Enski boltinn

Íslenski fáninn kominn upp á Goodison

Anton Ingi Leifsson skrifar
Íslenski fáninn í bakgrunni.
Íslenski fáninn í bakgrunni. vísir/getty

Það eru engir áhorfendur í enska boltanum, vegna kórónuveirufaraldursins, og því hafa ensku félögin þurft að leita ráða til að gera eitthvað við áhorfendastúkurnar.

Öll félögin hafa brugðið á það ráð að hafa sýndaráhorfendur í gegnum Zoom, eins og AGF byrjaði á í Danmörku, en einnig eru alls kyns fánar og annað í þeim dúr komið upp.

Everton hefur brugðið á það ráð að setja þjóðfána allra þeirra leikmanna sem spila með liðinu og þar var að sjálfsögðu íslenski fáninn eins og sjá má í færslu blaðamannsins Adam Jones á Liverpool Echo.

Gylfi Sigurðsson kom inn á sem varamaður í leiknum í gær, í fyrri hálfleik, en hann fékk meira lof fyrir frammistöðu sína í gær en gegn Tottenham fyrr í vikunni.

Everton er í 11. sæti deildarinnar með 45 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×