Íslenski boltinn

„Mér finnst þetta lykta svolítið enn þá af einhverri andlegri þreytu í Valsliðinu“

Ísak Hallmundarson skrifar
Pepsi Max Stúkan.
Pepsi Max Stúkan. Skjáskot/stod2sport

ÍA sigraði Val á Hlíðarenda 4-1 og var það í fyrsta sinn sem Heimir Guðjónsson tapar fyrir ÍA sem þjálfari. Rætt var um leikinn í Pepsi Max Stúkunni í gær og voru spekingarnir ekki sáttir með upplegg og varnarleik Vals í leiknum. 

„Þeir eru náttúrulega með þessa fjögurra manna varnarlínu og svo eru þeir með tvo varnarsinnaða miðjumenn fyrir framan vörnina. Það kannski vantar smá hugmyndarflug í þetta, það er kannski svona það sem maður getur bent á,“ sagði Davíð Þór Viðarsson.

Reynir Leósson var ekki hrifinn af varnarlínu Vals í leiknum og segir Birki Má Sævarsson landsliðsbakvörð hafa átt erfiðan leik.

„Mér finnst þetta lykta svolítið enn þá af einhverri andlegri þreytu í Valsliðinu og svo finnst mér bara varnarlínan þeirra, þessir fjórir sem er verið að stilla upp þarna, þarna er ég að tala um auðvitað einn af bestu hægri bakvörðum sem við höfum átt, hann var að ströggla rosalega í þessum leik hann Birkir Már og svo eins og margir hafa verið að tala um leyfi ég mér að efast um þá tvo í miðri vörninni sem gott hafsentapar. 

Hvorugur þeirra svona varnarmaður sem er í þessum grunnþáttum varnarleiks, að skalla bara boltann, koma honum í burtu, stíga inn í návígið, við sjáum það bara bersýnilega í fyrsta markinu að Skaginn vissi þetta alveg,“ sagði Reynir.

Alla umræðuna má sjá hér að neðan:

Klippa: Umræða um Val



Fleiri fréttir

Sjá meira


×