„Ísland… gerðu það, fyrirgefðu okkur!“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júlí 2020 14:31 Þau Mirek og Ksenija voru einkar ánægð með Íslandsdvölina. Hér eru þau við Skógafoss. Ksenija Olmer/@crazyparentstravel „Ísland, okkur skjátlaðist um þig! Gerðu það, fyrirgefðu okkur. Við munum syngja þér lofsöng og iðrast, til eilífðarnóns.“ Svona hefst nýjasta færsla hjónanna og ferðabloggaranna Mireks og Kseniju, sem halda úti bloggsíðunni Crazy Parents Travel. Þau ferðuðust hingað til lands þann 17. júní síðastliðinn, tveimur dögum eftir að skimun fyrir kórónuveirunni hófst á Keflavíkurflugvelli. Lesa má úr upphafsorðum færslunnar að þau hafi hrifist mjög af Íslandi. Þau segja Ísland aldrei hafa verið ofarlega á óskalista sínum yfir áfangastaði. Þar hafi spilað inn í hve dýrt sé að vera hér, og gífurlegur fjöldi ferðamanna víðs vegar um landið. Hins vegar hafi kórónuveirufaraldurinn breytt skoðun þeirra. „Á þessu ruglaða ferðaári 2020, var Ísland tómt, rétt eins og öll önnur lönd á heimskringlunni. Munurinn er sá að Íslandi tókst ótrúlega vel að berjast við Covid-19 og var því reiðubúið að opna landið fyrir ferðamönnum,“ skrifa þau. Þau Mirek, sem er frá hinni sálugu Tékkóslóvakíu, og Ksenija, sem er frá Slóveníu, eru mikið ferðafólk, ef marka má bloggsíðu þeirra. Þau eru búsett í Bandaríkjunum, en auk heimalanda sinna eiga þau ríkisfang þar. Þau hafa frá árinu 2018 ferðast um heiminn, eftir að hafa komist á eftirlaun. Íslenski hesturinn er oftar en ekki viðfangsefni erlendra ferðamanna sem búnir eru myndavélum.Ksenija Olmer @crazyparentstravel Seinbúið sólarlag eða snemmbúin sólarupprás? „Þrátt fyrir mikinn skjálfta (mun vélin fara í loftið, mun flugfélagið fara í þrot, verður okkur hleypt inn?) var vélinni okkar mætt af skilvirkni og hraða. Eftir tvö snögg kórónuveirupróf, sem voru óþægileg, en ókeypis og algjörlega þess virði, vorum við komin inn.“ Þau lýsa því þá að þegar á bílaleiguna var komið hafi stúlkan í afgreiðslunni verið svo ánægð að sjá viðskiptavini, að hún hafi látið þau hafa þrefalda uppfærslu á bílinn sem þau leigðu upphaflega. „Og þá héldum við inn í síðbúið sólarlag, eða, reyndar snemmbúna sólarupprás“ Þá lýsa þau bílferðinni um landið, og hvernig þau gátu keyrt á hvaða tíma sólarhringsins sem var, á svo gott sem tómum vegum. „Þeir fáu innlendu bílar sem við rákumst á þutu fram hjá okkur, eða tóku strax fram úr okkur, heimsku túristunum sem virtu hraðatakmarkanir.“ Allar myndir sem hjónin birta af ferðalögum sínum eru teknar á iPhone-síma.Ksenija Olmer/@crazyparentstravel Erfitt að bruna hringinn þegar margt ber fyrir augu Ferðaplan þeirra Mireks og Kseniju var einfalt. Að keyra hringveginn. „Fræðilega væri hægt að keyra þessa litlu 1.332 kílómetra á fáeinum dögum, en með lotningarfullan ljósmyndarann í farþegasætinu voru áningarnar ansi margar. Hvernig var annað hægt?“ Þá segjast þau hafa bætt tveimur dögum við dvöl sína á Snæfellsnesi og ákveðið að takmarka dvölina í Reykjavík við einn dag. Nokkrir auka daga hefðu verið vel þegnir, en það sé víst alltaf þannig þegar maður ferðast. „Aldrei höfum við náð að sofa jafn lítið á ferðalögum okkar. Loksins þegar gengið var til hvílu, var ómögulegt að loka augunum. Sýningin fyrir utan gluggann var stanslaus og síbreytileg,“ skrifa þau, og vísa þar til þess þegar íslenska kvöldsólin slær litríkum bjarma á skýin og himinhvolfin. „Alltaf þegar maður hélt að sólin væri sest í bleikt, fjólublátt og appelsínugult haf, brutu sólargeislarnir sér leið í gegn um skýin eða þokuna og sólin tók að rísa á ný.“ Hrifin af fossum landsins Þau segjast þrátt fyrir vonda veðurspá hafa verið heppin, og aðeins hafi rignt lítinn hluta af ferðinni. Einn daginn hafi meira að segja verið 24 gráðu hiti, sem þau mátu sem góðan tíma til þess að fara úr dúnjökkum sínum. Þau Mirek og Ksenija heimsóttu fjölmarga staði, sem almennt eru vinsælir meðal erlendra ferðamanna hér á landi. Virðast þau einkar hrifin af fossum, og má þar nefna Gullfoss, Skógafoss, Seljalandsfoss og Hengifoss. Undir Seljalandsfossi.Ksenija Olmer/@crazyparentstravel Hér má nálgast bloggsíðu þeirra hjóna, sem er uppfærð reglulega með nýjustu ferðasögunum hverju sinni. Þegar blaðamaður hafði samband við þau voru þau komin til Kaliforníu í Bandaríkjunum, en Ísland var fyrsti áfangastaður þeirra frá því faraldurs kórónuveiru fór að gæta í Evrópu. Síðan þá höfðu þau verið föst í Prag, höfuðborg Tékklands, en héldu eins og áður segir til Íslands þann 17. júní síðastliðinn. Fleiri myndir af ferðalögum þeirra hjóna, sem allar eru teknar á iPhone-síma, má nálgast á Instagram-síðu þeirra, @crazyparentstravel. View this post on Instagram A post shared by Travel w. Ksenija&Mirek Olmer (@crazyparentstravel) on Jul 3, 2020 at 1:45am PDT Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið
„Ísland, okkur skjátlaðist um þig! Gerðu það, fyrirgefðu okkur. Við munum syngja þér lofsöng og iðrast, til eilífðarnóns.“ Svona hefst nýjasta færsla hjónanna og ferðabloggaranna Mireks og Kseniju, sem halda úti bloggsíðunni Crazy Parents Travel. Þau ferðuðust hingað til lands þann 17. júní síðastliðinn, tveimur dögum eftir að skimun fyrir kórónuveirunni hófst á Keflavíkurflugvelli. Lesa má úr upphafsorðum færslunnar að þau hafi hrifist mjög af Íslandi. Þau segja Ísland aldrei hafa verið ofarlega á óskalista sínum yfir áfangastaði. Þar hafi spilað inn í hve dýrt sé að vera hér, og gífurlegur fjöldi ferðamanna víðs vegar um landið. Hins vegar hafi kórónuveirufaraldurinn breytt skoðun þeirra. „Á þessu ruglaða ferðaári 2020, var Ísland tómt, rétt eins og öll önnur lönd á heimskringlunni. Munurinn er sá að Íslandi tókst ótrúlega vel að berjast við Covid-19 og var því reiðubúið að opna landið fyrir ferðamönnum,“ skrifa þau. Þau Mirek, sem er frá hinni sálugu Tékkóslóvakíu, og Ksenija, sem er frá Slóveníu, eru mikið ferðafólk, ef marka má bloggsíðu þeirra. Þau eru búsett í Bandaríkjunum, en auk heimalanda sinna eiga þau ríkisfang þar. Þau hafa frá árinu 2018 ferðast um heiminn, eftir að hafa komist á eftirlaun. Íslenski hesturinn er oftar en ekki viðfangsefni erlendra ferðamanna sem búnir eru myndavélum.Ksenija Olmer @crazyparentstravel Seinbúið sólarlag eða snemmbúin sólarupprás? „Þrátt fyrir mikinn skjálfta (mun vélin fara í loftið, mun flugfélagið fara í þrot, verður okkur hleypt inn?) var vélinni okkar mætt af skilvirkni og hraða. Eftir tvö snögg kórónuveirupróf, sem voru óþægileg, en ókeypis og algjörlega þess virði, vorum við komin inn.“ Þau lýsa því þá að þegar á bílaleiguna var komið hafi stúlkan í afgreiðslunni verið svo ánægð að sjá viðskiptavini, að hún hafi látið þau hafa þrefalda uppfærslu á bílinn sem þau leigðu upphaflega. „Og þá héldum við inn í síðbúið sólarlag, eða, reyndar snemmbúna sólarupprás“ Þá lýsa þau bílferðinni um landið, og hvernig þau gátu keyrt á hvaða tíma sólarhringsins sem var, á svo gott sem tómum vegum. „Þeir fáu innlendu bílar sem við rákumst á þutu fram hjá okkur, eða tóku strax fram úr okkur, heimsku túristunum sem virtu hraðatakmarkanir.“ Allar myndir sem hjónin birta af ferðalögum sínum eru teknar á iPhone-síma.Ksenija Olmer/@crazyparentstravel Erfitt að bruna hringinn þegar margt ber fyrir augu Ferðaplan þeirra Mireks og Kseniju var einfalt. Að keyra hringveginn. „Fræðilega væri hægt að keyra þessa litlu 1.332 kílómetra á fáeinum dögum, en með lotningarfullan ljósmyndarann í farþegasætinu voru áningarnar ansi margar. Hvernig var annað hægt?“ Þá segjast þau hafa bætt tveimur dögum við dvöl sína á Snæfellsnesi og ákveðið að takmarka dvölina í Reykjavík við einn dag. Nokkrir auka daga hefðu verið vel þegnir, en það sé víst alltaf þannig þegar maður ferðast. „Aldrei höfum við náð að sofa jafn lítið á ferðalögum okkar. Loksins þegar gengið var til hvílu, var ómögulegt að loka augunum. Sýningin fyrir utan gluggann var stanslaus og síbreytileg,“ skrifa þau, og vísa þar til þess þegar íslenska kvöldsólin slær litríkum bjarma á skýin og himinhvolfin. „Alltaf þegar maður hélt að sólin væri sest í bleikt, fjólublátt og appelsínugult haf, brutu sólargeislarnir sér leið í gegn um skýin eða þokuna og sólin tók að rísa á ný.“ Hrifin af fossum landsins Þau segjast þrátt fyrir vonda veðurspá hafa verið heppin, og aðeins hafi rignt lítinn hluta af ferðinni. Einn daginn hafi meira að segja verið 24 gráðu hiti, sem þau mátu sem góðan tíma til þess að fara úr dúnjökkum sínum. Þau Mirek og Ksenija heimsóttu fjölmarga staði, sem almennt eru vinsælir meðal erlendra ferðamanna hér á landi. Virðast þau einkar hrifin af fossum, og má þar nefna Gullfoss, Skógafoss, Seljalandsfoss og Hengifoss. Undir Seljalandsfossi.Ksenija Olmer/@crazyparentstravel Hér má nálgast bloggsíðu þeirra hjóna, sem er uppfærð reglulega með nýjustu ferðasögunum hverju sinni. Þegar blaðamaður hafði samband við þau voru þau komin til Kaliforníu í Bandaríkjunum, en Ísland var fyrsti áfangastaður þeirra frá því faraldurs kórónuveiru fór að gæta í Evrópu. Síðan þá höfðu þau verið föst í Prag, höfuðborg Tékklands, en héldu eins og áður segir til Íslands þann 17. júní síðastliðinn. Fleiri myndir af ferðalögum þeirra hjóna, sem allar eru teknar á iPhone-síma, má nálgast á Instagram-síðu þeirra, @crazyparentstravel. View this post on Instagram A post shared by Travel w. Ksenija&Mirek Olmer (@crazyparentstravel) on Jul 3, 2020 at 1:45am PDT
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið