Treystir sér ekki til að lesa ævisögu sína: „Þetta var bara einhver allt önnur manneskja“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. júlí 2020 13:30 Linda Pé fér um víðan völl í viðtalinu. Linda Pétursdóttir er í viðtali hjá Sölva Tryggvasyni í nýjasta podcasti Sölva. Þessi stórmerkilega og lífsreynda kona talar þar um allt milli himins og jarðar. Í viðtalinu segir Linda meðal annars frá því að hún hafi aldrei lesið ævisöguna um sig sem Reynir Traustason skrifaði. „Ég hef aldrei lesið hana eftir að hún kom út… en ef að þessi bók hjálpar einhverjum þá er sigrinum náð,“ segir Linda, sem segist reglulega fá skilaboð frá fólki vegna bókarinnar, sem er nærri 20 ára gömul og er því um tímabil í lífi Lindu sem er talsvert frábrugðið lífi hennar í dag. „Mér finnst þetta var bara einhver allt önnur manneskja, því hún á ekkert sameiginlegt með því hver ég er í dag, eða lífi mínu í dag og mjög langan tíma.” Linda á einstakt samband við einkadóttur sína, sem hún segir vera sinn besta vin. Dóttir hennar er nú 15 ára gömul og er afburðanemandi í skóla, sem dreymir um að flytja til Rússlands í skiptinám og læra rússnesku, sem er erfitt fyrir mömmuna: „Ég var að reyna að múta henni í gær,” segir Linda Í viðtalinu við Sölva talar Linda um allt milli himins og jarðar, eins og atvikið þegar skæruliðar reyndu að ræna henni í El Salvador, tímabilið þegar Baðhúsinu var lokað og þegar hún starfaði sem fyrirsæta, sem hún segir að hafi verið mjög skrýtið. Klippa: Hefur ekki treyst sér að lesa ævisögu sína: Þetta vera bara einhver allt önnur manneskja „Ég myndi alveg leyfa dóttur minni að keppa í Miss World, en hitt er ég ekki svo viss um…það er allt annar lífsstíll og allt of mikið í boði,” segir Linda. Hún segir að Tokyo hafi verið skrýtnasti staðurinn þegar kom að því hve mikið var í boði fyrir hana sem unga konu. „Þetta er ekki bannað innan 16, þannig að ég ætla ekki að segja þér sögur þaðan,” segir Linda Það hafi verið mjög sérstök reynsla að vera þar sem ung fyrirsæta og Mílanó á Ítalíu hafi líka verið erfiður staður fyrir unga konu í þessum bransa á þessum tíma. „Þú stendur í einhverjum þröngum strætó og þeim finnst bara mjög eðlilegt að klípa þig í rassinn,” segir Linda meðal annars um reynsluna sína þaðan. Í viðtalinu ræða Sölvi og Linda meðal annars um viðskiptaferil Lindu, ferðalögin, ævisöguna, skrýtnustu staðina og margt margt fleira. Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Linda Pétursdóttir er í viðtali hjá Sölva Tryggvasyni í nýjasta podcasti Sölva. Þessi stórmerkilega og lífsreynda kona talar þar um allt milli himins og jarðar. Í viðtalinu segir Linda meðal annars frá því að hún hafi aldrei lesið ævisöguna um sig sem Reynir Traustason skrifaði. „Ég hef aldrei lesið hana eftir að hún kom út… en ef að þessi bók hjálpar einhverjum þá er sigrinum náð,“ segir Linda, sem segist reglulega fá skilaboð frá fólki vegna bókarinnar, sem er nærri 20 ára gömul og er því um tímabil í lífi Lindu sem er talsvert frábrugðið lífi hennar í dag. „Mér finnst þetta var bara einhver allt önnur manneskja, því hún á ekkert sameiginlegt með því hver ég er í dag, eða lífi mínu í dag og mjög langan tíma.” Linda á einstakt samband við einkadóttur sína, sem hún segir vera sinn besta vin. Dóttir hennar er nú 15 ára gömul og er afburðanemandi í skóla, sem dreymir um að flytja til Rússlands í skiptinám og læra rússnesku, sem er erfitt fyrir mömmuna: „Ég var að reyna að múta henni í gær,” segir Linda Í viðtalinu við Sölva talar Linda um allt milli himins og jarðar, eins og atvikið þegar skæruliðar reyndu að ræna henni í El Salvador, tímabilið þegar Baðhúsinu var lokað og þegar hún starfaði sem fyrirsæta, sem hún segir að hafi verið mjög skrýtið. Klippa: Hefur ekki treyst sér að lesa ævisögu sína: Þetta vera bara einhver allt önnur manneskja „Ég myndi alveg leyfa dóttur minni að keppa í Miss World, en hitt er ég ekki svo viss um…það er allt annar lífsstíll og allt of mikið í boði,” segir Linda. Hún segir að Tokyo hafi verið skrýtnasti staðurinn þegar kom að því hve mikið var í boði fyrir hana sem unga konu. „Þetta er ekki bannað innan 16, þannig að ég ætla ekki að segja þér sögur þaðan,” segir Linda Það hafi verið mjög sérstök reynsla að vera þar sem ung fyrirsæta og Mílanó á Ítalíu hafi líka verið erfiður staður fyrir unga konu í þessum bransa á þessum tíma. „Þú stendur í einhverjum þröngum strætó og þeim finnst bara mjög eðlilegt að klípa þig í rassinn,” segir Linda meðal annars um reynsluna sína þaðan. Í viðtalinu ræða Sölvi og Linda meðal annars um viðskiptaferil Lindu, ferðalögin, ævisöguna, skrýtnustu staðina og margt margt fleira. Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira