„Hún hefur tíma til 15. september, ég hef hann ekki“ Andri Eysteinsson skrifar 6. júlí 2020 22:30 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir enga ástæðu til þess að Íslensk erfðagreining komi að stofnun Faraldsfræðistofnunar Íslands og stendur ríkisstjórninni húsnæði ÍE ekki lengur til boða eftir að viðbrögð stjórnarinnar við tillögu Kára rímuðu ekki við vilja hans. „Ég sendi ríkisstjórninni bréf og benti á að ég liti svo á að þetta væri mjög brátt mál. Þeir yrðu að byrja strax í dag að setja saman einhverja aðstöðu til þess að taka við þessu. Í bréfi sínu segir Katrín Jakobsdóttir mér að hún ætlar að setja yfir þetta verkefnastjóra sem eigi að skila af sér ekki síðar en 15. september,“ sagði Kári og bætti við, „Mín tilfinning fyrir því sem er að gerast, fyrir þeim tíma sem við höfum er allt, allt, önnur en hún hefur. Hún hefur tíma til 15. september, ég hef það ekki.“ Kári segir aðferðina sem ríkisstjórnin beitir í málinu ekki vera þá réttu, segir hann halda því fram að ríkisstjórnin ætti að geta sett saman stofnun sem þessa á ekki lengri tíma en einni mínútu. „Aðferðin til að gera þetta er ósköp einfaldlega að þú lýsir því yfir að þú sért kominn með svona stofnun og svo dregur þú að þessu hæfileika og fólk og byggir þetta upp hægt og bítandi. Þú leggst ekki undir feld í miðjum faraldri og segi nú ætla ég að hugsa þetta fram til 15. september og kannski fæ ég þá góðar hugmyndir sem við byrjum að hrinda í framkvæmd,“ sagði Kári. „Ef þú hins vegar heldur að þú getir gengið að því sem vísu að þú hafir eitthvað fyrirtæki út í bæ sem vegna meðvirkni sinnar tekur að sér svona verkefni og lætur ganga um sig eins og skít. Þá auðvitað þarftu ekki að flýta þér í að koma á fót svona stofnun,“ bætti forstjórinn við. Kári sagði í byrjun viðtalsins sem tekið var fyrir kvöldfréttir Stöðvar 2 að það væri ekki hans mál að tjá sig um aðferðir ríkisstjórnarinnar vegna tillögu hans um stofnun Faraldsfræðistofnunnar. Það væri þeirra mál og hann hefði í raun og veru enga skoðun á því sem ríkisstjórnin væri að gera. Hann sagði þá að engin ástæða væri til þess, hvorki fyrir ÍE eða stjórnvöld, að fyrirtækið kæmi að stofnun stofnunarinnar. „Það er engin ástæða til þess hvorki fyrir okkur né ríkisstjórnina að við komum að því. Það er fullt af hæfileikaríku vel menntuðu fólki hér á Íslandi sem getur aðstoðað við það. Við erum búin með þann tíma, búin með þann kvóta sem við höfum afgangs handa þessari ríkisstjórn þegar kemur að þessum faraldri,“ sagði Kári. Kári sagðist þá telja að Landspítalinn sé í stakk búinn að taka við þunganum af kórónuveiruskimuninni sem ÍE skilur eftir að sjö dögum liðnum. „Landspítalinn hefur sjö daga til að auka við tækjabúnað og ná til sín fólki til að sinna þessu. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þetta góða fólk komi til með að sinna þessu vel,“ sagði Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Fleiri fréttir Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir enga ástæðu til þess að Íslensk erfðagreining komi að stofnun Faraldsfræðistofnunar Íslands og stendur ríkisstjórninni húsnæði ÍE ekki lengur til boða eftir að viðbrögð stjórnarinnar við tillögu Kára rímuðu ekki við vilja hans. „Ég sendi ríkisstjórninni bréf og benti á að ég liti svo á að þetta væri mjög brátt mál. Þeir yrðu að byrja strax í dag að setja saman einhverja aðstöðu til þess að taka við þessu. Í bréfi sínu segir Katrín Jakobsdóttir mér að hún ætlar að setja yfir þetta verkefnastjóra sem eigi að skila af sér ekki síðar en 15. september,“ sagði Kári og bætti við, „Mín tilfinning fyrir því sem er að gerast, fyrir þeim tíma sem við höfum er allt, allt, önnur en hún hefur. Hún hefur tíma til 15. september, ég hef það ekki.“ Kári segir aðferðina sem ríkisstjórnin beitir í málinu ekki vera þá réttu, segir hann halda því fram að ríkisstjórnin ætti að geta sett saman stofnun sem þessa á ekki lengri tíma en einni mínútu. „Aðferðin til að gera þetta er ósköp einfaldlega að þú lýsir því yfir að þú sért kominn með svona stofnun og svo dregur þú að þessu hæfileika og fólk og byggir þetta upp hægt og bítandi. Þú leggst ekki undir feld í miðjum faraldri og segi nú ætla ég að hugsa þetta fram til 15. september og kannski fæ ég þá góðar hugmyndir sem við byrjum að hrinda í framkvæmd,“ sagði Kári. „Ef þú hins vegar heldur að þú getir gengið að því sem vísu að þú hafir eitthvað fyrirtæki út í bæ sem vegna meðvirkni sinnar tekur að sér svona verkefni og lætur ganga um sig eins og skít. Þá auðvitað þarftu ekki að flýta þér í að koma á fót svona stofnun,“ bætti forstjórinn við. Kári sagði í byrjun viðtalsins sem tekið var fyrir kvöldfréttir Stöðvar 2 að það væri ekki hans mál að tjá sig um aðferðir ríkisstjórnarinnar vegna tillögu hans um stofnun Faraldsfræðistofnunnar. Það væri þeirra mál og hann hefði í raun og veru enga skoðun á því sem ríkisstjórnin væri að gera. Hann sagði þá að engin ástæða væri til þess, hvorki fyrir ÍE eða stjórnvöld, að fyrirtækið kæmi að stofnun stofnunarinnar. „Það er engin ástæða til þess hvorki fyrir okkur né ríkisstjórnina að við komum að því. Það er fullt af hæfileikaríku vel menntuðu fólki hér á Íslandi sem getur aðstoðað við það. Við erum búin með þann tíma, búin með þann kvóta sem við höfum afgangs handa þessari ríkisstjórn þegar kemur að þessum faraldri,“ sagði Kári. Kári sagðist þá telja að Landspítalinn sé í stakk búinn að taka við þunganum af kórónuveiruskimuninni sem ÍE skilur eftir að sjö dögum liðnum. „Landspítalinn hefur sjö daga til að auka við tækjabúnað og ná til sín fólki til að sinna þessu. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þetta góða fólk komi til með að sinna þessu vel,“ sagði Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Fleiri fréttir Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Sjá meira