Þjóðhátíð formlega aflýst Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. júlí 2020 15:44 Engin formleg dagskrá verður í Herjólfsdal í ár, að minnsta kosti ekki á vegum Þjóðhátíðarnefndar. Vísir/sigurjón Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefur verið blásin af með einu og öllu. „ÍBV mun ekki standa fyrir einum einasta viðburði um Verslunarmannahelgina; hvort sem um er að ræða dansleiki, tónleika, brennu, brekkusöng eða hvað eina,“ segir í yfirlýsingu frá Þjóðhátíðarnefnd sem send var fjölmiðlum nú seinni partinn. Með ákvörðun sinni vill Þjóðhátíðarnefnd sýna „fulla ábyrgð og taka af allan vafa um að ÍBV muni standa fyrir viðburði sem kynni að storka fjöldatakmörkunum.“ Eins og fram hefur komið munu 500 manna samkomutakmörk vera í gildi á Íslandi út ágústmánuð, en eins og venja er fer Þjóðhátíð fram fyrstu helgina í ágúst. Þau sem keypt hafa miða á Þjóðhátíð 2020 mun gefast kostur á að flytja miðann á næsta ár, „enda ljóst að miðaverð á Þjóðhátíð 2021 mun verða hærra en í ár,“ segir Þjóðhátíðarnefnd. Fólk mun þó geta farið fram á endurgreiðslu og standa vonir til að fyrirkomulag endurgreiðslna verði kynnt í lok mánaðar. „Ef fólk kýs að fá miðann sinn ekki endurgreiddan er slíkur stuðningur gríðarlega vel þeginn á þessum erfiðu tímum í rekstri barna- og unglingastarfs og ljóst að slíkur stuðningur hvetur okkur áfram til góðra verka. Einnig verður áfram í boði að kaupa miða á Þjóðhátíð 2020 fyrir þá sem vilja styrkja félagið.“ Þjóðhátíðarlagið og blaðið á sínum stað Þó svo að hátíðin fari ekki fram í ár kemur það ekki í veg fyrir að hið svokallaða Þjóðhátíðarlag ársins líti dagsins ljós. Það verður frumflutt í Brennslunni á FM957 á föstudaginn en höfundar lags og texta eru bræðurnir Ingólfur og Guðmundur Þórarinssynir. „Bræðurnir og Þjóðhátíðarnefnd voru algerlega sammála um að gefa út lagið þrátt fyrir þessi örlög,“ segir í fyrrnefndri yfirlýsingu. Þá mun Þjóðhátíðarblað Vestmannaeyja jafnframt koma út, þrátt fyrir að Þjóðhátíð falli niður. Áætlað er að blaðið komi út 31. júlí og verður hægt að nálgast blaðið í Eyjum og á fastalandinu. Gefst velunnurum Þjóðhátíðar þannig færi á að styðja við ÍBV með kaupum á blaðinu. Þjóðhátíð í Eyjum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefur verið blásin af með einu og öllu. „ÍBV mun ekki standa fyrir einum einasta viðburði um Verslunarmannahelgina; hvort sem um er að ræða dansleiki, tónleika, brennu, brekkusöng eða hvað eina,“ segir í yfirlýsingu frá Þjóðhátíðarnefnd sem send var fjölmiðlum nú seinni partinn. Með ákvörðun sinni vill Þjóðhátíðarnefnd sýna „fulla ábyrgð og taka af allan vafa um að ÍBV muni standa fyrir viðburði sem kynni að storka fjöldatakmörkunum.“ Eins og fram hefur komið munu 500 manna samkomutakmörk vera í gildi á Íslandi út ágústmánuð, en eins og venja er fer Þjóðhátíð fram fyrstu helgina í ágúst. Þau sem keypt hafa miða á Þjóðhátíð 2020 mun gefast kostur á að flytja miðann á næsta ár, „enda ljóst að miðaverð á Þjóðhátíð 2021 mun verða hærra en í ár,“ segir Þjóðhátíðarnefnd. Fólk mun þó geta farið fram á endurgreiðslu og standa vonir til að fyrirkomulag endurgreiðslna verði kynnt í lok mánaðar. „Ef fólk kýs að fá miðann sinn ekki endurgreiddan er slíkur stuðningur gríðarlega vel þeginn á þessum erfiðu tímum í rekstri barna- og unglingastarfs og ljóst að slíkur stuðningur hvetur okkur áfram til góðra verka. Einnig verður áfram í boði að kaupa miða á Þjóðhátíð 2020 fyrir þá sem vilja styrkja félagið.“ Þjóðhátíðarlagið og blaðið á sínum stað Þó svo að hátíðin fari ekki fram í ár kemur það ekki í veg fyrir að hið svokallaða Þjóðhátíðarlag ársins líti dagsins ljós. Það verður frumflutt í Brennslunni á FM957 á föstudaginn en höfundar lags og texta eru bræðurnir Ingólfur og Guðmundur Þórarinssynir. „Bræðurnir og Þjóðhátíðarnefnd voru algerlega sammála um að gefa út lagið þrátt fyrir þessi örlög,“ segir í fyrrnefndri yfirlýsingu. Þá mun Þjóðhátíðarblað Vestmannaeyja jafnframt koma út, þrátt fyrir að Þjóðhátíð falli niður. Áætlað er að blaðið komi út 31. júlí og verður hægt að nálgast blaðið í Eyjum og á fastalandinu. Gefst velunnurum Þjóðhátíðar þannig færi á að styðja við ÍBV með kaupum á blaðinu.
Þjóðhátíð í Eyjum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira