Kyle Walker vill vinna Meistaradeildina fyrir tvo liðsfélaga sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júlí 2020 10:00 David Silva hefur unnið nánast allt með Manchester City nema Meistaradeildina. Hann hefur unnið ensku deildina fjórum sinnum. Getty/Shaun Botterill Manchester City er kannski búið að missa Englandsmeistaratitilinn til Liverpool en liðið getur samt enn unnið fleiri titla á leiktíðinni eins og Meistaradeildina og enska bikarinn. Manchester City hefur safnað að sér titlum á síðustu árum en á enn eftir að vinna hina eftirsóttu Meistaradeild Evrópu. Manchester City vann 2-1 útisigur á Real Madrid í fyrri leik sextán liða úrslitanna en seinni leikurinn fór ekki fram vegna þess að öllu var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Meistaradeildin fer aftur af stað í næsta mánuði og City er vissulega í góðri stöðu á móti spænska stórliðinu. Með sigri tryggir Manchester City sér leik á móti Lyon eða Juventus í átta liða úrslitunum. Kyle Walker, varnarmaður Manchester City, segir að hann vilji vinna Meistaradeildina í ár fyrir tvo liðsfélaga sína sem eru á förum frá City eftir tímabilið. Kyle Walker says he wants to win the Champions League for two Man City teammateshttps://t.co/QDYJS0iC7D pic.twitter.com/cdimYd9dWC— Mirror Football (@MirrorFootball) July 14, 2020 Leikmennirnir eru þeir Fernandinho og David Silva og Walker telur að þeir eigi skilið að fá að handleika Meistaradeildarbikarinn áður en þeir hætta. Brasilíumaðurinn Fernandinho, sem er orðinn 35 ára, kom til Manchester City frá Shakhtar Donetsk árið 2013 og hefur leikið yfir 300 leiki fyrir félagið, bæði sem miðjumaður og varnarmaður. Spánverjinn David Silva, sem er 34 ára, er fyrir löngu orðin goðsögn hjá félaginu eftir að hafa spilað yfir 450 leiki með Manchester City og átt þátt í þeim í 215 mörkum liðsins. Silva hefur fjórum sinnum orðið enskur meistari með Manchester City. Báðir hafa þessir tveir unnið marga titla með félaginu á öllum þessum árum en þeir hafa hins vegar aldrei komist lengra en í undanúrslitin í Meistaradeildinni. „Fyrir nokkra leikmenn hjá okkur þá væri þetta frábær leið til að enda feril sinn hjá félaginu. Leikmenn eins og David Silva og Fernandinho. Það að þessir leikmenn hafi aldrei unnið Meistaradeildina finnst mér ekki passa og við skuldum þeim það að vinna Meistaradeildina,“ sagði Kyle Walker. „Við skuldum líka félaginu okkar að vinna Meistaradeildina, félagi sem hefur stutt við bakið á öllu leikmönnum og hjálpað þeim að afreka það sem þeir vildu. Félagið þarf á þessum titli að halda,“ sagði Kyle Walker. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Sjá meira
Manchester City er kannski búið að missa Englandsmeistaratitilinn til Liverpool en liðið getur samt enn unnið fleiri titla á leiktíðinni eins og Meistaradeildina og enska bikarinn. Manchester City hefur safnað að sér titlum á síðustu árum en á enn eftir að vinna hina eftirsóttu Meistaradeild Evrópu. Manchester City vann 2-1 útisigur á Real Madrid í fyrri leik sextán liða úrslitanna en seinni leikurinn fór ekki fram vegna þess að öllu var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Meistaradeildin fer aftur af stað í næsta mánuði og City er vissulega í góðri stöðu á móti spænska stórliðinu. Með sigri tryggir Manchester City sér leik á móti Lyon eða Juventus í átta liða úrslitunum. Kyle Walker, varnarmaður Manchester City, segir að hann vilji vinna Meistaradeildina í ár fyrir tvo liðsfélaga sína sem eru á förum frá City eftir tímabilið. Kyle Walker says he wants to win the Champions League for two Man City teammateshttps://t.co/QDYJS0iC7D pic.twitter.com/cdimYd9dWC— Mirror Football (@MirrorFootball) July 14, 2020 Leikmennirnir eru þeir Fernandinho og David Silva og Walker telur að þeir eigi skilið að fá að handleika Meistaradeildarbikarinn áður en þeir hætta. Brasilíumaðurinn Fernandinho, sem er orðinn 35 ára, kom til Manchester City frá Shakhtar Donetsk árið 2013 og hefur leikið yfir 300 leiki fyrir félagið, bæði sem miðjumaður og varnarmaður. Spánverjinn David Silva, sem er 34 ára, er fyrir löngu orðin goðsögn hjá félaginu eftir að hafa spilað yfir 450 leiki með Manchester City og átt þátt í þeim í 215 mörkum liðsins. Silva hefur fjórum sinnum orðið enskur meistari með Manchester City. Báðir hafa þessir tveir unnið marga titla með félaginu á öllum þessum árum en þeir hafa hins vegar aldrei komist lengra en í undanúrslitin í Meistaradeildinni. „Fyrir nokkra leikmenn hjá okkur þá væri þetta frábær leið til að enda feril sinn hjá félaginu. Leikmenn eins og David Silva og Fernandinho. Það að þessir leikmenn hafi aldrei unnið Meistaradeildina finnst mér ekki passa og við skuldum þeim það að vinna Meistaradeildina,“ sagði Kyle Walker. „Við skuldum líka félaginu okkar að vinna Meistaradeildina, félagi sem hefur stutt við bakið á öllu leikmönnum og hjálpað þeim að afreka það sem þeir vildu. Félagið þarf á þessum titli að halda,“ sagði Kyle Walker.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Sjá meira