Íslenski boltinn

Sjáðu sigurmark Arnórs Borg Guðjohnsen og tvennu Pablo sem afgreiddi Blika

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
KR-ingar fagna marki Stefáns Árna Geirssonar í gær og þar á meðal er Pablo Punyed sem átti eftir að skora tvö mörk í leiknum.
KR-ingar fagna marki Stefáns Árna Geirssonar í gær og þar á meðal er Pablo Punyed sem átti eftir að skora tvö mörk í leiknum. Vísir/Bára

Fylkir og KR komust upp fyrir Blika og í tvö efstu sæti Pepsi Max deildar karla í fótbolta eftir góða sigra í sjöttu umferðinni í gærkvöldi.

Fylkir og KR eru bæði með tólf stig en Fylkismenn eru ofar á markatölu og sitja því í toppsætinu næstu dagana.

Fylkismenn sóttu þrjú stig í Kaplakrikann með því að vinna FH 2-1. Þórður Gunnar Hafþórsson kom Fylki í 1-0 og varamaðurinn Arnór Borg Guðjohnsen tryggði Árbæjarliðinu svo sigurinn fjórum mínútum eftir að hann kom inn á völlinn og fimm mínútum eftir að Daníel Hafsteinsson hafði jafnað metin fyrir FH.

Arnór Borg Guðjohnsen var nálægt því að skora með sinni fyrstu snertingu í sínum fyrsta leik í sumar en hafði síðan þurft að bíða aðeins eftir fyrsta markinu í Pepsi Max deildinni. Það kom hins vegar á besta tíma fyrir Fylki og kom liðinu á toppinn.

Hinn tvítugi Stefán Árni Geirsson var óvænt í byrjunarliði KR í 3-1 sigri á toppliði Breiðabliks og þakkaði traustið með því að skora fyrsta mark leiksins á annarri mínútu.

Það var aftur á móti El Salvadorinn Pablo Punyed sem gerði útslagið með tveimur mörkum en á milli þeirra minnkaði Höskuldur Gunnlaugsson muninn í 2-1.

Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr þessum tveimur skemmtilegum fótboltaleikjum í gær.

Klippa: Mörkin úr leik KR og Breiðabliks
Klippa: Mörkin úr leik FH og Fylkis



Fleiri fréttir

Sjá meira


×