Ný brú yfir Ölfusá gæti orðið tilbúin 2024 Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. júlí 2020 13:11 Nýja brúin verður stagbrú með sextíu metra háum turni og um 300 metra löng. L Mynd/Vegagerðin. Nú styttist í að framkvæmdir við nýja Ölfusárbrú við Selfoss hefjist en brúin mun kosta um fimm milljarða króna. Gjaldtaka verður yfir brúnna. Nýja brúin verður stagbrú með sextíu metra háum turni og um 300 metra löng. Núverandi brú er orðin gömul og lúin og annar varla þeirri umferð sem fer yfir hana í dag en það eru um 20 þúsund bílar. Nýja brúin verður töluvert fyrir ofan núverandi brú eða nálægt golfvellinum við Laugadæli fyrir þá sem þekkja til. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitarstjórnaráðherra segir að nú styttist óðum í að framkvæmdir hefjist við nýju brúnna. „Undirbúningur mun hefjast núna. Það þarf auðvitað að semja við landeigendur, það þarf að færa golfvöllinn og annað í þeim dúr. Framkvæmdir gætu verið komið vel af stað 2022 og brúin tilbúin 2024 eða á svipuðum tíma og við göngum frá veginum á milli Selfoss og Hveragerðis,“ segir Sigurður Ingi. Sigurður Ingi segir að eftir fjögur ár, eða 2024 geti ökumenn farið að aka yfir nýju brúnna. Gjaldtaka verður á brúnni.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson. Gjaldtaka verður yfir nýju brúnna. „Já, það er hugmyndin að hafa gjaldtöku þannig að brúin verði samvinnuframkvæmd en það mun verða tryggt að þeir sem vilja fara yfir gömlu brúnna geti gert það eftir sem áður en þá með þeim seinkunum og takmörkunum, sem það er að keyra yfir gömlu brúnna.“ En hverju mun nýja brúin breyta? „Hún mun breyta gríðarlega miklu fyrir þá sem eiga ekki leið hér í gegnum Selfoss, hún mun auka umferðaröryggi, ekki síst hérna á Selfossi og svo hafa auðvitað einhverjir haft áhyggjur af því að hún muni draga úr aðsókn en á sama tíma er verið að byggja nýjan miðbæ á Selfossi, sem á að vera aðdráttarafl, þannig að ég óttast það ekki,“ segir Sigurður Ingi. Árborg Samgöngur Skipulag Ný Ölfusárbrú Vegagerð Tengdar fréttir „Þetta verður bylting fyrir Selfoss“ Framkvæmdir við byggingu nýs miðbæjar á Selfossi ganga vel en þar verða 35 hús á sex hektara svæði. 6. júní 2020 19:23 Samgönguáætlun næstu fimmtán ára samþykkt á Alþingi Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 var samþykkt í gærkvöldi á Alþingi með 55 samhljóða atkvæðum. 30. júní 2020 11:00 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Nú styttist í að framkvæmdir við nýja Ölfusárbrú við Selfoss hefjist en brúin mun kosta um fimm milljarða króna. Gjaldtaka verður yfir brúnna. Nýja brúin verður stagbrú með sextíu metra háum turni og um 300 metra löng. Núverandi brú er orðin gömul og lúin og annar varla þeirri umferð sem fer yfir hana í dag en það eru um 20 þúsund bílar. Nýja brúin verður töluvert fyrir ofan núverandi brú eða nálægt golfvellinum við Laugadæli fyrir þá sem þekkja til. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitarstjórnaráðherra segir að nú styttist óðum í að framkvæmdir hefjist við nýju brúnna. „Undirbúningur mun hefjast núna. Það þarf auðvitað að semja við landeigendur, það þarf að færa golfvöllinn og annað í þeim dúr. Framkvæmdir gætu verið komið vel af stað 2022 og brúin tilbúin 2024 eða á svipuðum tíma og við göngum frá veginum á milli Selfoss og Hveragerðis,“ segir Sigurður Ingi. Sigurður Ingi segir að eftir fjögur ár, eða 2024 geti ökumenn farið að aka yfir nýju brúnna. Gjaldtaka verður á brúnni.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson. Gjaldtaka verður yfir nýju brúnna. „Já, það er hugmyndin að hafa gjaldtöku þannig að brúin verði samvinnuframkvæmd en það mun verða tryggt að þeir sem vilja fara yfir gömlu brúnna geti gert það eftir sem áður en þá með þeim seinkunum og takmörkunum, sem það er að keyra yfir gömlu brúnna.“ En hverju mun nýja brúin breyta? „Hún mun breyta gríðarlega miklu fyrir þá sem eiga ekki leið hér í gegnum Selfoss, hún mun auka umferðaröryggi, ekki síst hérna á Selfossi og svo hafa auðvitað einhverjir haft áhyggjur af því að hún muni draga úr aðsókn en á sama tíma er verið að byggja nýjan miðbæ á Selfossi, sem á að vera aðdráttarafl, þannig að ég óttast það ekki,“ segir Sigurður Ingi.
Árborg Samgöngur Skipulag Ný Ölfusárbrú Vegagerð Tengdar fréttir „Þetta verður bylting fyrir Selfoss“ Framkvæmdir við byggingu nýs miðbæjar á Selfossi ganga vel en þar verða 35 hús á sex hektara svæði. 6. júní 2020 19:23 Samgönguáætlun næstu fimmtán ára samþykkt á Alþingi Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 var samþykkt í gærkvöldi á Alþingi með 55 samhljóða atkvæðum. 30. júní 2020 11:00 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
„Þetta verður bylting fyrir Selfoss“ Framkvæmdir við byggingu nýs miðbæjar á Selfossi ganga vel en þar verða 35 hús á sex hektara svæði. 6. júní 2020 19:23
Samgönguáætlun næstu fimmtán ára samþykkt á Alþingi Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 var samþykkt í gærkvöldi á Alþingi með 55 samhljóða atkvæðum. 30. júní 2020 11:00
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu