Sport

Dag­skráin í dag: Stúkan og topp­bar­áttan í ensku B-deildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Spekingarnir ásamt Guðmundi Benediktssyni.
Spekingarnir ásamt Guðmundi Benediktssyni. mynd/vísir

Tvær beinar útsendingar eru á dagskrá á íþróttarásum Stöðvar 2 Sports í dag; ein frá Íslandi og ein frá Englandi.

WBA og Fulham mætast klukkan 16.00 en þessi leikur er gífurlega mikilvægur í toppbaráttu ensku B-deildarinnar.

WBA er í 2. sætinu með 81 stig en efstu tvö liðin fara beint upp í úrvalsdeildina. Fulham er í 4. sætinu með 76 stig en liðin í 3. til 6. sæti fara í umspilið fræga.

Klukkan 21.15 er svo komið að Pepsi Max-stúkunni þar sem Guðmundur Benediktsson fer yfir umferðina ásamt spekingum. Í settinu í kvöld verða þeir Þorkell Máni Pétursson og Sigurvin Ólafsson.

Þeir munu gera upp 6. umferðina sem kláraðist í gær með fjórum leikjum en tveir leikir fóru fram á sunnudagskvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×