Fyrrverandi landlæknir segir ástæðu til að hætta skimun á landamærunum Sylvía Hall skrifar 7. júlí 2020 12:00 Sigurður Guðmundsson, smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir. Bylgjan Sigurður Guðmundsson smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir segir tilefni til þess að endurskoða skimun á landamærum og jafnvel hætta henni með öllu, sérstaklega í ljósi þess að Íslensk erfðagreining hefur dregið sig út úr verkefninu. Fá smit hafi fundist við skimun til þessa og mögulega væri hægt að ná betri árangri með því að einblína á þá sem finna fyrir einkennum. Þetta kom fram í máli Sigurðar í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagði vera hægt að draga skýran lærdóm af skimuninni á landamærunum. Það að skima fólk við komuna til landsins væri ekki skynsamleg leið; hún væri kostnaðarsöm og alls ekki fullkomin. Nú þegar Íslensk erfðagreining hefði dregið sig úr verkefninu ætti enn frekar að íhuga nýjar útfærslur. „Við erum búin að skima núna 22 þúsund manns og það hafa komið kannski í mesta lagi 5-6 sem við getum talið vera virk smit út úr þeirri leit. Þetta hefur kostað okkur 350-400 milljónir. Að vísu borgað líklega af Íslenskri erfðagreiningu að mestu leyti, en þetta eru engu að síður fjármunir. Mér finnst lærdómurinn vera nokkuð skýr, að þetta sé ekki leið sem sé skynsamleg úr þessu.“ Sigurður segir tilefni til þess að líta frekar til þeirrar aðferðafræði sem notuð var þegar faraldurinn stóð sem hæst hér á landi, setja þunga í að prófa fólk með einkenni og ráðast í smitrakningu ef þörf er á. Það hafi skilað árangri á sínum tíma; 90 prósent smitaðra hafi greinst eftir að einkenni komu upp en innan við tíu prósent voru einkennalaus eða einkennalítil. „Ég held í stuttu máli að lærdómurinn sem við ættum að draga af þessu núna, hver svo sem ástæða erfðagreiningar er fyrir því að hætta þessu, að taka það eins og það kemur og hætta og bregðast þá kannski öðruvísi við. Við getum sett fólk sem kemur frá löndum þar sem faraldurinn er óhaminn, eins og t.d. Bandaríkin, Brasilía, Indónesía og Svíþjóð jafnvel, að það fólk fari í sóttkví við komuna á landamærunum og verði þar í hálfan mánuð,“ segir Sigurður. Þjóð sem kunni ekki að standa í röð Sigurður þakkar þremur atriðum árangurinn baráttunni við kórónuveiruna hér á landi. Landsmenn lærðu að nota spritt í stað þess að drekka það og fólki var kennt að standa í röð með tveggja metra bil á milli eftir að hafa alla tíð verið „þjóð sem veit ekki hvað biðröð er“. Síðast en ekki síst hafi verið ráðist í umfangsmikla smitrakningu þegar smit komu upp. „Þetta þrennt hefur örugglega verið meginástæðan fyrir því að okkur tókst að ráða við faraldurinn – ekki það að við settum þennan mikla kraft í að skima einkennalausa. Það voru vissulega lærdómsríkar niðurstöður sem fengust út úr því en kannski ekkert sem kom okkur á óvart. Þungi viðbragðanna byggðist á þessu þrennu.“ Hann segir vissulega mögulegt að smitaðir komi inn í landið ef skimun á landamærunum verður hætt. Það sé þó einnig hætta á því þrátt fyrir að skimað sé við landamærin, enda dæmi um það að neikvæð niðurstaða komi úr sýnatöku þrátt fyrir að viðkomandi sé með kórónuveirusmit. Það sé heilt yfir skynsamlegra og hagkvæmara að einblína á þá sem eru með einkenni og þar af leiðandi líklegri til að smita aðra. Sigurður tímabært að íhuga hvort að skimun á landamærunum sé skynsamlegasti kosturinn.Vísir/Vilhelm Erfitt að meta dánarhlutfallið Rúmlega 540 þúsund hafa látist af völdum kórónuveirunnar á heimsvísu og hátt í tólf milljónir hafa greinst með veiruna. Sum lönd hafa þó farið verr en önnur út úr faraldrinum og er til að mynda dánartíðnin í Bandaríkjunum um 4,6 prósent. Sigurður segir það hátt hlutfall þegar kemur að smitsjúkdómum. Í rauninni skelfilega hátt. Það sé þó erfitt að taka því sem gefnu þegar ekki er vitað hversu margir hafa raunverulega smitast. „Við vitum ekki vel hver nefnarinn í jöfnunni er, hvað eru raunverulega margir sýktir. Þó okkur sé sagt að það séu núna tæplega þrjár milljónir manna sýktir í Bandaríkjunum, þá er vafalítið að það séu miklu fleiri. Þeir gætu verið sex milljónir og þá er talan miklu miklu lægri.“ Hann segir betra að skoða dánartíðni á hverja 100 þúsund íbúa. Á Íslandi væru það um þrír á hverja 100 þúsund en sú tala sé miklu hærri í til að mynda Svíþjóð og Bandaríkjunum. Að auki fundust mun fleiri smit hér á landi samanborið við þau lönd. „Ef við beitum sömu aðferðinni á hverja hundrað þúsund manns, þá hafa fleiri greinst á Íslandi á hverja hundrað þúsund manns heldur en í Svíþjóð, Bandaríkjunum og Bretlandi. Þetta segir okkur að leiðin, eins og við vorum að tala um áðan, er að leita uppi þá sem eru með einkenni. Við vorum mjög öflug að því leyti til,“ segir Sigurður. „Svíar virðast ekki hafa verið jafn öflugir og Bandaríkjamenn alls ekki, með þann forseta sem þeir hafa. Þetta er vafalítið öflugasta leiðin.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Bítið Tengdar fréttir „Maður hefur aldrei séð það síðasta af Kára Stefánssyni“ Forsætisráðherra mun funda með sóttvarnalækni í dag þar sem rætt verður um framhald skimunar í landinu í kjölfar þess að Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskri erfðagreiningu, tilkynnti að fyrirtækið hugðist hætta skimunum. 7. júlí 2020 10:14 Katrín segir framlag Íslenskrar erfðagreiningar „ómetanlegt“ Katrín Jakobsdóttir vonast til þess að lausn verði fundin á þeirri stöðu sem komin er upp eftir að Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE), lýsti því yfir að hún myndi hætta aðkomu að skimunum fyrir kórónuveirunni. 6. júlí 2020 16:23 Íslensk erfðagreining hættir að skima og slítur samskiptum við embætti landlæknis Íslensk erfðagreining (ÍE) ætlar að hætta aðkomu að kórónuveiruskimunum. 6. júlí 2020 13:45 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Sigurður Guðmundsson smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir segir tilefni til þess að endurskoða skimun á landamærum og jafnvel hætta henni með öllu, sérstaklega í ljósi þess að Íslensk erfðagreining hefur dregið sig út úr verkefninu. Fá smit hafi fundist við skimun til þessa og mögulega væri hægt að ná betri árangri með því að einblína á þá sem finna fyrir einkennum. Þetta kom fram í máli Sigurðar í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagði vera hægt að draga skýran lærdóm af skimuninni á landamærunum. Það að skima fólk við komuna til landsins væri ekki skynsamleg leið; hún væri kostnaðarsöm og alls ekki fullkomin. Nú þegar Íslensk erfðagreining hefði dregið sig úr verkefninu ætti enn frekar að íhuga nýjar útfærslur. „Við erum búin að skima núna 22 þúsund manns og það hafa komið kannski í mesta lagi 5-6 sem við getum talið vera virk smit út úr þeirri leit. Þetta hefur kostað okkur 350-400 milljónir. Að vísu borgað líklega af Íslenskri erfðagreiningu að mestu leyti, en þetta eru engu að síður fjármunir. Mér finnst lærdómurinn vera nokkuð skýr, að þetta sé ekki leið sem sé skynsamleg úr þessu.“ Sigurður segir tilefni til þess að líta frekar til þeirrar aðferðafræði sem notuð var þegar faraldurinn stóð sem hæst hér á landi, setja þunga í að prófa fólk með einkenni og ráðast í smitrakningu ef þörf er á. Það hafi skilað árangri á sínum tíma; 90 prósent smitaðra hafi greinst eftir að einkenni komu upp en innan við tíu prósent voru einkennalaus eða einkennalítil. „Ég held í stuttu máli að lærdómurinn sem við ættum að draga af þessu núna, hver svo sem ástæða erfðagreiningar er fyrir því að hætta þessu, að taka það eins og það kemur og hætta og bregðast þá kannski öðruvísi við. Við getum sett fólk sem kemur frá löndum þar sem faraldurinn er óhaminn, eins og t.d. Bandaríkin, Brasilía, Indónesía og Svíþjóð jafnvel, að það fólk fari í sóttkví við komuna á landamærunum og verði þar í hálfan mánuð,“ segir Sigurður. Þjóð sem kunni ekki að standa í röð Sigurður þakkar þremur atriðum árangurinn baráttunni við kórónuveiruna hér á landi. Landsmenn lærðu að nota spritt í stað þess að drekka það og fólki var kennt að standa í röð með tveggja metra bil á milli eftir að hafa alla tíð verið „þjóð sem veit ekki hvað biðröð er“. Síðast en ekki síst hafi verið ráðist í umfangsmikla smitrakningu þegar smit komu upp. „Þetta þrennt hefur örugglega verið meginástæðan fyrir því að okkur tókst að ráða við faraldurinn – ekki það að við settum þennan mikla kraft í að skima einkennalausa. Það voru vissulega lærdómsríkar niðurstöður sem fengust út úr því en kannski ekkert sem kom okkur á óvart. Þungi viðbragðanna byggðist á þessu þrennu.“ Hann segir vissulega mögulegt að smitaðir komi inn í landið ef skimun á landamærunum verður hætt. Það sé þó einnig hætta á því þrátt fyrir að skimað sé við landamærin, enda dæmi um það að neikvæð niðurstaða komi úr sýnatöku þrátt fyrir að viðkomandi sé með kórónuveirusmit. Það sé heilt yfir skynsamlegra og hagkvæmara að einblína á þá sem eru með einkenni og þar af leiðandi líklegri til að smita aðra. Sigurður tímabært að íhuga hvort að skimun á landamærunum sé skynsamlegasti kosturinn.Vísir/Vilhelm Erfitt að meta dánarhlutfallið Rúmlega 540 þúsund hafa látist af völdum kórónuveirunnar á heimsvísu og hátt í tólf milljónir hafa greinst með veiruna. Sum lönd hafa þó farið verr en önnur út úr faraldrinum og er til að mynda dánartíðnin í Bandaríkjunum um 4,6 prósent. Sigurður segir það hátt hlutfall þegar kemur að smitsjúkdómum. Í rauninni skelfilega hátt. Það sé þó erfitt að taka því sem gefnu þegar ekki er vitað hversu margir hafa raunverulega smitast. „Við vitum ekki vel hver nefnarinn í jöfnunni er, hvað eru raunverulega margir sýktir. Þó okkur sé sagt að það séu núna tæplega þrjár milljónir manna sýktir í Bandaríkjunum, þá er vafalítið að það séu miklu fleiri. Þeir gætu verið sex milljónir og þá er talan miklu miklu lægri.“ Hann segir betra að skoða dánartíðni á hverja 100 þúsund íbúa. Á Íslandi væru það um þrír á hverja 100 þúsund en sú tala sé miklu hærri í til að mynda Svíþjóð og Bandaríkjunum. Að auki fundust mun fleiri smit hér á landi samanborið við þau lönd. „Ef við beitum sömu aðferðinni á hverja hundrað þúsund manns, þá hafa fleiri greinst á Íslandi á hverja hundrað þúsund manns heldur en í Svíþjóð, Bandaríkjunum og Bretlandi. Þetta segir okkur að leiðin, eins og við vorum að tala um áðan, er að leita uppi þá sem eru með einkenni. Við vorum mjög öflug að því leyti til,“ segir Sigurður. „Svíar virðast ekki hafa verið jafn öflugir og Bandaríkjamenn alls ekki, með þann forseta sem þeir hafa. Þetta er vafalítið öflugasta leiðin.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Bítið Tengdar fréttir „Maður hefur aldrei séð það síðasta af Kára Stefánssyni“ Forsætisráðherra mun funda með sóttvarnalækni í dag þar sem rætt verður um framhald skimunar í landinu í kjölfar þess að Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskri erfðagreiningu, tilkynnti að fyrirtækið hugðist hætta skimunum. 7. júlí 2020 10:14 Katrín segir framlag Íslenskrar erfðagreiningar „ómetanlegt“ Katrín Jakobsdóttir vonast til þess að lausn verði fundin á þeirri stöðu sem komin er upp eftir að Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE), lýsti því yfir að hún myndi hætta aðkomu að skimunum fyrir kórónuveirunni. 6. júlí 2020 16:23 Íslensk erfðagreining hættir að skima og slítur samskiptum við embætti landlæknis Íslensk erfðagreining (ÍE) ætlar að hætta aðkomu að kórónuveiruskimunum. 6. júlí 2020 13:45 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
„Maður hefur aldrei séð það síðasta af Kára Stefánssyni“ Forsætisráðherra mun funda með sóttvarnalækni í dag þar sem rætt verður um framhald skimunar í landinu í kjölfar þess að Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskri erfðagreiningu, tilkynnti að fyrirtækið hugðist hætta skimunum. 7. júlí 2020 10:14
Katrín segir framlag Íslenskrar erfðagreiningar „ómetanlegt“ Katrín Jakobsdóttir vonast til þess að lausn verði fundin á þeirri stöðu sem komin er upp eftir að Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE), lýsti því yfir að hún myndi hætta aðkomu að skimunum fyrir kórónuveirunni. 6. júlí 2020 16:23
Íslensk erfðagreining hættir að skima og slítur samskiptum við embætti landlæknis Íslensk erfðagreining (ÍE) ætlar að hætta aðkomu að kórónuveiruskimunum. 6. júlí 2020 13:45