Fótbolti

Pellegrini tekur við Real Betis

Ísak Hallmundarson skrifar
Pellegrini er kominn með nýtt starf. 
Pellegrini er kominn með nýtt starf.  getty/Marc Atkins

Manuel Pellegrini, fyrrum þjálfari Real Madrid og Manchester City, er kominn með nýtt starf og tekur nú við sem aðalþjálfari Real Betis í spænsku úrvalsdeildinni.

Pellegrini var rekinn frá West Ham United á Englandi í desember síðastliðnum, en nú hefur þessi 66 ára gamli Sílemaður skrifað undir samning við Betis til ársins 2023. 

Pellegrini vann ensku úrvalsdeildina með Manchester City árið 2014 en hann hefur auk Real Madrid þjálfað Malaga og Villarreal á Spáni við góðan orðstír.

Betis er sem stendur í 13. sæti deildarinnar og á hvorki möguleika á því að falla né að ná Evrópusæti. Það mun vera markmið liðsins að ná Evrópusæti á næstu leiktíð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×