„Samningurinn ekki pappírsins virði“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. júlí 2020 16:15 Nýtt deiliskipulag Reykjavíkurborgar um uppbyggingu í Skerjafirði var samþykkt á fundi Borgarráðs á fimmtudag og verður tillagan kynnt í sumar. Vísir/Vilhelm Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fimmtudag að auglýsa tillögu umhverfis- og skipulagssviðs að nýju deiliskipulagi fyrir Nýja Skerjafjörð. Tillagan gerir ráð fyrir uppbyggingu um 700 íbúða, leikskóla, grunnskóla, bílageymsluhúsi, verslun, þjónustu og útivistarsvæðum. Þá er einnig gert ráð fyrir vegtengingum til austurs, suður fyrir Reykjavíkurflugvöll og verður hún eingöngu ætluð almenningssamgöngum, gangandi og hjólandi vegfarendum. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata samþykktu tillöguna en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá. Tillagan mun fara í langt kynningarferli yfir sumarið svo að íbúum og öðrum hagsmunaaðilum verði gefið færi á að kynna sér tillöguna og koma með athugasemdir varðandi útfærslu hennar. „Unnin hefur verið ítarleg rannsókn á vindafari sem sýna að áhrif á flugvöllinn verða minniháttar. Nýr skóli, leikskóli, útivistarsvæði og matvöruverslun munu auka lífsgæði íbúa, bæta þjónustu og styðja við vistvæna samgöngumáta í þessu græna kerfi,“ segir í bókun fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Áhyggjur vegna mengunar í jörð og hávaðamengunar Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins voru heldur harðorðari og í bókun sem lögð var fram segir að þeir telji ótímabært að tekin sé endanlega ákvörðun um nýja byggð í Skerjafirði: „Ýmsum rannsóknum og álitamálum er ólokið.“ „Í fyrsta lagi hefur Vegagerðin óskað eftir að fram fari samgöngumat en því er enn ólokið. Ekki liggur fyrir heildstæð umferðargreining en um er að ræða þreföldun á hverfinu. Þá er umhverfismati ólokið en Náttúrufræðistofnun er með það til skoðunar að strandlengjan við Skerjafjörð verði friðuð,“ segir í bókun Sjálfstæðisflokksins. Áheyrnarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins tóku í svipaða strengi og gagnrýndu tillöguna. „Fulltrúi Flokks fólksins hefur áhyggjur af mengun í jörð og hávaðamengun af flugvelli fyrir komandi íbúa í Skerjafirði. Mengun er í jörðu og hávaðamengun af flugvélum. Hvoru tveggja er raunveruleiki þótt reynt verði að milda áhrifin.“ „Samningurinn ekki pappírsins virði“ Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins sagði þá samkomulag Reykjavíkurborgar og ríkisins um að starfsemi flugvallarins í Vatnsmýri verði tryggð vera brostið. „Nú er ljóst að samningurinn er ekki pappírsins virði því í kynningu að gerð og auglýsingu deiliskipulags fyrir nýjan Skerjafjörð er málið keyrt áfram af fullum þunga og þar með kominn forsendubrestur […]. Það er ljóst að þetta svæði ræður ekki við þann umferðarþunga sem af þessari uppbyggingu hlýst. Fyrst á að leggja „framkvæmdarveg“ með fram flugvallargirðingunni sem breytast á í borgarlínu.“ Í deiliskipulaginu sem samþykkt var á fundinum varð einnig ljóst að fallið hafi verið frá fyrri tillögum um að fjarlægja flugskýli flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli til að rýma fyrir vegi. Komið hafi í ljós að þau drög gengju ekki og var því skipulaginu breytt. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins gagnrýndu í bókun sinni að því hafi ekki verið svarað hvar vegurinn eigi að liggja, sem stóð til að lagður yrði þar sem flugskýlið stendur nú. „Því [hefur] enn ekki verið svarað hvar vegurinn, sem stóð til að leggja í gegnum flugskýli flugfélagsins Ernis verði lagður. Þá hefur Isavia gengið frá samningi við hollensku loft- og geimferðarstofnunina um að gera úttekt á mögulegum áhrifum fyrirhugaðrar byggðar í Skerjafirði á flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli en þeirri úttekt er enn ólokið.“ Reykjavík Skipulag Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Vigdís varar við því að borgin vinni myrkraverk á flugvellinum í sumar Borgarfulltrúar minnihlutans í Reykjavík kröfðust þess á borgarstjórnarfundi í dag að borgin hætti að þrengja að flugvellinum og að nýju Skerjafjarðarhverfi yrði frestað. Borgarstjóri segir þetta frábært byggingarland og óskynsamlegt sé að fresta uppbyggingu. 16. júní 2020 22:43 Ráðherra hvattur til að kanna hvort borgin sé að brjóta gegn ríkissjóði Fjármálaráðherra var hvattur til þess á Alþingi í dag að kanna hvort Reykjavíkurborg væri að brjóta gegn kaupsamningi við ríkið um flugvallarland í Skerjafirði með því að útdeila lóðum þar í stað þess að selja þær á markaði. 8. júní 2020 20:53 Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00 Forsendubrestur af hálfu Reykjavíkur í flugvallarmálinu Eftirfarandi erindi sá ég mig knúna til að senda á stjórn samgöngunefndar Alþingis. Þar með upplýsi ég að undirskriftir borgarstjóra eru ekki pappírsins virði. 1. maí 2020 06:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fimmtudag að auglýsa tillögu umhverfis- og skipulagssviðs að nýju deiliskipulagi fyrir Nýja Skerjafjörð. Tillagan gerir ráð fyrir uppbyggingu um 700 íbúða, leikskóla, grunnskóla, bílageymsluhúsi, verslun, þjónustu og útivistarsvæðum. Þá er einnig gert ráð fyrir vegtengingum til austurs, suður fyrir Reykjavíkurflugvöll og verður hún eingöngu ætluð almenningssamgöngum, gangandi og hjólandi vegfarendum. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata samþykktu tillöguna en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá. Tillagan mun fara í langt kynningarferli yfir sumarið svo að íbúum og öðrum hagsmunaaðilum verði gefið færi á að kynna sér tillöguna og koma með athugasemdir varðandi útfærslu hennar. „Unnin hefur verið ítarleg rannsókn á vindafari sem sýna að áhrif á flugvöllinn verða minniháttar. Nýr skóli, leikskóli, útivistarsvæði og matvöruverslun munu auka lífsgæði íbúa, bæta þjónustu og styðja við vistvæna samgöngumáta í þessu græna kerfi,“ segir í bókun fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Áhyggjur vegna mengunar í jörð og hávaðamengunar Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins voru heldur harðorðari og í bókun sem lögð var fram segir að þeir telji ótímabært að tekin sé endanlega ákvörðun um nýja byggð í Skerjafirði: „Ýmsum rannsóknum og álitamálum er ólokið.“ „Í fyrsta lagi hefur Vegagerðin óskað eftir að fram fari samgöngumat en því er enn ólokið. Ekki liggur fyrir heildstæð umferðargreining en um er að ræða þreföldun á hverfinu. Þá er umhverfismati ólokið en Náttúrufræðistofnun er með það til skoðunar að strandlengjan við Skerjafjörð verði friðuð,“ segir í bókun Sjálfstæðisflokksins. Áheyrnarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins tóku í svipaða strengi og gagnrýndu tillöguna. „Fulltrúi Flokks fólksins hefur áhyggjur af mengun í jörð og hávaðamengun af flugvelli fyrir komandi íbúa í Skerjafirði. Mengun er í jörðu og hávaðamengun af flugvélum. Hvoru tveggja er raunveruleiki þótt reynt verði að milda áhrifin.“ „Samningurinn ekki pappírsins virði“ Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins sagði þá samkomulag Reykjavíkurborgar og ríkisins um að starfsemi flugvallarins í Vatnsmýri verði tryggð vera brostið. „Nú er ljóst að samningurinn er ekki pappírsins virði því í kynningu að gerð og auglýsingu deiliskipulags fyrir nýjan Skerjafjörð er málið keyrt áfram af fullum þunga og þar með kominn forsendubrestur […]. Það er ljóst að þetta svæði ræður ekki við þann umferðarþunga sem af þessari uppbyggingu hlýst. Fyrst á að leggja „framkvæmdarveg“ með fram flugvallargirðingunni sem breytast á í borgarlínu.“ Í deiliskipulaginu sem samþykkt var á fundinum varð einnig ljóst að fallið hafi verið frá fyrri tillögum um að fjarlægja flugskýli flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli til að rýma fyrir vegi. Komið hafi í ljós að þau drög gengju ekki og var því skipulaginu breytt. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins gagnrýndu í bókun sinni að því hafi ekki verið svarað hvar vegurinn eigi að liggja, sem stóð til að lagður yrði þar sem flugskýlið stendur nú. „Því [hefur] enn ekki verið svarað hvar vegurinn, sem stóð til að leggja í gegnum flugskýli flugfélagsins Ernis verði lagður. Þá hefur Isavia gengið frá samningi við hollensku loft- og geimferðarstofnunina um að gera úttekt á mögulegum áhrifum fyrirhugaðrar byggðar í Skerjafirði á flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli en þeirri úttekt er enn ólokið.“
Reykjavík Skipulag Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Vigdís varar við því að borgin vinni myrkraverk á flugvellinum í sumar Borgarfulltrúar minnihlutans í Reykjavík kröfðust þess á borgarstjórnarfundi í dag að borgin hætti að þrengja að flugvellinum og að nýju Skerjafjarðarhverfi yrði frestað. Borgarstjóri segir þetta frábært byggingarland og óskynsamlegt sé að fresta uppbyggingu. 16. júní 2020 22:43 Ráðherra hvattur til að kanna hvort borgin sé að brjóta gegn ríkissjóði Fjármálaráðherra var hvattur til þess á Alþingi í dag að kanna hvort Reykjavíkurborg væri að brjóta gegn kaupsamningi við ríkið um flugvallarland í Skerjafirði með því að útdeila lóðum þar í stað þess að selja þær á markaði. 8. júní 2020 20:53 Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00 Forsendubrestur af hálfu Reykjavíkur í flugvallarmálinu Eftirfarandi erindi sá ég mig knúna til að senda á stjórn samgöngunefndar Alþingis. Þar með upplýsi ég að undirskriftir borgarstjóra eru ekki pappírsins virði. 1. maí 2020 06:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Vigdís varar við því að borgin vinni myrkraverk á flugvellinum í sumar Borgarfulltrúar minnihlutans í Reykjavík kröfðust þess á borgarstjórnarfundi í dag að borgin hætti að þrengja að flugvellinum og að nýju Skerjafjarðarhverfi yrði frestað. Borgarstjóri segir þetta frábært byggingarland og óskynsamlegt sé að fresta uppbyggingu. 16. júní 2020 22:43
Ráðherra hvattur til að kanna hvort borgin sé að brjóta gegn ríkissjóði Fjármálaráðherra var hvattur til þess á Alþingi í dag að kanna hvort Reykjavíkurborg væri að brjóta gegn kaupsamningi við ríkið um flugvallarland í Skerjafirði með því að útdeila lóðum þar í stað þess að selja þær á markaði. 8. júní 2020 20:53
Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00
Forsendubrestur af hálfu Reykjavíkur í flugvallarmálinu Eftirfarandi erindi sá ég mig knúna til að senda á stjórn samgöngunefndar Alþingis. Þar með upplýsi ég að undirskriftir borgarstjóra eru ekki pappírsins virði. 1. maí 2020 06:00