Liverpool nálgast stigametið óðfluga Ísak Hallmundarson skrifar 8. júlí 2020 21:15 Liverpool eltir met Manchester City. Þrátt fyrir að vera orðnir enskir meistarar ætla leikmenn Liverpool ekki að slaka á og unnu þeir Brighton í kvöld 3-1 á útivelli. Mo Salah kom meisturunum yfir strax á 6. mínútu leiksins. Jordan Henderson bætti um betur og skoraði glæsilegt mark með skoti fyrir utan teig á 8. mínútu. Leandro Trossard minnkaði muninn fyrir Brighton rétt fyrir leikhlé, staðan í hálfleik 1-2. Það var síðan Mo Salah sem var aftur á ferðinni á 76. mínútu þegar hann skoraði þriðjamark Liverpool eftir sendingu frá Andy Robertson. Lokatölur leiksins 3-1 og er Liverpool núna með 92 stig þegar 12 stig eru eftir í pottinum. Stigamet Manchester City frá 2018 er 100 stig slétt. Brighton er í 15. sæti með 36 stig, níu stigum fyrir ofan fallsæti. Enski boltinn
Þrátt fyrir að vera orðnir enskir meistarar ætla leikmenn Liverpool ekki að slaka á og unnu þeir Brighton í kvöld 3-1 á útivelli. Mo Salah kom meisturunum yfir strax á 6. mínútu leiksins. Jordan Henderson bætti um betur og skoraði glæsilegt mark með skoti fyrir utan teig á 8. mínútu. Leandro Trossard minnkaði muninn fyrir Brighton rétt fyrir leikhlé, staðan í hálfleik 1-2. Það var síðan Mo Salah sem var aftur á ferðinni á 76. mínútu þegar hann skoraði þriðjamark Liverpool eftir sendingu frá Andy Robertson. Lokatölur leiksins 3-1 og er Liverpool núna með 92 stig þegar 12 stig eru eftir í pottinum. Stigamet Manchester City frá 2018 er 100 stig slétt. Brighton er í 15. sæti með 36 stig, níu stigum fyrir ofan fallsæti.
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti