Gummi Ben sá fram á að missa annan fótinn: „Hnéð er fjórfalt og það er svart“ Stefán Árni Pálsson skrifar 9. júlí 2020 13:31 Gummi Ben fer um víðan völl í viðtalinu við Sölva Tryggvason. Árið 1996 þurfti fjölmiðlamaðurinn og fyrrum knattspyrnumaðurinn Guðmundur Benediktsson að fara í enn eina krossbandaaðgerðina. Hann segir frá því í Podcasti Sölva Tryggvasonar að litlu hafi munað að fjarlægja hefði þurft annan fót hans frá hné eftir aðgerðina. Guðmundur fékk mikla sýkingu eftir aðgerðina og var inniliggjandi á sjúkrahúsi í sex vikur eftir aðgerðina. Hann var mjög verkjaður í kjölfar aðgerðarinnar en var til að byrja með sendur heim. „Á þriðja degi var ég orðinn mjög verkjaður og hafði náð að sofa kannski í hálftíma. Þarna búum við á Nesinu og ég tek þá ákvörðun að skríða út í bíl og náði á einhvern ótrúlegan hátt að keyra upp á spítala. Þar er tekið á móti mér og kemur strax í ljós að hnéð er fjórfalt og það er svart. Hnéð var allt yfirfullt af drullu og þessi heljarinnar sýking sem hafði grasserað eftir aðgerðina,“ segir Gummi Ben en ferill hans sem knattspyrnumaður einkenndist af miklum meiðslum þrátt fyrir að hafa náð frábærum árangri. Klippa: Gummi Ben sá fram á að missa annan fótinn: Hnéð er fjórfalt og það er svart Í viðtalinu segir Gummi Ben að öll stærstu lið Evrópu hafi verið að fylgjast með honum frá fimmtán ára aldri. „Ég lá þarna inni í sex vikur og þá var mér tilkynnt að þeir væru alls ekkert viss um hvort þær næðu að losa sýkinguna úr án þess að vera með heljarinnar inngrip. Það væru sirka helmings líkur að þeir þyrftu að taka fótinn af við hné. Það eru ekkert sérstakar fréttir að fá, ég get alveg fullyrt það,“ segir Gummi en þetta er haustið 1996 og sumarið 1997 er hann aftur mættur út á fótboltavöllinn að spila með KR. Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Árið 1996 þurfti fjölmiðlamaðurinn og fyrrum knattspyrnumaðurinn Guðmundur Benediktsson að fara í enn eina krossbandaaðgerðina. Hann segir frá því í Podcasti Sölva Tryggvasonar að litlu hafi munað að fjarlægja hefði þurft annan fót hans frá hné eftir aðgerðina. Guðmundur fékk mikla sýkingu eftir aðgerðina og var inniliggjandi á sjúkrahúsi í sex vikur eftir aðgerðina. Hann var mjög verkjaður í kjölfar aðgerðarinnar en var til að byrja með sendur heim. „Á þriðja degi var ég orðinn mjög verkjaður og hafði náð að sofa kannski í hálftíma. Þarna búum við á Nesinu og ég tek þá ákvörðun að skríða út í bíl og náði á einhvern ótrúlegan hátt að keyra upp á spítala. Þar er tekið á móti mér og kemur strax í ljós að hnéð er fjórfalt og það er svart. Hnéð var allt yfirfullt af drullu og þessi heljarinnar sýking sem hafði grasserað eftir aðgerðina,“ segir Gummi Ben en ferill hans sem knattspyrnumaður einkenndist af miklum meiðslum þrátt fyrir að hafa náð frábærum árangri. Klippa: Gummi Ben sá fram á að missa annan fótinn: Hnéð er fjórfalt og það er svart Í viðtalinu segir Gummi Ben að öll stærstu lið Evrópu hafi verið að fylgjast með honum frá fimmtán ára aldri. „Ég lá þarna inni í sex vikur og þá var mér tilkynnt að þeir væru alls ekkert viss um hvort þær næðu að losa sýkinguna úr án þess að vera með heljarinnar inngrip. Það væru sirka helmings líkur að þeir þyrftu að taka fótinn af við hné. Það eru ekkert sérstakar fréttir að fá, ég get alveg fullyrt það,“ segir Gummi en þetta er haustið 1996 og sumarið 1997 er hann aftur mættur út á fótboltavöllinn að spila með KR. Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira