Sæðistaka úr Ský alla daga þar sem dropinn kostar sitt Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. júlí 2020 20:00 Guðmundur Viðarsson í Skálakoti, ásamt nafna sínum og barnabarni, Guðmundi, sem fer oft á bak á Ský. Vísir/Magnús Hlynur Stóðhesturinn Skýr frá Skálakoti hefur meira en nóg að gera þessa dagana því það er verið að taka sæði úr honum til að fylja hryssur með um allt land. Dropinn úr Ský er ekki gefins því folatollurinn er 370.000 krónur. Skýr hlaut nýlega Sleipnisbikarinn, sem er æðsta viðurkenning íslenskrar hrossaræktar. Stóðhesturinn Skýr er þrettán vetra frá Skálakoti undir Eyjafjöllum. Hann er rauðblesóttur og einn allra vinsælasti stóðhestur landsins í dag. Skýr er mjög gæfur og rólegur hestur enda geta börn og fullorðnir riðið honum. Eigendur hans er Guðmundur Viðarsson í Skálakoti undir Eyjafjöllum og Jakob Svavar Sigurðsson tamningamaður sem hefur unnið til fjölda verðlauna á honum. Sæðistakan fer fram á bænum Hemlu í Vestur-Landeyjum í Rangárþingi eystra. Það er Guðríður Eva Þórarinsdóttir, dýralæknir á Flúðum, sem sér um sæðistökuna en tekið er úr honum á hverjum morgni og er hægt að skipta sæðinu í nokkra skammta. Stundum nást átta skammtar, sem þýðir tæplega þrjár milljónir króna í peningum fyrir eigendurna því hver folatollur er seldur á 370.000 krónur. Skýr að gera sig kláran til að þjóna hlutverki sínu, sem stóðhestur. Guðríður Eva, dýralæknir bíður eftir að geta tekið sæðið úr honum.Vísir/Magnús Hlynur „Það er mjög afstætt hvað er dýrt, þú getur haldið undir einhvern fola frítt og það er bara 25.000 króna sláturfolald. Síðan heldur þú undir Ský frá Skálakoti og þú átt kannski möguleika á því strax að eiga tveggja milljóna króna merfolald, þá er spurning hvað er dýrt,“ segir Guðmundur í Skálakoti og bætir við: „Hann fæddist fallegur og hefur verið að gefa falleg og góð afkvæmi frá því að við byrjuðum að æxla honum við merar.“ Skýr hefur tekið þrisvar sinnum þátt í meistaradeildinni og alltaf unnið fimmganginn þar sem Jakob Svavar Sigurðsson hefur riðið honum til sigurs. „Þetta er bara algjör snillingur og yfirburða hestur og búinn að vera í uppáhaldi hjá mér frá því að hann kom í tamningu þriggja vetra gamall. Skýr er gott dæmi um draumahest allra hestamanna því það getur hver sem er riðið þessum hesti hvort sem það væri byrjandi eða atvinnumaður, það er hægt að nota hann í hvaða verkefni sem er,“ segir Jakob Svavar. Landbúnaður Hestar Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Stóðhesturinn Skýr frá Skálakoti hefur meira en nóg að gera þessa dagana því það er verið að taka sæði úr honum til að fylja hryssur með um allt land. Dropinn úr Ský er ekki gefins því folatollurinn er 370.000 krónur. Skýr hlaut nýlega Sleipnisbikarinn, sem er æðsta viðurkenning íslenskrar hrossaræktar. Stóðhesturinn Skýr er þrettán vetra frá Skálakoti undir Eyjafjöllum. Hann er rauðblesóttur og einn allra vinsælasti stóðhestur landsins í dag. Skýr er mjög gæfur og rólegur hestur enda geta börn og fullorðnir riðið honum. Eigendur hans er Guðmundur Viðarsson í Skálakoti undir Eyjafjöllum og Jakob Svavar Sigurðsson tamningamaður sem hefur unnið til fjölda verðlauna á honum. Sæðistakan fer fram á bænum Hemlu í Vestur-Landeyjum í Rangárþingi eystra. Það er Guðríður Eva Þórarinsdóttir, dýralæknir á Flúðum, sem sér um sæðistökuna en tekið er úr honum á hverjum morgni og er hægt að skipta sæðinu í nokkra skammta. Stundum nást átta skammtar, sem þýðir tæplega þrjár milljónir króna í peningum fyrir eigendurna því hver folatollur er seldur á 370.000 krónur. Skýr að gera sig kláran til að þjóna hlutverki sínu, sem stóðhestur. Guðríður Eva, dýralæknir bíður eftir að geta tekið sæðið úr honum.Vísir/Magnús Hlynur „Það er mjög afstætt hvað er dýrt, þú getur haldið undir einhvern fola frítt og það er bara 25.000 króna sláturfolald. Síðan heldur þú undir Ský frá Skálakoti og þú átt kannski möguleika á því strax að eiga tveggja milljóna króna merfolald, þá er spurning hvað er dýrt,“ segir Guðmundur í Skálakoti og bætir við: „Hann fæddist fallegur og hefur verið að gefa falleg og góð afkvæmi frá því að við byrjuðum að æxla honum við merar.“ Skýr hefur tekið þrisvar sinnum þátt í meistaradeildinni og alltaf unnið fimmganginn þar sem Jakob Svavar Sigurðsson hefur riðið honum til sigurs. „Þetta er bara algjör snillingur og yfirburða hestur og búinn að vera í uppáhaldi hjá mér frá því að hann kom í tamningu þriggja vetra gamall. Skýr er gott dæmi um draumahest allra hestamanna því það getur hver sem er riðið þessum hesti hvort sem það væri byrjandi eða atvinnumaður, það er hægt að nota hann í hvaða verkefni sem er,“ segir Jakob Svavar.
Landbúnaður Hestar Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög