Villtir kettir fái lengra líf Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. júlí 2020 18:57 Áslaug Eyfjörð varaformaður Villikatta er mikill dýravinur og hefur bargað mörgum köttum í gegnum tíðina. Vísir/Baldur Tilveruréttur villtra katta á Íslandi yrði í fyrsta skipti viðurkenndur ef breyting á reglugerð um velferð gæludýra nær fram að ganga. En forleifauppgröftur hefur sannað að kötturinn hefur fylgt Íslendingum allt frá landnámi. Dýraverndunarsamtök hafa barist fyrir málinu í sex ár. Næstum því 360 umsagnir bárust í Samráðsgátt stjórnvalda um breytingu á reglugerð á velferð gæludýra þar sem bætt er inn að skráð félagasamtök sem hafa það að markmiði að stuðla að velferð villikatta er heimilt að merkja villiketti sem hafa verið geltir með því að fjarlægja lítinn hluta annars eyra slíkra katta. Þeim er líka heimilt að hafa villiketti í vörslum sínum í stuttan tíma að án þess að teljast umráðamaður dýranna og sleppa þeim aftur. Áslaug Eyfjörð varaformaður dýraverndunarsamtakanna Villikatta segir þetta mikla réttarbót. „Þetta mun hafa auðvelda starf samtakanna mjög mikið en þetta mun hafa þau áhrif að allri villikettir verða geldir enda vinnum við eftir TNR, að gelda fanga og sleppa.Við höfum hingað til tekið inn ketti til að gelda en þar sem þeir hafa ekki verið eyrnarmerktir hefur það verið erfitt því við höfum ekki getað þekkt þá úr. Það er slæmt að að trufla kettina með því að fanga og athuga hvort þeir hafi verið geldir. Okkar markmið er að fækka villiköttum og það hefur verið raunin þar sem slík regla hefur gilt erlendis,“ segir Áslaug. Kettirnir hafa hingað til verið aflífaðir í mörgum sveitarfélögum að sögn Áslaugar. „Í reglugerðinni eins og hún lítur út núna hefur verið heimilt að fanga villta ketti og aflífa en það teljum við ekki boðlegt og höfum ásamt öðrum dýraverndunarsamtökum barist fyrir þessu í sex ár. Villtir kettir þurfa að eiga sín réttindi. Þeir hafa fylgt landanum frá örófi alda og studdu áður fyrr við heimilishaldið með því að veiða rottur og mýs. Við viljum koma í veg fyrir óþarfa kettlingadauða, gefa þeim mat og koma þeim í skjól. Það eru mörg villikattabú t.d. á höfuðborgarsvæðinu og margir sjálfboðaliðar sem gefa þeim skjól og mat.“ Heimiliskötturinn faldi sig undir borði meðan eigandinn var í viðtali.Vísir/Baldur Áslaug veitir gjarnan villtum köttum skjól heima hjá sér og þar dvelja nú 14 kettir. „Ég tek aðallega villtar læður og mannvin kettlingana sem fæðast. Það er svo margt róandi og gott við ketti. Þú hlustar á malið og ferð alveg í Zen,“ segir Áslaug. Hún segir það vera eigendavandamál þegar kettir veiða fugla. „Ef þú leikur nóg við köttinn þinn og gefur honum nóg að borða eru miklu minni líkur á að hann fari út að veiða fugla. Þá eiga kettir að vera með skerm á vorin svo þeir komist ekki í fuglana,“ segir Áslaug kattakona að lokum. Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
Tilveruréttur villtra katta á Íslandi yrði í fyrsta skipti viðurkenndur ef breyting á reglugerð um velferð gæludýra nær fram að ganga. En forleifauppgröftur hefur sannað að kötturinn hefur fylgt Íslendingum allt frá landnámi. Dýraverndunarsamtök hafa barist fyrir málinu í sex ár. Næstum því 360 umsagnir bárust í Samráðsgátt stjórnvalda um breytingu á reglugerð á velferð gæludýra þar sem bætt er inn að skráð félagasamtök sem hafa það að markmiði að stuðla að velferð villikatta er heimilt að merkja villiketti sem hafa verið geltir með því að fjarlægja lítinn hluta annars eyra slíkra katta. Þeim er líka heimilt að hafa villiketti í vörslum sínum í stuttan tíma að án þess að teljast umráðamaður dýranna og sleppa þeim aftur. Áslaug Eyfjörð varaformaður dýraverndunarsamtakanna Villikatta segir þetta mikla réttarbót. „Þetta mun hafa auðvelda starf samtakanna mjög mikið en þetta mun hafa þau áhrif að allri villikettir verða geldir enda vinnum við eftir TNR, að gelda fanga og sleppa.Við höfum hingað til tekið inn ketti til að gelda en þar sem þeir hafa ekki verið eyrnarmerktir hefur það verið erfitt því við höfum ekki getað þekkt þá úr. Það er slæmt að að trufla kettina með því að fanga og athuga hvort þeir hafi verið geldir. Okkar markmið er að fækka villiköttum og það hefur verið raunin þar sem slík regla hefur gilt erlendis,“ segir Áslaug. Kettirnir hafa hingað til verið aflífaðir í mörgum sveitarfélögum að sögn Áslaugar. „Í reglugerðinni eins og hún lítur út núna hefur verið heimilt að fanga villta ketti og aflífa en það teljum við ekki boðlegt og höfum ásamt öðrum dýraverndunarsamtökum barist fyrir þessu í sex ár. Villtir kettir þurfa að eiga sín réttindi. Þeir hafa fylgt landanum frá örófi alda og studdu áður fyrr við heimilishaldið með því að veiða rottur og mýs. Við viljum koma í veg fyrir óþarfa kettlingadauða, gefa þeim mat og koma þeim í skjól. Það eru mörg villikattabú t.d. á höfuðborgarsvæðinu og margir sjálfboðaliðar sem gefa þeim skjól og mat.“ Heimiliskötturinn faldi sig undir borði meðan eigandinn var í viðtali.Vísir/Baldur Áslaug veitir gjarnan villtum köttum skjól heima hjá sér og þar dvelja nú 14 kettir. „Ég tek aðallega villtar læður og mannvin kettlingana sem fæðast. Það er svo margt róandi og gott við ketti. Þú hlustar á malið og ferð alveg í Zen,“ segir Áslaug. Hún segir það vera eigendavandamál þegar kettir veiða fugla. „Ef þú leikur nóg við köttinn þinn og gefur honum nóg að borða eru miklu minni líkur á að hann fari út að veiða fugla. Þá eiga kettir að vera með skerm á vorin svo þeir komist ekki í fuglana,“ segir Áslaug kattakona að lokum.
Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira