Ekki forsvaranlegt að leggja allan kostnað á ferðamenn Sylvía Hall skrifar 9. júlí 2020 15:37 Páll Þórhallsson og Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi í dag. Lögreglan Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, segir kostnaðaráætlun heilbrigðisráðuneytisins gera ráð fyrir að heildarútgjöld vegna skimana á landamærum séu 2,5 milljarðar. Miðað var við að skimunin stæði í hundrað daga og að tvö þúsund sýni yrðu tekin á dag. Kostnaðaráætlunin var til viðmiðunar þegar tekin var ákvörðun á því gjaldi sem ferðamenn þurfa að greiða fyrir skimun. Gjaldtakan átti að skila tveimur milljörðum ef miðað væri við tvö þúsund farþega á dag í hundrað daga sem greiddu um tíu þúsund krónur fyrir skimun. Á upplýsingafundi Almannavarna í dag sagði Páll að ástæðu þess að tekjuhliðin væri hálfum milljarði lægri en kostnaðarhliðin vera að ekki þótti forsvaranlegt að leggja allan fjárfestingarkostnað á ferðamenn sem koma hingað til lands. Í kostnaðarmatinu væri gert ráð fyrir kaupum á búnaði og öðrum innviðum sem mun nýtast lengur en skimun stendur yfir. Þá nefndi hann að einhver ávinningur fylgdi því að fá ferðamenn inn í landið á ný, til að mynda gjaldeyristekjur og fjölgun starfa í ferðaþjónustunni. Allt óvissu háð Tekjur vegna greiðsluþátttöku ferðamanna eiga að mæta útgjöldum ríkisins vegna launa starfsmanna sem sinna sýnatökum, búnaðar sem notaður er við skimanir, flutningskostnaðar, tölvubúnaðar og hugbúnaðarvinnu. Þá er einnig tekinn inn í matið kostnaður við greininguna sjálfa. Páll segir kostnaðaráætlunina vera viðmið en allt sé óvissu háð í þessum efnum og það komi sífellt betur í ljós. Hann gerir því ráð fyrir því að útreikningarnir verði endurskoðaðir fljótlega. Tekjurnar munu svo allar greiðast inn á reikning Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem mun sjá um að útdeila þeim milli þeirra stofnana og aðila sem koma að verkefninu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Rifrildi og þras um það sem hefði getað orðið Þras og rifrildi um það sem hefði getað orðiðÞórólfur Guðnason segir óvíst hvað hefði orðið ef ekki hefði verið ákveðið að skima við landamærin. 9. júlí 2020 15:12 Ýmislegt til í gagnrýni lækna en annað beinlínis rangt að mati Þórólfs Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir beindi sjónum sínum að gagnrýni ýmissa lækna á upplýsingafundi Almannavarna í dag. 9. júlí 2020 14:17 Svona var 84. upplýsingafundurinn Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag klukkan 14:00 í húsakynnum landlæknisembættisins að Katrínartúni 2. 9. júlí 2020 13:46 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, segir kostnaðaráætlun heilbrigðisráðuneytisins gera ráð fyrir að heildarútgjöld vegna skimana á landamærum séu 2,5 milljarðar. Miðað var við að skimunin stæði í hundrað daga og að tvö þúsund sýni yrðu tekin á dag. Kostnaðaráætlunin var til viðmiðunar þegar tekin var ákvörðun á því gjaldi sem ferðamenn þurfa að greiða fyrir skimun. Gjaldtakan átti að skila tveimur milljörðum ef miðað væri við tvö þúsund farþega á dag í hundrað daga sem greiddu um tíu þúsund krónur fyrir skimun. Á upplýsingafundi Almannavarna í dag sagði Páll að ástæðu þess að tekjuhliðin væri hálfum milljarði lægri en kostnaðarhliðin vera að ekki þótti forsvaranlegt að leggja allan fjárfestingarkostnað á ferðamenn sem koma hingað til lands. Í kostnaðarmatinu væri gert ráð fyrir kaupum á búnaði og öðrum innviðum sem mun nýtast lengur en skimun stendur yfir. Þá nefndi hann að einhver ávinningur fylgdi því að fá ferðamenn inn í landið á ný, til að mynda gjaldeyristekjur og fjölgun starfa í ferðaþjónustunni. Allt óvissu háð Tekjur vegna greiðsluþátttöku ferðamanna eiga að mæta útgjöldum ríkisins vegna launa starfsmanna sem sinna sýnatökum, búnaðar sem notaður er við skimanir, flutningskostnaðar, tölvubúnaðar og hugbúnaðarvinnu. Þá er einnig tekinn inn í matið kostnaður við greininguna sjálfa. Páll segir kostnaðaráætlunina vera viðmið en allt sé óvissu háð í þessum efnum og það komi sífellt betur í ljós. Hann gerir því ráð fyrir því að útreikningarnir verði endurskoðaðir fljótlega. Tekjurnar munu svo allar greiðast inn á reikning Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem mun sjá um að útdeila þeim milli þeirra stofnana og aðila sem koma að verkefninu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Rifrildi og þras um það sem hefði getað orðið Þras og rifrildi um það sem hefði getað orðiðÞórólfur Guðnason segir óvíst hvað hefði orðið ef ekki hefði verið ákveðið að skima við landamærin. 9. júlí 2020 15:12 Ýmislegt til í gagnrýni lækna en annað beinlínis rangt að mati Þórólfs Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir beindi sjónum sínum að gagnrýni ýmissa lækna á upplýsingafundi Almannavarna í dag. 9. júlí 2020 14:17 Svona var 84. upplýsingafundurinn Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag klukkan 14:00 í húsakynnum landlæknisembættisins að Katrínartúni 2. 9. júlí 2020 13:46 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Rifrildi og þras um það sem hefði getað orðið Þras og rifrildi um það sem hefði getað orðiðÞórólfur Guðnason segir óvíst hvað hefði orðið ef ekki hefði verið ákveðið að skima við landamærin. 9. júlí 2020 15:12
Ýmislegt til í gagnrýni lækna en annað beinlínis rangt að mati Þórólfs Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir beindi sjónum sínum að gagnrýni ýmissa lækna á upplýsingafundi Almannavarna í dag. 9. júlí 2020 14:17
Svona var 84. upplýsingafundurinn Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag klukkan 14:00 í húsakynnum landlæknisembættisins að Katrínartúni 2. 9. júlí 2020 13:46