Enski boltinn

City þarf ekki að leita langt eftir arftaka Sane

Ísak Hallmundarson skrifar
Manchester City fagnar Englandsmeistaratitlinum árið 2019. Þeir ætla væntanlega að gera atlögu að honum strax aftur á næsta tímabili.
Manchester City fagnar Englandsmeistaratitlinum árið 2019. Þeir ætla væntanlega að gera atlögu að honum strax aftur á næsta tímabili. getty/Michael Regan

Manchester City seldi Leroy Sane á dögunum til stórveldisins Bayern Munchen í Þýskalandi.

Einhverjir hafa eflaust velt fyrir sér hvort City muni kaupa einhvern til að fylla skarð hans, en nú beinist athyglin að hinum unga Jayden Braaf sem leikur með unglingaliði City.

Braaf er 17 ára gamall Hollendingur og hefur nú þegar verið líkt við Jadon Sancho, leikmann Borussia Dortmund. Sancho yfirgaf City á sínum tíma þar sem hann fékk ekki nægilega mörg tækifæri til að spila og ákvað að leita tækifæra út fyrir landssteinanna.

Braaf hefur skorað 11 mörk og lagt upp þrjú í 27 leikjum í öllum keppnum með unglingaliðinu á tímabilinu. Þjálfarar í akademíu Man City telja hann geta orðið næstu stjörnu liðsins og segja hann geta orðið 80 milljóna punda leikmaður í framtíðinni. 

„Ef þú berð hann saman við hvaða vængmann sem er á hans aldri, muntu ekki finna neinn eins góðan og Braaf,“ segir einn þjálfara hans.

Braaf hefur verið að æfa með aðalliðinu síðan æfingar hófust aftur eftir þriggja mánaða hlé og nú þegar Sane er farinn er talið líklegt að hann gæti jafnvel spilað með aðalliðinu á þessari leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×