Enski boltinn

Harvey Elliot skrifar undir sinn fyrsta atvinnumannasamning hjá Englandsmeisturunum

Ísak Hallmundarson skrifar
Framtíðin er björt fyrir hinn unga Harvey Elliott.
Framtíðin er björt fyrir hinn unga Harvey Elliott. getty/Andrew Powell

Hinn 17 ára gamli Harvey Elliott hefur skrifað undir sinn fyrsta atvinnumannasamning við Englandsmeistara Liverpool.

Elliot spilar sem vængmaður og varð 17 ára í apríl á þessu ári en hann kom til Liverpool frá Fulham síðasta sumar. Í maí 2019 varð hann yngsti leikmaðurinn til að spila í ensku úrvalsdeildinni frá upphafi þegar hann kom inn á fyrir Fulham aðeins 16 ára og 30 daga gamall.

Hann hefur spilað átta leiki með aðalliði Liverpool á þessari leiktíð, þar af tvo í ensku úrvalsdeildinni, og fengið mikið lof fyrir.

,,Þetta hefur verið ótrúlegt ævintýri síðan ég kom hingað fyrst. Að skrifa undir fyrsta atvinnumannasamninginn er algjör draumur fyrir mig og fjölskyldu mína. Ég er spenntur fyrir framtíðinni og mun gefa allt fyrir félagið og stuðningsmennina,‘‘ sagði Elliot um samninginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×