Íslenski boltinn

„Ætla að vona Fjölnis vegna að það komi ekki upp smit“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þorkell Máni Pétursson fór yfir þá fjóra leiki sem búnir eru í Pepsi Max-tilþrifunum ásamt Kjartani Atla í gær.
Þorkell Máni Pétursson fór yfir þá fjóra leiki sem búnir eru í Pepsi Max-tilþrifunum ásamt Kjartani Atla í gær. vísir/s2s

Þorkell Máni Pétursson, fjölmiðlamaður, vonar Fjölnis vegna að nýir leikmenn þeirra greinist ekki með kórónuveirusmit á næstu dögum.

Þetta sagði hann í Pepsi Max-tilþrifunum með Kjartani Atla Kjartanssyni í gær en Fjölnir fékk þá Christian Justesen Sivebæk og Peter Zachan á lokadegi gluggans.

Grótta fékk einnig framherja á gluggadeginum en þeir ákváðu að senda hann í sóttkví vegna kórónuveirusmits sem greindist í leikmannahópum í efstu deildum karla og kvenna.

Fjölnismenn fóru þó aðra leið og ákváðu að spila erlendu leikmönnunum tveimur og Máni vonast til þess að það greinist ekki smit hjá Fjölni á næstunni.

„Ég ætla að vona Fjölnis vegna að þetta verði í lagi og að það ekki komi ekki upp smit eftir fimm til sex daga eins og hefur verið reynslan. Menn eru að fara í skimun við landamærin og svo kemur það í ljós fimm til sex dögum seinna,“

„Þeir voru komnir á æfingu um leið og þeir komu og voru í leikmannahópnum í dag. Ef maður veltir fyrir sér að þeir séu smitaðir þá erum við að fara horfa upp á enn fleiri frestanir. Menn eiga ekkert eftir að springa úr gleði, hvorki ég, þú né aðrir aðdáendur knattspyrnunnar. Vonandi hafa þeir fengið tvöfalda skimun.“

Klippa: Pepsi Max-tilþrifin: Umræða um erlendu leikmenn Fjölnis



Fleiri fréttir

Sjá meira


×