Crossfit-stjarnan Sara Sigmundsdóttir fékk sér hund á dögunum og er heldur betur í skýunum með Mola Söruson eins og hún nefndi hann.
„Þá er það orðið opinbert. Ég er orðin biluð hundakona. Þetta er Moli Söruson,“ segir Sara í færslu á Instagram.
„Moli er stærsti, þyngsti og mesti klaufinn af fimm hvolpum sem hundur systur minnar eignaðist í miðri sóttkví. Ég hef verið með hann í fjórar vikur og get með sanni sagt að ég hef aldrei elskað neinn eins mikið.“