Íslenski boltinn

Reynir: Besti leikur sem ÍA hefur spilað í tólf til þrettán ár

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jóhannes Karl Guðjónsson er þjálfari Skagamanna.
Jóhannes Karl Guðjónsson er þjálfari Skagamanna. vísir/daníel

Reynir Leósson, sparkspekingur, segir að frammistaða ÍA í 4-1 sigrinum á Val á föstudagskvöldið sé besti leikur sem hann hefur séð Skagamenn spila í rúman áratug.

Skagamenn léku á alls oddi gegn Íslandsmeistaraefnunum í Val á föstudagskvöldið en sóknarleikur liðsins var afar skemmtilegur.

Valsmenn réðu lítið sem ekkert við fremstu menn Skagans og útkoman varð bráðfjörugur leikur en Skagamenn fóru burt með stigin þrjú.

Klippa: Valur - ÍA 1-4



„Þeir hafa aðeins verið að þróa leikstíl sinn sem hafa leitt til þess að þetta hafa verið opnir leikir og þeir hafa gefið full mikil færi á sér en þetta hafa verið frábærlega skemmtilegir leikir,“ sagði Reynir.

„Ég er búinn að horfa á all marga Skagaleiki í gegnum tíðina og ég held að þetta sé besti leikurinn þeirra í tíu, tólf, þrettán ár. Ég hef ekki séð svona góða frammistöðu, sérstaklega sóknarlega, hjá Akranes-liði í rosalega langan tíma og mér fannst hlutirnir algjörlega smella í þennan leik.“

Klippa: Pepsi Max-stúkan - Umræða um sigur ÍA á Val



Fleiri fréttir

Sjá meira


×