Lífið

Gummi Ben sá fram á að missa annan fótinn: „Hnéð er fjórfalt og það er svart“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gummi Ben fer um víðan völl í viðtalinu við Sölva Tryggvason.
Gummi Ben fer um víðan völl í viðtalinu við Sölva Tryggvason.

Árið 1996 þurfti fjölmiðlamaðurinn og fyrrum knattspyrnumaðurinn Guðmundur Benediktsson að fara í enn eina krossbandaaðgerðina. Hann segir frá því í Podcasti Sölva Tryggvasonar að litlu hafi munað að fjarlægja hefði þurft annan fót hans frá hné eftir aðgerðina.

Guðmundur fékk mikla sýkingu eftir aðgerðina og var inniliggjandi á sjúkrahúsi í sex vikur eftir aðgerðina. Hann var mjög verkjaður í kjölfar aðgerðarinnar en var til að byrja með sendur heim.

„Á þriðja degi var ég orðinn mjög verkjaður og hafði náð að sofa kannski í hálftíma. Þarna búum við á Nesinu og ég tek þá ákvörðun að skríða út í bíl og náði á einhvern ótrúlegan hátt að keyra upp á spítala. Þar er tekið á móti mér og kemur strax í ljós að hnéð er fjórfalt og það er svart. Hnéð var allt yfirfullt af drullu og þessi heljarinnar sýking sem hafði grasserað eftir aðgerðina,“ segir Gummi Ben en ferill hans sem knattspyrnumaður einkenndist af miklum meiðslum þrátt fyrir að hafa náð frábærum árangri.

Klippa: Gummi Ben sá fram á að missa annan fótinn: Hnéð er fjórfalt og það er svart

Í viðtalinu segir Gummi Ben að öll stærstu lið Evrópu hafi verið að fylgjast með honum frá fimmtán ára aldri.

„Ég lá þarna inni í sex vikur og þá var mér tilkynnt að þeir væru alls ekkert viss um hvort þær næðu að losa sýkinguna úr án þess að vera með heljarinnar inngrip. Það væru sirka helmings líkur að þeir þyrftu að taka fótinn af við hné. Það eru ekkert sérstakar fréttir að fá, ég get alveg fullyrt það,“ segir Gummi en þetta er haustið 1996 og sumarið 1997 er hann aftur mættur út á fótboltavöllinn að spila með KR.

Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.