Vísar á bug fullyrðingum um baktjaldamakk vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut í HS Veitum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. júlí 2020 13:48 Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, vísar á bug fullyrðingum Samtaka um íbúalýðræði um að baktjaldamakk hafi átt sér stað vegna fyrirhugaðrar sölu á eignarhlut bæjarins í HS Veitum. Vísir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, vísar á bug fullyrðingu Samtaka um íbúalýðræði um að baktjaldamakk hafi átt sér stað vegna fyrirhugaðrar sölu á 15,42 prósenta eignarhlut Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum. Ábyrgðarmaður undirskriftasöfnunarinnar lýsti yfir mikilli tortryggni vegna ferlisins í kring um söluna í frétt sem birtist á Vísi fyrr í dag. „Hér [er] um að ræða opið söluferli þar sem auglýst var eftir tilboðum í hlutinn í dagblöðum. Ákvörðun um að fara þessa vegferð og kanna möguleika á sölu var tekin af bæjarráði í apríl og ljóst að afstaða til tilboða verður tekin á sama vettvangi þegar þau liggja fyrir,“ segir í yfirlýsingu frá Rósu. Meirihluti bæjarstjórnar hafði hafið undirbúning á sölu hlutar Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum áður en samþykkt var í bæjarráði að fara í söluna. Hafnarfjarðarbær komst að samkomulagi við Kviku banka að fjármálafyrirtækinu yrði falið að annast söluferli á eignarhlut bæjarins í HS Veitum áður en bæjarráð samþykkti sölu á eignarhlut bæjarins í HS Veitum þann 22. apríl síðastliðinn. „Þegar samþykkt bæjarráðs lá fyrir um að fara í söluferli var gengið frá ráðningu ráðgjafa vegna sölunnar. Ráðningar ráðgjafa hafa almennt ekki verið á dagskrá bæjarráðs Hafnarfjarðar, jafnvel í margfalt umfangsmeiri viðskiptum en hér um ræðir,“ segir í yfirlýsingunni. „Leyndin í kring um þetta vekur tortryggni. Það var löngu byrjað að tala við Kviku áður en bæjarfulltrúar minnihlutans vissu af fyrirhugaðri sölu. Þetta er allavega ekki til þess að vekja traust á þessu ferli að þetta hafi verið svona leynilegt frá upphafi,“ sagði Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, ábyrgðarmaður undirskriftasöfnunarinnar í samtali við fréttastofu fyrr í dag. „Engin leynd hefur verið um að fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka var ráðin til verkefnisins enda vandséð hvers vegna það ætti að fara leynt,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni frá Rósu. Hafnarfjörður Orkumál Tengdar fréttir Segir skammvinnan gróða fólginn í sölu á hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum Ábyrgðarmaður undirskriftasöfnunar um að knýja fram íbúakosningu í Hafnarfjarðarbæ vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut bæjarins í HS Veitum segir það ekki vekja traust að meirihluti bæjarstjórnarinnar hafi hafið undirbúning á sölunni áður en samþykkt var í bæjarráði að fara í söluna. 6. júlí 2020 13:04 Samþykktu að hefja undirbúning að sölu á hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum Meirihluti bæjarráðs Hafnarfjarðar hefur samþykkt að hefja undirbúning að sölu á 15,42 prósenta eignarhlut bæjarfélagsins í HS Veitum. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs. 22. apríl 2020 23:28 Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, vísar á bug fullyrðingu Samtaka um íbúalýðræði um að baktjaldamakk hafi átt sér stað vegna fyrirhugaðrar sölu á 15,42 prósenta eignarhlut Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum. Ábyrgðarmaður undirskriftasöfnunarinnar lýsti yfir mikilli tortryggni vegna ferlisins í kring um söluna í frétt sem birtist á Vísi fyrr í dag. „Hér [er] um að ræða opið söluferli þar sem auglýst var eftir tilboðum í hlutinn í dagblöðum. Ákvörðun um að fara þessa vegferð og kanna möguleika á sölu var tekin af bæjarráði í apríl og ljóst að afstaða til tilboða verður tekin á sama vettvangi þegar þau liggja fyrir,“ segir í yfirlýsingu frá Rósu. Meirihluti bæjarstjórnar hafði hafið undirbúning á sölu hlutar Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum áður en samþykkt var í bæjarráði að fara í söluna. Hafnarfjarðarbær komst að samkomulagi við Kviku banka að fjármálafyrirtækinu yrði falið að annast söluferli á eignarhlut bæjarins í HS Veitum áður en bæjarráð samþykkti sölu á eignarhlut bæjarins í HS Veitum þann 22. apríl síðastliðinn. „Þegar samþykkt bæjarráðs lá fyrir um að fara í söluferli var gengið frá ráðningu ráðgjafa vegna sölunnar. Ráðningar ráðgjafa hafa almennt ekki verið á dagskrá bæjarráðs Hafnarfjarðar, jafnvel í margfalt umfangsmeiri viðskiptum en hér um ræðir,“ segir í yfirlýsingunni. „Leyndin í kring um þetta vekur tortryggni. Það var löngu byrjað að tala við Kviku áður en bæjarfulltrúar minnihlutans vissu af fyrirhugaðri sölu. Þetta er allavega ekki til þess að vekja traust á þessu ferli að þetta hafi verið svona leynilegt frá upphafi,“ sagði Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, ábyrgðarmaður undirskriftasöfnunarinnar í samtali við fréttastofu fyrr í dag. „Engin leynd hefur verið um að fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka var ráðin til verkefnisins enda vandséð hvers vegna það ætti að fara leynt,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni frá Rósu.
Hafnarfjörður Orkumál Tengdar fréttir Segir skammvinnan gróða fólginn í sölu á hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum Ábyrgðarmaður undirskriftasöfnunar um að knýja fram íbúakosningu í Hafnarfjarðarbæ vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut bæjarins í HS Veitum segir það ekki vekja traust að meirihluti bæjarstjórnarinnar hafi hafið undirbúning á sölunni áður en samþykkt var í bæjarráði að fara í söluna. 6. júlí 2020 13:04 Samþykktu að hefja undirbúning að sölu á hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum Meirihluti bæjarráðs Hafnarfjarðar hefur samþykkt að hefja undirbúning að sölu á 15,42 prósenta eignarhlut bæjarfélagsins í HS Veitum. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs. 22. apríl 2020 23:28 Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira
Segir skammvinnan gróða fólginn í sölu á hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum Ábyrgðarmaður undirskriftasöfnunar um að knýja fram íbúakosningu í Hafnarfjarðarbæ vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut bæjarins í HS Veitum segir það ekki vekja traust að meirihluti bæjarstjórnarinnar hafi hafið undirbúning á sölunni áður en samþykkt var í bæjarráði að fara í söluna. 6. júlí 2020 13:04
Samþykktu að hefja undirbúning að sölu á hlut Hafnarfjarðar í HS Veitum Meirihluti bæjarráðs Hafnarfjarðar hefur samþykkt að hefja undirbúning að sölu á 15,42 prósenta eignarhlut bæjarfélagsins í HS Veitum. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs. 22. apríl 2020 23:28