Sport

Dagskráin í dag: Pepsi Max ásamt ítalska og spænska boltanum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Fagnar Ágúst Gylfason sínum öðrum sigri sem þjálfari Gróttu í dag?
Fagnar Ágúst Gylfason sínum öðrum sigri sem þjálfari Gróttu í dag? Vísir/Vilhelm

Það er nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag. 

Á Stöð 2 Sport sýnum við leik Gróttu og ÍA í Pepsi Max deild karla en bæði lið eru ágætis skriði þessa dagana. Skagamenn unnu ótrúlegan 4-1 sigur á Val að Hlíðarenda en gerðu 2-2 jafntefli við HK í síðustu umferð. Þá gerði Grótta ótrúlegt 4-4- jafntefli við HK áður en liðið vann frábæran sigur á Fjölni í síðustu umferð. Það verður því hart barist á Seltjarnarnesi í dag.

Stöð 2 Sport 2

Það er veisla á Stöð 2 Sport 2 þar sem fjórir leikir eru í beinni útsendingu. Stoke City fær Birmingham City í botnbaráttuslag í ensku B-deildinni. Levante fær Athletic Bilbao í heimsókn í spænsku úrvalsdeildinni. Einnig sýnum við leik Leganes og Valencia í beinni.

Stórleikur Napoli og AC Milan verður svo í beinni útsendingu eftir kvöldmat.

Stöð 2 Sport 3

Stöð 2 Sport heldur áfram að sýna beint frá Lengjudeildinni í fótbolta. Að þessu sinni sínum við leik ÍBV og Grindavikur en heimamenn eru á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir umdeildan sigur gegn Leikni Reykjavík í síðustu umferð. Á sama tíma gerði Grindavík 4-4 jafntfli við nágranna sína í Keflavík.

Allar beinar útsendingar má nálgast hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×