Segir kosningabaráttu Kanye West lokið Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. júlí 2020 10:54 Kanye West, með rauða derhúfu, á fundi með Donald Trump í forsetaskrifstofunni í október árið 2018. Ap/Evan Vucci Kosningabaráttu Kanye West er lokið, rúmri viku eftir að hún hófst. Þetta fullyrðir kosningaráðgjafinn Steve Kramer sem segist hafa unnið að kjöri tónlistarmannsins litskrúðuga. West tilkynnti um forsetaframboð sitt 5. júlí síðastliðinn. Í samtali við New York Magazine segir Kramer að tónlistarmanninum hafi verið full alvara með framboði sínu. Unnið hafi verið hörðum höndum að því að koma nafni hans á kjörseðilinn í Flórída og Suður-Karólínu. Rúmlega 180 manns hafi þannig reynt að safna undirskriftum fyrir West í ríkjunum tveimur til að tryggja að framboð hans næði fram að ganga. Allt hafi þó komið fyrir ekki. Kramer segir að starfslið West hafi vissulega verið vonsvikið með málalyktir, ekki aðeins vegna atvinnumissisins heldur jafnframt vegna þess að það hafði trú á framboði tónlistarmannsins. Forsetaframboð séu flókið og viðamikið verkefni, það sé alvanalegt að óreyndir frambjóðendur láti flækjustigið stöðva sig að sögn Kramer. Donald Trump hafi þannig margoft gælt við forsetaframboð áður en hann lét til skarar skríða árið 2015, með víðfrægum árangri. Rétt er þó að taka fram að engin formleg tilkynning hefur enn borist úr herbúðum West. Hann sendi síðast frá sér kosningatengt efni 9. júlí síðastliðinn, en á myndbandinu hér að neðan má sjá tónlistarmanninn skrá sig á kjörskrá. To vote click below https://t.co/LRJ8hC5rGi#2020VISION pic.twitter.com/MJOVGYYYvQ— ye (@kanyewest) July 9, 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tónlist Donald Trump Tengdar fréttir Kanye West segist ætla að bjóða sig fram til forseta Svo virðist sem að bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West hafi í hyggju að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í tísti frá West. 5. júlí 2020 08:05 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fleiri fréttir Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Sjá meira
Kosningabaráttu Kanye West er lokið, rúmri viku eftir að hún hófst. Þetta fullyrðir kosningaráðgjafinn Steve Kramer sem segist hafa unnið að kjöri tónlistarmannsins litskrúðuga. West tilkynnti um forsetaframboð sitt 5. júlí síðastliðinn. Í samtali við New York Magazine segir Kramer að tónlistarmanninum hafi verið full alvara með framboði sínu. Unnið hafi verið hörðum höndum að því að koma nafni hans á kjörseðilinn í Flórída og Suður-Karólínu. Rúmlega 180 manns hafi þannig reynt að safna undirskriftum fyrir West í ríkjunum tveimur til að tryggja að framboð hans næði fram að ganga. Allt hafi þó komið fyrir ekki. Kramer segir að starfslið West hafi vissulega verið vonsvikið með málalyktir, ekki aðeins vegna atvinnumissisins heldur jafnframt vegna þess að það hafði trú á framboði tónlistarmannsins. Forsetaframboð séu flókið og viðamikið verkefni, það sé alvanalegt að óreyndir frambjóðendur láti flækjustigið stöðva sig að sögn Kramer. Donald Trump hafi þannig margoft gælt við forsetaframboð áður en hann lét til skarar skríða árið 2015, með víðfrægum árangri. Rétt er þó að taka fram að engin formleg tilkynning hefur enn borist úr herbúðum West. Hann sendi síðast frá sér kosningatengt efni 9. júlí síðastliðinn, en á myndbandinu hér að neðan má sjá tónlistarmanninn skrá sig á kjörskrá. To vote click below https://t.co/LRJ8hC5rGi#2020VISION pic.twitter.com/MJOVGYYYvQ— ye (@kanyewest) July 9, 2020
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tónlist Donald Trump Tengdar fréttir Kanye West segist ætla að bjóða sig fram til forseta Svo virðist sem að bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West hafi í hyggju að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í tísti frá West. 5. júlí 2020 08:05 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fleiri fréttir Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Sjá meira
Kanye West segist ætla að bjóða sig fram til forseta Svo virðist sem að bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West hafi í hyggju að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í tísti frá West. 5. júlí 2020 08:05