Enski boltinn

Einn harðasti stuðningsmaður Liverpool er fimmtug norsk kona

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nina Babsy Løyning í einni af heimsóknum sínum á Anfield.
Nina Babsy Løyning í einni af heimsóknum sínum á Anfield. Mynd/Instagram

Stuðningsmenn Liverpool biðu í meira en þrjátíu ár eftir Englandsmeistaratitlinum og titlinum hefur fagnað út um allan heim.

Norðmenn elska enska boltann eins og við Íslendingar og líf sumra þeirra snýst algjörlega um sitt lið í ensku úrvalsdeildinni.

Hin norska Nina Babsy Løyning er eins harður stuðningsmaður Liverpool og þeir gerast og það fer ekkert framhjá neinum með hverjum hún heldur.

TV2 fjallaði aðeins um Nina Babsy Løyning og hvernig líf hennar snýst um Liverpool Football Club eins og sjá má hér fyrir neðan.

Nina Babsy Løyning er fjögurra barna móðir en hún elskar Liverpool og það að prjóna. Hún sameinar þessi áhugamál sín yfir leikjum liðsins.

Nina prjónar hverja Liverpool flíkina á fætur annarri og dreymir um að gefa út bókina „You will never knit alone“ með hugmyndum sínum af prjónuðum Liverpool flíkum.

Nina Babsy Løyning er einnig búin að merkja sig og sitt með Liverpool. Liverpool merkið er á húddinu á bílnum hennar, húsið hennar er fullt af Liverpool dóti og þá er hún með risa Liverpool-húðflúr á bakinu.

Þar stendur með stórum stöfum „You will never walk alone“ og undir er talan 96 til minningar um stuðningsmenn Liverpool sem létust í Hillsborough harmleiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×