Svartidauði ekki dauður en lítið áhyggjuefni Sylvía Hall skrifar 7. júlí 2020 13:43 Baktería sem nefnist Yersinia pestis veldur svartadauða. Vísir/Getty Tilfelli af svartadauða sem greindist í borginni Bayannur í sjálfstjórnarhéraðinu Innri-Mongólíu er ekkert áhyggjuefni að mati Sigurðar Guðmundssonar smitsjúkdómalæknis. Nokkur hundruð tilfelli greinist á ári hverju, þó það sé ekki á Íslandi. „Svarti dauði er alls ekkert dauður í samfélaginu, síður en svo, en mjög sjaldgæfur og við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur,“ sagði Sigurður í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Það sé því ekki mjög fréttnæmt að þetta tilfelli hafi komið upp. Stjórnvöld í Kína hafa þó aukið varúðarráðstafanir vegna sjúkdómsins og hefur maðurinn verið settur í einangrun. Grunur er um annað smit á svæðinu en ekki er vitað hvernig maðurinn, sem starfar sem smali, smitaðist. Sigurður fór stuttlega yfir sögu svartadauða hér á landi og lýsti sjúkdómnum. Um er að ræða bakteríu sem nefnist Yersinia pestis og veldur hún sjúkdómnum, sem er að mestu leyti bundinn við nagdýr. Hann getur þó borist í menn með flóm nagdýra og valdið lungna- og kýlapest. Pestin getur svo borist milli manna með úðasmiti, sem hefur líklega verið tilfellið hér á landi að sögn Sigurðar enda engar rottur á Íslandi á þeim tíma. „Þetta er svolítið interessant saga en ekki líklegt að hún endurtaki sig,“ sagði Sigurður og bætti við að svartidauði væri mun skæðari sjúkdómur en Covid-19. Í raun kæmist Covid-19 ekki með tærnar þar sem svartidauði hefði hælana. Hér að neðan má hlusta á viðtal við Sigurð í heild sinni þar sem hann ræðir meðal annars kórónuveirufaraldurinn, skimun á landamærunum og svartadauða. Umræða um svartadauða hefst á sjöundu mínútu. Heilbrigðismál Bítið Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Tilfelli af svartadauða sem greindist í borginni Bayannur í sjálfstjórnarhéraðinu Innri-Mongólíu er ekkert áhyggjuefni að mati Sigurðar Guðmundssonar smitsjúkdómalæknis. Nokkur hundruð tilfelli greinist á ári hverju, þó það sé ekki á Íslandi. „Svarti dauði er alls ekkert dauður í samfélaginu, síður en svo, en mjög sjaldgæfur og við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur,“ sagði Sigurður í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Það sé því ekki mjög fréttnæmt að þetta tilfelli hafi komið upp. Stjórnvöld í Kína hafa þó aukið varúðarráðstafanir vegna sjúkdómsins og hefur maðurinn verið settur í einangrun. Grunur er um annað smit á svæðinu en ekki er vitað hvernig maðurinn, sem starfar sem smali, smitaðist. Sigurður fór stuttlega yfir sögu svartadauða hér á landi og lýsti sjúkdómnum. Um er að ræða bakteríu sem nefnist Yersinia pestis og veldur hún sjúkdómnum, sem er að mestu leyti bundinn við nagdýr. Hann getur þó borist í menn með flóm nagdýra og valdið lungna- og kýlapest. Pestin getur svo borist milli manna með úðasmiti, sem hefur líklega verið tilfellið hér á landi að sögn Sigurðar enda engar rottur á Íslandi á þeim tíma. „Þetta er svolítið interessant saga en ekki líklegt að hún endurtaki sig,“ sagði Sigurður og bætti við að svartidauði væri mun skæðari sjúkdómur en Covid-19. Í raun kæmist Covid-19 ekki með tærnar þar sem svartidauði hefði hælana. Hér að neðan má hlusta á viðtal við Sigurð í heild sinni þar sem hann ræðir meðal annars kórónuveirufaraldurinn, skimun á landamærunum og svartadauða. Umræða um svartadauða hefst á sjöundu mínútu.
Heilbrigðismál Bítið Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent