„Treysti almættinu alveg fyrir ákvörðun hennar“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. júlí 2020 13:30 Oscar Leone hefur verið að vekja mikla athygli að undanförnu fyrir tónlist sína. „Lagið samdi ég í einhverju sjálfsvorkunnarkasti þótt það sé erfitt að trú því við fyrstu hlustun. Lagið er hljómþýtt og fullt af spígsporandi jákvæðni sem auðvelt er að syngja með. Efnistökin sjálf, sem eru nokkuð þung þar sem verið er að gera upp erfiðar tilfinningar, eru í raun í bullandi andstæðu við létta sumarlega tónlistina, hún er í amerískum folk-poppstíl en sækir einnig mikið í indírokk og gospell,“ segir tónlistarmaðurinn Pétur Óskar Sigurðsson, sem margir þekkja sem Oscar Leone, en hann var að gefa út lagið Lion. „Lagið er, eins og svo oft áður, um stúlku og viðskilnað okkar. Á þessum tíma fannst mér hún hafa veðjað á rangan hest en nú eru þrjú ár liðin síðan ég samdi lagið og ég treysti almættinu alveg fyrir ákvörðun hennar. Ég trúi ekki að neinar tilviljanir enda fæddist þetta lag upp sambandsslitunum og öðrum erfiðum samskiptum sem ég átti í á þessum tíma.“ Pétur Óskar er í stjörnumerkinu Ljón og þaðan kemur nafn lagsins. „Það er bæði stjörnumerkið mitt og manngerðin mín. Ég valdi mér listamannanafnið Oscar Leone því ljónið hættir aldrei, þótt á móti blási. Þetta er mitt eldmerki sem fleytir mér áfram í lífinu og það er einmitt það sem þetta lag fjallar um; að halda alltaf áfram. Lífið snýst ekkert alltaf um að leika sér og drekka kakó. Hvort sem ég er á leið gegnum dimmu dalina eða uppi á fallegu fjallstoppunum þá er alltaf stutt að sækja í vonina. En líka töffaraskapinn. Að bíta á jaxlinn og gera allt sem hægt er að gera til að halda sér gangandi en vera á sama trúr sjálfum sér.“ Það var Arnar Guðjónsson sem pródúseraði lagið. „Lifandi flutningur er í höndum hljómsveitar sem skipuð er af miklu hæfileikafólki. Það eru þau Kristján Gilbert á gítar (sem hefur verið mín hægri hönd frá byrjun), Íris Lóa Eskin sem syngur með mér, Hálfdán Árnason á bassa, Jón Valur sem grípur í öll þau hljóðfæri sem hugsast getur og Kristófer Nökkvi Sigurðsson á trommur. Fylgist með á samfélagsmiðlum til að sjá hvenær næstu tónleikar verða haldnir.“ Hér að neðan má hlusta á lagið. Pétur Óskar mætti í spjallþátt Gumma Ben fyrir ekki svo löngu og tók þá lagið vinsæla Superstar. Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Veldu flottasta garð landsins Lífið samstarf Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Fleiri fréttir „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Sjá meira
„Lagið samdi ég í einhverju sjálfsvorkunnarkasti þótt það sé erfitt að trú því við fyrstu hlustun. Lagið er hljómþýtt og fullt af spígsporandi jákvæðni sem auðvelt er að syngja með. Efnistökin sjálf, sem eru nokkuð þung þar sem verið er að gera upp erfiðar tilfinningar, eru í raun í bullandi andstæðu við létta sumarlega tónlistina, hún er í amerískum folk-poppstíl en sækir einnig mikið í indírokk og gospell,“ segir tónlistarmaðurinn Pétur Óskar Sigurðsson, sem margir þekkja sem Oscar Leone, en hann var að gefa út lagið Lion. „Lagið er, eins og svo oft áður, um stúlku og viðskilnað okkar. Á þessum tíma fannst mér hún hafa veðjað á rangan hest en nú eru þrjú ár liðin síðan ég samdi lagið og ég treysti almættinu alveg fyrir ákvörðun hennar. Ég trúi ekki að neinar tilviljanir enda fæddist þetta lag upp sambandsslitunum og öðrum erfiðum samskiptum sem ég átti í á þessum tíma.“ Pétur Óskar er í stjörnumerkinu Ljón og þaðan kemur nafn lagsins. „Það er bæði stjörnumerkið mitt og manngerðin mín. Ég valdi mér listamannanafnið Oscar Leone því ljónið hættir aldrei, þótt á móti blási. Þetta er mitt eldmerki sem fleytir mér áfram í lífinu og það er einmitt það sem þetta lag fjallar um; að halda alltaf áfram. Lífið snýst ekkert alltaf um að leika sér og drekka kakó. Hvort sem ég er á leið gegnum dimmu dalina eða uppi á fallegu fjallstoppunum þá er alltaf stutt að sækja í vonina. En líka töffaraskapinn. Að bíta á jaxlinn og gera allt sem hægt er að gera til að halda sér gangandi en vera á sama trúr sjálfum sér.“ Það var Arnar Guðjónsson sem pródúseraði lagið. „Lifandi flutningur er í höndum hljómsveitar sem skipuð er af miklu hæfileikafólki. Það eru þau Kristján Gilbert á gítar (sem hefur verið mín hægri hönd frá byrjun), Íris Lóa Eskin sem syngur með mér, Hálfdán Árnason á bassa, Jón Valur sem grípur í öll þau hljóðfæri sem hugsast getur og Kristófer Nökkvi Sigurðsson á trommur. Fylgist með á samfélagsmiðlum til að sjá hvenær næstu tónleikar verða haldnir.“ Hér að neðan má hlusta á lagið. Pétur Óskar mætti í spjallþátt Gumma Ben fyrir ekki svo löngu og tók þá lagið vinsæla Superstar.
Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Veldu flottasta garð landsins Lífið samstarf Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Fleiri fréttir „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög