Auddi fagnaði fertugsafmælinu með pompi og prakt Andri Eysteinsson skrifar 5. júlí 2020 16:42 Auðunn fagnaði fertugu á toppi Hörpunnar. IG/AudunnBlondal Leikarinn, skemmtikrafturinn og útvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal fagnaði fertugsafmæli sínu með pompi og prakt með sínum nánustu í fjölmennu teiti sem haldið var í Hörpunni í gærkvöldi. Aðstæður til veisluhalda voru til fyrirmyndar enda veður með besta móti. Auðunn sem stýrir útvarpsþættinum FM95Blö á FM957 og leikur í væntanlegum þáttum Stöðvar 2, Júrógarðinum, fékk til sín einvalalið íslenskra tónlistarmanna til þess að halda uppi stuðinu í Hörpunni. Auðunn eignaðist nýlega sitt fyrsta barn með kærustu sinni, fyrirsætunni Rakeli Þormarsdóttur. Auðunn hafði orð á því í Instagram-story að skipulagning afmælisveislunnar hafi reynt meira á samband sitt heldur en frumburðurinn, enda var öllu tjaldað til og veislan hin glæsilegasta. View this post on Instagram A post shared by Auðunn Blöndal (@audunnblondal) on Jul 4, 2020 at 1:25pm PDT Grínistinn Pétur Jóhann Sigfússon, sem starfaði með Audda eins og frægt er í Strákunum og 70 Mínútum söng afmælissönginn fyrir Auðunn áður en hin eina sanna Ragnhildur Gísladóttir steig á svið ásamt Halldóri Gunnari Pálssyni. Halldór hélt áfram að spila undir þegar æskufélagi Auðuns frá Sauðárkróki, Sverrir Bergmann, steig á svið. Þá heiðruðu hafnfirsku tónlistarbræðurnir Jón og Friðrik Dór Jónssynir gesti með nærveru sinni. Þegar leikar virðast hafa tekið að æsast í afmælisveislunni steig Auðunn sjálfur á svið ásamt hinum hluta eins þekktasta tvíeykis Íslands, Sveppa. View this post on Instagram A post shared by EgillGillz (DJ Muscleboy) (@egillgillz) on Jul 4, 2020 at 3:15pm PDT Þá léku Herra Hnetusmjör og Aron Can fyrir dansi og þeim til halds og trausts var plötusnúðurinn Egill Spegill. Flestir hefðu eflaust talið að hér væri upptalningu lokið á þeim tónlistarmönnum sem spiluðu í afmælisveislunni en svo er alls ekki því Ingó Veðurguð og Páll Óskar voru einnig í þeim hópi. Mikill fjöldi gesta var samankominn í Hörpunni og deildu þeir myndum frá herlegheitunum með myllumerkinu #Auddi40. Hér að neðan má sjá nokkrar af þeim myndum sem deilt var. View this post on Instagram A post shared by Pálína María Gunnlaugsdóttir (@palina23) on Jul 4, 2020 at 3:28pm PDT View this post on Instagram A post shared by Ingólfur Þórarinsson (@ingo_vedurgud) on Jul 3, 2020 at 11:44am PDT View this post on Instagram A post shared by Unnur Agnes (@unnuragnes) on Jul 4, 2020 at 2:20pm PDT View this post on Instagram A post shared by Eidur Gudjohnsen (@eidurgudjohnsen) on Jul 4, 2020 at 4:26pm PDT View this post on Instagram A post shared by Jóhanna Margrét Gísladóttir (@johannagisla) on Jul 5, 2020 at 5:07am PDT View this post on Instagram A post shared by Mikael Nikulásson (@kingmikebrown) on Jul 4, 2020 at 3:58pm PDT Tímamót FM95BLÖ Mest lesið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Fleiri fréttir Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Sjá meira
Leikarinn, skemmtikrafturinn og útvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal fagnaði fertugsafmæli sínu með pompi og prakt með sínum nánustu í fjölmennu teiti sem haldið var í Hörpunni í gærkvöldi. Aðstæður til veisluhalda voru til fyrirmyndar enda veður með besta móti. Auðunn sem stýrir útvarpsþættinum FM95Blö á FM957 og leikur í væntanlegum þáttum Stöðvar 2, Júrógarðinum, fékk til sín einvalalið íslenskra tónlistarmanna til þess að halda uppi stuðinu í Hörpunni. Auðunn eignaðist nýlega sitt fyrsta barn með kærustu sinni, fyrirsætunni Rakeli Þormarsdóttur. Auðunn hafði orð á því í Instagram-story að skipulagning afmælisveislunnar hafi reynt meira á samband sitt heldur en frumburðurinn, enda var öllu tjaldað til og veislan hin glæsilegasta. View this post on Instagram A post shared by Auðunn Blöndal (@audunnblondal) on Jul 4, 2020 at 1:25pm PDT Grínistinn Pétur Jóhann Sigfússon, sem starfaði með Audda eins og frægt er í Strákunum og 70 Mínútum söng afmælissönginn fyrir Auðunn áður en hin eina sanna Ragnhildur Gísladóttir steig á svið ásamt Halldóri Gunnari Pálssyni. Halldór hélt áfram að spila undir þegar æskufélagi Auðuns frá Sauðárkróki, Sverrir Bergmann, steig á svið. Þá heiðruðu hafnfirsku tónlistarbræðurnir Jón og Friðrik Dór Jónssynir gesti með nærveru sinni. Þegar leikar virðast hafa tekið að æsast í afmælisveislunni steig Auðunn sjálfur á svið ásamt hinum hluta eins þekktasta tvíeykis Íslands, Sveppa. View this post on Instagram A post shared by EgillGillz (DJ Muscleboy) (@egillgillz) on Jul 4, 2020 at 3:15pm PDT Þá léku Herra Hnetusmjör og Aron Can fyrir dansi og þeim til halds og trausts var plötusnúðurinn Egill Spegill. Flestir hefðu eflaust talið að hér væri upptalningu lokið á þeim tónlistarmönnum sem spiluðu í afmælisveislunni en svo er alls ekki því Ingó Veðurguð og Páll Óskar voru einnig í þeim hópi. Mikill fjöldi gesta var samankominn í Hörpunni og deildu þeir myndum frá herlegheitunum með myllumerkinu #Auddi40. Hér að neðan má sjá nokkrar af þeim myndum sem deilt var. View this post on Instagram A post shared by Pálína María Gunnlaugsdóttir (@palina23) on Jul 4, 2020 at 3:28pm PDT View this post on Instagram A post shared by Ingólfur Þórarinsson (@ingo_vedurgud) on Jul 3, 2020 at 11:44am PDT View this post on Instagram A post shared by Unnur Agnes (@unnuragnes) on Jul 4, 2020 at 2:20pm PDT View this post on Instagram A post shared by Eidur Gudjohnsen (@eidurgudjohnsen) on Jul 4, 2020 at 4:26pm PDT View this post on Instagram A post shared by Jóhanna Margrét Gísladóttir (@johannagisla) on Jul 5, 2020 at 5:07am PDT View this post on Instagram A post shared by Mikael Nikulásson (@kingmikebrown) on Jul 4, 2020 at 3:58pm PDT
Tímamót FM95BLÖ Mest lesið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Fleiri fréttir Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Sjá meira