Stálu bíl og þóttust vera í fjöruferð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. júlí 2020 16:48 Lögreglan á Vestfjörðum hefur átt annasama viku. Vísir/Vilhelm Undanfarin vika hefur verið annasöm hjá lögreglunni á Vestfjörðum en síðastliðinn mánudag aðstoðaði lögreglan við leit að fólki sem var í botni Veiðileysufjarðar á leið til Hornvíkur. Neyðarskilaboð bárust um að tveir aðilar væru týndir í þoku en hefðu tjald og mat til eins dags. Síðar var tilkynnt að landvörður hefði komið til móts við fólkið og aðstoðað það við að komast heilu og höldnu til Hornvíkur. Síðar sama dag tilkynnti ökumaður að hjólhýsi hans hefði fokið á hliðina á Gilsfjarðarbrú og lokaði í kjölfarið umferð um brúna. Engin slys urðu á fólki en kalla þurfti kranabíl til við að opna aftur fyrir umferð. Þá kviknaði í sófa í heimahúsi á Ísafirði sama kvöld og var eldurinn farinn að læsa sig í klæðningu hússins. Nágranni var fljótur að bregðast við og var byrjaður að slökkva eldinn með handslökkvitæki þegar lögreglu bar að garði sem tók við slökkvistarfi. Talið er að sígarettuglóð hafi kveikt eldinn. Þá var tilkynnt um slasaðan göngumann á Sellátranesi í Vesturbyggð á föstudag. Eldri kona hafði snúið sig á ökkla og talið er að hún gæti hafa brotnað. Björgunarsveitir og sjúkralið komu henni til aðstoðar. Aðfaranótt laugardags missti ökumaður stjórn á bifreið við Látur í Ísafjarðardjúpi. Bifreiðin rann út af veginum en enginn slasaðist þó að alvarlegt tjón hafi orðið á bifreiðinni. Aðfaranótt sunnudags var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út þar sem óttast var um afdrif göngumanns við Rekavík, sem var á leið úr Hornvík til Hlöðuvíkur. Tveir lögreglumenn fóru með þyrlunni til að leita að göngumanninum og fannst maðurinn heill á húfi í Hlöðuvík. Þá varð bílvelta í gær við ánna Pennu í Vatnsfirði og hafnaði bifreiðin á hvolfi. Ökumaðurinn, karlmaður á áttræðisaldri, var fluttur til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða en hann var með áverka á baki og mjöðm. Tveir menn voru handteknir í gærmorgun vegna gruns um stuld á bifreið og ölvunarakstur á Tálknafjarðarvegi. Þeir höfðu tekið bifreið í eigu félaga þeirra án leyfis og ekið henni burt. Þegar þeir komu auga á lögregluna stöðvuðu þeir bílinn og reyndu að hlaupa í burtu en þegar lögregla náði tali af þeim sögðust þeir hafa verið í fjöruferð. Lögreglustjóra barst þá kæra frá Umhverfisstofnun vegna utanvegaaksturs á Dynjandisheiði og er málið nú í sektarferli. Lögreglumál Mest lesið Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Innlent Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Innlent Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Innlent Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða Innlent Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás Innlent Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Innlent Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Innlent Líffæragjöf eftir blóðrásardauða nú möguleg á Landspítalanum Innlent Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Fjögurra ára fangelsi fyrir gróf brot gegn fyrrverandi Börn hafi reynt að drepa önnur börn Sjö sagt upp hjá Rauða krossinum Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Lokað fyrir kalt vatn í Kópavogi í kvöld Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Brúnastaðir í Fljótum hlutu landbúnaðarverðlaunin 2025 Hamingja dvínandi þótt Ísland berjist um toppsæti Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Alþjóðlegi hamingjudagurinn 2025: Hamingja, samkennd og Riddarar kærleikans Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkisstjórn Tjón Úkraínumanna um áttahundruð milljarðar dollara Svona var Pallborðið um ofbeldisöldu hjá ungmennum 33 prósent íslenskra ungmenna nota nikótínpúða Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða „Reginhneyksli“ að Sádar stýri nefnd um réttindi kvenna Bein útsending: Setning Búnaðarþings Göturnar sem verða malbikaðar í sumar í Reykjavík Tæknilausnir nauðsynlegar til að bæta þjónustu í heilbrigðiskerfinu Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Líffæragjöf eftir blóðrásardauða nú möguleg á Landspítalanum Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás „Við bara byrjum að moka“ Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Gerendur nýti „allar mögulegar leiðir“ Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Sjá meira
Undanfarin vika hefur verið annasöm hjá lögreglunni á Vestfjörðum en síðastliðinn mánudag aðstoðaði lögreglan við leit að fólki sem var í botni Veiðileysufjarðar á leið til Hornvíkur. Neyðarskilaboð bárust um að tveir aðilar væru týndir í þoku en hefðu tjald og mat til eins dags. Síðar var tilkynnt að landvörður hefði komið til móts við fólkið og aðstoðað það við að komast heilu og höldnu til Hornvíkur. Síðar sama dag tilkynnti ökumaður að hjólhýsi hans hefði fokið á hliðina á Gilsfjarðarbrú og lokaði í kjölfarið umferð um brúna. Engin slys urðu á fólki en kalla þurfti kranabíl til við að opna aftur fyrir umferð. Þá kviknaði í sófa í heimahúsi á Ísafirði sama kvöld og var eldurinn farinn að læsa sig í klæðningu hússins. Nágranni var fljótur að bregðast við og var byrjaður að slökkva eldinn með handslökkvitæki þegar lögreglu bar að garði sem tók við slökkvistarfi. Talið er að sígarettuglóð hafi kveikt eldinn. Þá var tilkynnt um slasaðan göngumann á Sellátranesi í Vesturbyggð á föstudag. Eldri kona hafði snúið sig á ökkla og talið er að hún gæti hafa brotnað. Björgunarsveitir og sjúkralið komu henni til aðstoðar. Aðfaranótt laugardags missti ökumaður stjórn á bifreið við Látur í Ísafjarðardjúpi. Bifreiðin rann út af veginum en enginn slasaðist þó að alvarlegt tjón hafi orðið á bifreiðinni. Aðfaranótt sunnudags var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út þar sem óttast var um afdrif göngumanns við Rekavík, sem var á leið úr Hornvík til Hlöðuvíkur. Tveir lögreglumenn fóru með þyrlunni til að leita að göngumanninum og fannst maðurinn heill á húfi í Hlöðuvík. Þá varð bílvelta í gær við ánna Pennu í Vatnsfirði og hafnaði bifreiðin á hvolfi. Ökumaðurinn, karlmaður á áttræðisaldri, var fluttur til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða en hann var með áverka á baki og mjöðm. Tveir menn voru handteknir í gærmorgun vegna gruns um stuld á bifreið og ölvunarakstur á Tálknafjarðarvegi. Þeir höfðu tekið bifreið í eigu félaga þeirra án leyfis og ekið henni burt. Þegar þeir komu auga á lögregluna stöðvuðu þeir bílinn og reyndu að hlaupa í burtu en þegar lögregla náði tali af þeim sögðust þeir hafa verið í fjöruferð. Lögreglustjóra barst þá kæra frá Umhverfisstofnun vegna utanvegaaksturs á Dynjandisheiði og er málið nú í sektarferli.
Lögreglumál Mest lesið Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Innlent Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Innlent Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Innlent Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða Innlent Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás Innlent Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Innlent Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Innlent Líffæragjöf eftir blóðrásardauða nú möguleg á Landspítalanum Innlent Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Fjögurra ára fangelsi fyrir gróf brot gegn fyrrverandi Börn hafi reynt að drepa önnur börn Sjö sagt upp hjá Rauða krossinum Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Lokað fyrir kalt vatn í Kópavogi í kvöld Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Brúnastaðir í Fljótum hlutu landbúnaðarverðlaunin 2025 Hamingja dvínandi þótt Ísland berjist um toppsæti Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Alþjóðlegi hamingjudagurinn 2025: Hamingja, samkennd og Riddarar kærleikans Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkisstjórn Tjón Úkraínumanna um áttahundruð milljarðar dollara Svona var Pallborðið um ofbeldisöldu hjá ungmennum 33 prósent íslenskra ungmenna nota nikótínpúða Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða „Reginhneyksli“ að Sádar stýri nefnd um réttindi kvenna Bein útsending: Setning Búnaðarþings Göturnar sem verða malbikaðar í sumar í Reykjavík Tæknilausnir nauðsynlegar til að bæta þjónustu í heilbrigðiskerfinu Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Líffæragjöf eftir blóðrásardauða nú möguleg á Landspítalanum Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás „Við bara byrjum að moka“ Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Gerendur nýti „allar mögulegar leiðir“ Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Sjá meira