Skipuleggja nýtt hverfi handan Skaftár við Kirkjubæjarklaustur Kristján Már Unnarsson skrifar 15. júlí 2020 10:17 Sveinn H. Jensson, hótelstjóri á Hótel Klaustri. Stöð 2/Einar Árnason. Nýtt hverfi fyrir fjörutíu íbúðir er í undirbúningi við Kirkjubæjarklaustur ásamt gestastofu og nýsköpunarsetri. Eigendur Hótels Klausturs standa að verkefninu en þeir segja mikinn húsnæðisskort á svæðinu. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Fyrir sextíu árum eða svo var Reykjavík orðin svo stór að menn sáu ekki annan kost en að fara út fyrir Elliðaár með að skipuleggja ný íbúðahverfi. Núna virðist hið sama vera að gerast á Kirkjubæjarklaustri, - nema þar heitir áin Skaftá sem menn eru að hugsa um að fara yfir. Nýja íbúðahverfið er skipulagt austan Skaftár, í landi Hæðargarðs.Teikning/ASK arkitektar. Svæðið er í landi Hæðargarðs, skammt frá gatnamótum hringvegarins og Landbrotsvegar. Þar vilja eigendur Hótels Klausturs reisa gestastofu en einnig nýtt íbúðahverfi. „Hér er náttúrlega alveg frábært útsýni og falleg kvöldsól – og sól fram eftir degi. Þannig að hér verður mjög gott að búa,“ segir Sveinn H. Jensson, hótelstjóri á Hótel Klaustri. 740 fermetra gestastofa verður stærsta byggingin í nýja hverfinu.Mynd/ASK arkitektar. Sveinn segir að húsnæðisskortur hafi verið viðvarandi á Klaustri en þar búa núna um 150 manns. „Við erum að áætla að bara fyrir okkar fyrirtæki, ef gott á að vera, þá þurfum við einar 20-30 íbúðir.“ 120 manna veitingasalur verður í gestastofunni með útsýni til Systrafoss og Kirkjubæjarklausturs.Mynd/ASK arkitekar. Og gera ráð fyrir lóðum undir 40 íbúðir sem einkum verða hugsaðar sem fyrstu kaup ungs fólks. „Þannig að íbúðirnar eru allt frá 70 til 120 fermetrar. Tiltölulega einfaldar og hagkvæmar í byggingu. Þannig að íbúðaverðið er ekkert hátt. Já, það verður mjög hagkvæmt fyrir ungt fólk að koma inn á svæðið og flytja inn,“ segir Sveinn. Stærsta byggingin verður þó 740 fermetra gestastofa með 120 manna veitingasal og kvikmyndasal þar sem heimildarmyndin Eldmessa verður látin rúlla á breiðtjaldi ásamt fleiri myndum sem tengjast héraðinu. Stuttmyndin Eldmessa, sem Hótel Klaustur kom að, verður sýnd í sal gestastofunnar.Mynd/ASK arkitektar. Gestastofunni er einnig ætlað að hýsa nýsköpunar- og þróunarsetur, í því skyni að laða að hæfileikaríkt fólk, að sögn Sveins. Klaustursmenn stefna að því að byrja sem fyrst eða um leið og aðstæður leyfa. „Við ætlum bara að bíða af okkur.. sem sagt covid og klára deiliskipulagið. Og þá munum við hefjast handa,“ segir hótelstjóri Klausturs. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Skaftárhreppur Ferðamennska á Íslandi Skipulag Tengdar fréttir Oddvitinn segir dásamlegt að sjá Íslendinga ferðast innanlands Ferðaþjónustan í Skaftárhreppi fékk á sig stóran skell, milli 30 og 40 prósent atvinnuleysi, þegar ferðamennirnir hættu að koma vegna kórónufaraldursins. Markmið ferðaþjónustunnar þar er núna að komast í gegnum árið. 2. júlí 2020 23:09 Segir rétta tímann núna til að reisa sex milljarða sveitahótel Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er byrjaður á sex milljarða króna framkvæmdum við hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Það verður langstærsti vinnustaður Skaftárhrepps. 9. júlí 2020 21:49 Skóflustunga tekin að nýrri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra tók á sunnudag fyrstu skóflustungu að nýrri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs sem mun rísa við Sönghól í landi Hæðargarðs sunnan Skaft 9. júní 2020 09:48 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Nýtt hverfi fyrir fjörutíu íbúðir er í undirbúningi við Kirkjubæjarklaustur ásamt gestastofu og nýsköpunarsetri. Eigendur Hótels Klausturs standa að verkefninu en þeir segja mikinn húsnæðisskort á svæðinu. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Fyrir sextíu árum eða svo var Reykjavík orðin svo stór að menn sáu ekki annan kost en að fara út fyrir Elliðaár með að skipuleggja ný íbúðahverfi. Núna virðist hið sama vera að gerast á Kirkjubæjarklaustri, - nema þar heitir áin Skaftá sem menn eru að hugsa um að fara yfir. Nýja íbúðahverfið er skipulagt austan Skaftár, í landi Hæðargarðs.Teikning/ASK arkitektar. Svæðið er í landi Hæðargarðs, skammt frá gatnamótum hringvegarins og Landbrotsvegar. Þar vilja eigendur Hótels Klausturs reisa gestastofu en einnig nýtt íbúðahverfi. „Hér er náttúrlega alveg frábært útsýni og falleg kvöldsól – og sól fram eftir degi. Þannig að hér verður mjög gott að búa,“ segir Sveinn H. Jensson, hótelstjóri á Hótel Klaustri. 740 fermetra gestastofa verður stærsta byggingin í nýja hverfinu.Mynd/ASK arkitektar. Sveinn segir að húsnæðisskortur hafi verið viðvarandi á Klaustri en þar búa núna um 150 manns. „Við erum að áætla að bara fyrir okkar fyrirtæki, ef gott á að vera, þá þurfum við einar 20-30 íbúðir.“ 120 manna veitingasalur verður í gestastofunni með útsýni til Systrafoss og Kirkjubæjarklausturs.Mynd/ASK arkitekar. Og gera ráð fyrir lóðum undir 40 íbúðir sem einkum verða hugsaðar sem fyrstu kaup ungs fólks. „Þannig að íbúðirnar eru allt frá 70 til 120 fermetrar. Tiltölulega einfaldar og hagkvæmar í byggingu. Þannig að íbúðaverðið er ekkert hátt. Já, það verður mjög hagkvæmt fyrir ungt fólk að koma inn á svæðið og flytja inn,“ segir Sveinn. Stærsta byggingin verður þó 740 fermetra gestastofa með 120 manna veitingasal og kvikmyndasal þar sem heimildarmyndin Eldmessa verður látin rúlla á breiðtjaldi ásamt fleiri myndum sem tengjast héraðinu. Stuttmyndin Eldmessa, sem Hótel Klaustur kom að, verður sýnd í sal gestastofunnar.Mynd/ASK arkitektar. Gestastofunni er einnig ætlað að hýsa nýsköpunar- og þróunarsetur, í því skyni að laða að hæfileikaríkt fólk, að sögn Sveins. Klaustursmenn stefna að því að byrja sem fyrst eða um leið og aðstæður leyfa. „Við ætlum bara að bíða af okkur.. sem sagt covid og klára deiliskipulagið. Og þá munum við hefjast handa,“ segir hótelstjóri Klausturs. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Skaftárhreppur Ferðamennska á Íslandi Skipulag Tengdar fréttir Oddvitinn segir dásamlegt að sjá Íslendinga ferðast innanlands Ferðaþjónustan í Skaftárhreppi fékk á sig stóran skell, milli 30 og 40 prósent atvinnuleysi, þegar ferðamennirnir hættu að koma vegna kórónufaraldursins. Markmið ferðaþjónustunnar þar er núna að komast í gegnum árið. 2. júlí 2020 23:09 Segir rétta tímann núna til að reisa sex milljarða sveitahótel Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er byrjaður á sex milljarða króna framkvæmdum við hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Það verður langstærsti vinnustaður Skaftárhrepps. 9. júlí 2020 21:49 Skóflustunga tekin að nýrri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra tók á sunnudag fyrstu skóflustungu að nýrri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs sem mun rísa við Sönghól í landi Hæðargarðs sunnan Skaft 9. júní 2020 09:48 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Oddvitinn segir dásamlegt að sjá Íslendinga ferðast innanlands Ferðaþjónustan í Skaftárhreppi fékk á sig stóran skell, milli 30 og 40 prósent atvinnuleysi, þegar ferðamennirnir hættu að koma vegna kórónufaraldursins. Markmið ferðaþjónustunnar þar er núna að komast í gegnum árið. 2. júlí 2020 23:09
Segir rétta tímann núna til að reisa sex milljarða sveitahótel Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er byrjaður á sex milljarða króna framkvæmdum við hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Það verður langstærsti vinnustaður Skaftárhrepps. 9. júlí 2020 21:49
Skóflustunga tekin að nýrri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra tók á sunnudag fyrstu skóflustungu að nýrri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs sem mun rísa við Sönghól í landi Hæðargarðs sunnan Skaft 9. júní 2020 09:48
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent