Innlent

Þriggja bíla árekstur við Stóru-Laxá

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Frá slysstað við Stóru-Laxá skammt frá Flúðum.
Frá slysstað við Stóru-Laxá skammt frá Flúðum. Vísir/Magnús Hlynur

Þrír slösuðust í þriggja bíla árekstri sem varð við Stóru-Laxá skammt frá Flúðum á fjórða tímanum í dag. Töluverðar skemmdir urðu á bílnunum en áverkar tveggja ökumannanna voru minniháttar en einn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur til aðhlynningar. 

Veginum hefur verið lokað á þeim kafla sem slysið varð. Umferðin er þung að sögn lögreglunnar og eru töluverðar tafir á umferð. Fólki er bent á að hægt sé að beygja inn Skálholtsafleggjarann til að komast á Flúðir. 

Útkall barst klukkan 15:36 og voru sjúkrabílar, lögreglulið og slökkvilið sent á vettvang. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar við gæslustörf þegar útkallið barst og var hún kölluð út. Þyrlan lenti á Landspítalanum klukkan hálf fimm. 

Fréttin var uppfærð klukkan 17:10.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×