Nik Anthony: Held að hann hafi verið of fljótur að lyfta flagginu Þór Símon Hafþórsson skrifar 14. júlí 2020 21:51 Nik Chamberlain, er þjálfari Þróttar. Mynd/Þróttur „Að taka eitt stig gegn Selfossi er frábært. Að gera það á heimavelli og að halda hreinu er góður bónus líka,“ sagði Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, eftir markalaust jafntefli gegn sterku liði Selfyssinga í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. „Mér fannst við eiga þetta skilið. Þetta var jafn leikur og boltinn skoppaði endanna á milli og ég held að jafntefli sé bara sanngjörn úrslit,“ sagði Nik en bæði lið áttu fín færi í leiknum en náðu ekki að reka endahnútinn og finna netið. Þó var ansi stór ákvörðun sem átti sér stað á 70. mínútu sem kom mögulega í veg fyrir að Þróttur tæki öll þrjú stigin á boðstólnum. Þá kom sending fram sem stefndi á Lindu Líf, framherja Þrótts, en varnarmaður stökk vel framfyrir hana og skallaði boltann afturfyrir sig, beint í fætur Ólöfu Sigríði sem var þá sloppin ein inn fyrir vörn Selfoss. Línudómarinn hafði þá þegar flaggað rangstöðu á Lindu Líf þó svo að hún hafi aldrei komist nálægt boltanum en Ólöf var svo sannarlega ekki rangstæð. „Hann [Línudómarinn] sagði að hún hefði haft áhrif á leikinn en að mínu mati hafði varnarmaðurinn ekki hugmynd um að hún væri fyrir aftan hana. Mér fannst þetta vera röng ákvörðun,“ sagði Nik en bætti við að Ólöf hafði átt eftir að klára færið þannig ekki væri hægt að segja hvort þetta hafi tekið af þeim mark en telur engu að síður að línudómarinn hafi verið of fljótur á sér. „Ég held að hann hafi verið of fljótur að lyfta flagginu. Skiljanlega kannski þar sem hún virtist vera að fá boltann en mér finnst hann hefði mátt bíða í 2-3 sekúndur í viðbót til að sjá hvernig atvikið myndi þróast.“ Þróttur eru nýliðar í deildinni og margir bjuggust við að róðurinn yrði þungur í sumar en þær hafa byrjað mun betur bjartsýnustu menn gátu ímyndað sér. Liðið er nú í 7. sæti hafandi spilað nú þegar við lið á borð við Val, Fylki og Selfoss. „Við vissum hvað við gátum. Við vissum að við gætum komið mörgum á óvart. Nú þurfum við bara að halda áfram að sanna hvað við getum og halda áfram að bæta okkur. Það eru ennþá 13 leikir eftir.“ Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Þróttur - Selfoss 0-0 | Nýliðarnir náðu stigi á móti bikarmeisturunum Þróttur og Selfoss gerðu markalaust jafntefli í kvöld. 14. júlí 2020 21:05 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
„Að taka eitt stig gegn Selfossi er frábært. Að gera það á heimavelli og að halda hreinu er góður bónus líka,“ sagði Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, eftir markalaust jafntefli gegn sterku liði Selfyssinga í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. „Mér fannst við eiga þetta skilið. Þetta var jafn leikur og boltinn skoppaði endanna á milli og ég held að jafntefli sé bara sanngjörn úrslit,“ sagði Nik en bæði lið áttu fín færi í leiknum en náðu ekki að reka endahnútinn og finna netið. Þó var ansi stór ákvörðun sem átti sér stað á 70. mínútu sem kom mögulega í veg fyrir að Þróttur tæki öll þrjú stigin á boðstólnum. Þá kom sending fram sem stefndi á Lindu Líf, framherja Þrótts, en varnarmaður stökk vel framfyrir hana og skallaði boltann afturfyrir sig, beint í fætur Ólöfu Sigríði sem var þá sloppin ein inn fyrir vörn Selfoss. Línudómarinn hafði þá þegar flaggað rangstöðu á Lindu Líf þó svo að hún hafi aldrei komist nálægt boltanum en Ólöf var svo sannarlega ekki rangstæð. „Hann [Línudómarinn] sagði að hún hefði haft áhrif á leikinn en að mínu mati hafði varnarmaðurinn ekki hugmynd um að hún væri fyrir aftan hana. Mér fannst þetta vera röng ákvörðun,“ sagði Nik en bætti við að Ólöf hafði átt eftir að klára færið þannig ekki væri hægt að segja hvort þetta hafi tekið af þeim mark en telur engu að síður að línudómarinn hafi verið of fljótur á sér. „Ég held að hann hafi verið of fljótur að lyfta flagginu. Skiljanlega kannski þar sem hún virtist vera að fá boltann en mér finnst hann hefði mátt bíða í 2-3 sekúndur í viðbót til að sjá hvernig atvikið myndi þróast.“ Þróttur eru nýliðar í deildinni og margir bjuggust við að róðurinn yrði þungur í sumar en þær hafa byrjað mun betur bjartsýnustu menn gátu ímyndað sér. Liðið er nú í 7. sæti hafandi spilað nú þegar við lið á borð við Val, Fylki og Selfoss. „Við vissum hvað við gátum. Við vissum að við gætum komið mörgum á óvart. Nú þurfum við bara að halda áfram að sanna hvað við getum og halda áfram að bæta okkur. Það eru ennþá 13 leikir eftir.“
Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Þróttur - Selfoss 0-0 | Nýliðarnir náðu stigi á móti bikarmeisturunum Þróttur og Selfoss gerðu markalaust jafntefli í kvöld. 14. júlí 2020 21:05 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Leik lokið: Þróttur - Selfoss 0-0 | Nýliðarnir náðu stigi á móti bikarmeisturunum Þróttur og Selfoss gerðu markalaust jafntefli í kvöld. 14. júlí 2020 21:05