Sport

Dagskráin í dag: Stórleikur í Vesturbænum, Pepsi Max Tilþrifin og Lionel Messi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Íslandsmeistarar KR fá Breiðablik í heimsókn í dag.
Íslandsmeistarar KR fá Breiðablik í heimsókn í dag. Vísir/HAG

Það er nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Við sýnum stórleik Íslandsmeistara KR og Breiðabliks í beinni útstendingu í kvöld. Gestirnir úr Kópavogi eru á toppi Pepsi Max deildar karla en þeir hafa ekki enn tapað leik. Liðið hefur þó gert tvö jafntefli í röð og úthvíldir KR-ingar hugsa sér eflaust gott til glóðarinnar.

Eftir að leik lýkur verða Pepsi Max tilþrifin í beinni útsendingu en þar fer Kjartan Atli Kjartansson yfir öll helstu tilþrif 6. umferðar Pepsi Max deildarinnar.

Stöð 2 Sport 2

Við sýnum frá ástríðunni á Englandi en Oxford United og Wycombe Wanderers mætast í úrslitum umspilsins í ensku C-deildinni eða League 1 eins og hún kallast. Liðið sem landar sigri kemst upp í ensku B-deildina á næstu leiktíð. 

Stöð 2 Sport 3

Stórlið Real Madrid heimsækir Granda í spænsku úrvalsdeildinni. Madrid getur náð fjögurra stiga forystu en Barcelona lék á föstudaginn. Real færi þar af leiðandi langleiðina með að tryggja sér sigur í deildinni takist þeim að landa þremur stigum í dag.

Stöð 2 E-Sport

Öll mánudagskvöld koma þeir Óli Jóels, Kristján Einar, Tryggvi og Halldór Már og spila heitustu tölvuleikina hverju sinni. Léttleiki og hlátur einkenna mánudagskvöld GameTívi.

Dagskrá Stöðvar 2 Sport má finna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×