverpool í því fjórða, bæði með 16 stig, en Manchester City væri í fimmta sæti með stigi minna.

Jose Mourinho og lærisveinar í Tottenham væru í 12. sæti á meðan Brendan Rodgers og Leicester væru í 15. sæti með einungis sjö stig. 

1. Man Utd – 18

2. Wolves – 18

3. Arsenal – 16

4. Liverpool – 16

5. Man City – 15

6. Burnley – 15

7. Chelsea – 14

8. Everton – 14

9. Sheff Utd – 14 

10. Newcastle – 12

11. Crystal Palace – 12

12. Tottenham – 11

13. Southampton – 9

14. Brighton – 8

15. Leicester – 7

16. West Ham – 7

17. Watford – 5

18. Bournemouth – 4

19. Norwich – 4

 20. Aston Villa – 2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×