Pepsi Max Stúkan: Heimir Guðjóns gæti eytt áratugum í að reyna að skilja Ólaf Karl án þess að fá niðurstöðu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júlí 2020 15:00 Ólafur Karl Finsen var með fimm mörk og fjórar stoðsendingar í tólf leikjum með Val í Pepsi Max deild karla í fyrra. Vísir/Bára Pepsi Max Stúkan velti fyrir sér leikmannahópi Valsliðsins á móti Stjörnunni á mánudagskvöldið en samkvæmt úttekt þeirra var bara einn eiginlegur framherji í hópnum hjá Hlíðarendaliðsins. Patrick Pedersen var samkvæmt uppstillingu Pepsi Max Stúkunnar eini hreinræktaði framherjinn í hóp Heimis Guðjónssonar. „Það var ekki mikið um svör á bekknum og ég held að við séum ekkert að ljúga með það,“ sagði Þorkell Máni Pétursson en leikurinn endaði eins og kunnugt er með markalausu jafntefli. „Það er einn mögulegur varasenter í þessu liði, fyrst að þið viljið láta mig fara tala um það og það er Ólafur karl Finsen. Hann var ekki í hópnum í síðasta leik,“ sagði Þorkell Máni. Heimir Guðjónsson var spurður út í fjarveru Ólafs Karls eftir leikinn og Guðmundur Benediktsson lét spila það brot. „Eins og ég hef sagt áður þá er hann bara að koma til baka eftir meiðsli. Það var tekin ákvörðun um það í gær að hafa hann utan hóps en hann er búinn að vera duglegur að æfa og er að komast í betra og betra stand,“ sagði Heimir Guðjónsson, „Ég ætla að vona að hann sé að komast í betra og betra stand því mig minnir að Heimir hafi sagt það nákvæmlega sama í fyrstu umferðinni, sagði Guðmundur Benediktsson. Ólafur Karl Finsen spilaði einn bikarleik á móti SR og kom síðan inn á sem varamaður á 86. mínútu í leiknum á móti Víkingi sem var síðasti leikur á undan Stjörnuleiknum. „Ég held að vandamálið sé, fyrst við erum nú að velta upp þessu sambandi Heimis og Ólafs Karls Finsen, þá held ég að Heimir Guðjónsson sé að einhverju leiti að reyna að skilja fyrirbærið sem er Ólafur Karl Finsen,“ sagði Þorkell Máni Pétursson. „Það er ekki fyrir alla að skilja það, sagði Guðmundur Benediktsson. „Ég get sagt honum það strax af fenginn reynslu, af því að ég þekki manninn mjög vel, að hann getur eytt fleiri áratugum í það og mun ekki komast að neinni niðurstöðu. Ég fullyrði það,“ sagði Þorkell Máni Pétursson. „Við getum sagt það að Ólafur Karl er ekki að kvarta yfir fjarveru sinni í liðinu að neinu leyti. Hefur borið virðingu fyrir því og er mjög ánægður með störf Heimis. Honum finnst bara skiljanlegt að hann hafi ekki verið í liðinu. Ólafur Karl Finsen er ekki meiddur og líklega í fyrsta skiptið í þessu Valsliðið er hann heill heilsu núna,“ sagði Þorkell Máni. „Ólafur Karl Finsen var á annarri löppinni allt síðast tímabil en skoraði samt fimm mörk og lagði upp önnur fimm. Það er stórfurðulegt að fara í KR-leik, vera undir 1-0, það eru tíu mínútur eftir og vera ekki með Finsen í leikmannahópi þó að hann sé eitthvað meiddur. Hvort heldur að KR hræðist það meira að fá Ólaf Karl Finsen inn eða suma aðra varamann sem voru þarna,“ sagði Þorkell Máni. „Ég veit að Rúnar, Óli Jóh og öll Silfurskeiðin fögnuðu því öll gríðarlega að sjá engan Ólaf Karl Finsen þarna. Ef þú hefðir sett Ólaf Karl Finsen inn á þegar fimmtán mínútur voru eftir á móti Stjörnunni þá hefðu allir stuðningsmenn Stjörnunnar og Vals vitað það að drengurinn væri að fara að skora í þessum leik,“ sagði Þorkell Máni. Það má finna alla umfjöllunina um stöðu Ólafs Karls Finsen hjá Val hérna fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Umræða um leikmannahópinn hjá Val og stöðu Ólafs Karls Pepsi Max stúkan Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Mikael vann úrvalsdeildina með stæl Hart barist um að fylgja Íslandi á EM „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Sjá meira
Pepsi Max Stúkan velti fyrir sér leikmannahópi Valsliðsins á móti Stjörnunni á mánudagskvöldið en samkvæmt úttekt þeirra var bara einn eiginlegur framherji í hópnum hjá Hlíðarendaliðsins. Patrick Pedersen var samkvæmt uppstillingu Pepsi Max Stúkunnar eini hreinræktaði framherjinn í hóp Heimis Guðjónssonar. „Það var ekki mikið um svör á bekknum og ég held að við séum ekkert að ljúga með það,“ sagði Þorkell Máni Pétursson en leikurinn endaði eins og kunnugt er með markalausu jafntefli. „Það er einn mögulegur varasenter í þessu liði, fyrst að þið viljið láta mig fara tala um það og það er Ólafur karl Finsen. Hann var ekki í hópnum í síðasta leik,“ sagði Þorkell Máni. Heimir Guðjónsson var spurður út í fjarveru Ólafs Karls eftir leikinn og Guðmundur Benediktsson lét spila það brot. „Eins og ég hef sagt áður þá er hann bara að koma til baka eftir meiðsli. Það var tekin ákvörðun um það í gær að hafa hann utan hóps en hann er búinn að vera duglegur að æfa og er að komast í betra og betra stand,“ sagði Heimir Guðjónsson, „Ég ætla að vona að hann sé að komast í betra og betra stand því mig minnir að Heimir hafi sagt það nákvæmlega sama í fyrstu umferðinni, sagði Guðmundur Benediktsson. Ólafur Karl Finsen spilaði einn bikarleik á móti SR og kom síðan inn á sem varamaður á 86. mínútu í leiknum á móti Víkingi sem var síðasti leikur á undan Stjörnuleiknum. „Ég held að vandamálið sé, fyrst við erum nú að velta upp þessu sambandi Heimis og Ólafs Karls Finsen, þá held ég að Heimir Guðjónsson sé að einhverju leiti að reyna að skilja fyrirbærið sem er Ólafur Karl Finsen,“ sagði Þorkell Máni Pétursson. „Það er ekki fyrir alla að skilja það, sagði Guðmundur Benediktsson. „Ég get sagt honum það strax af fenginn reynslu, af því að ég þekki manninn mjög vel, að hann getur eytt fleiri áratugum í það og mun ekki komast að neinni niðurstöðu. Ég fullyrði það,“ sagði Þorkell Máni Pétursson. „Við getum sagt það að Ólafur Karl er ekki að kvarta yfir fjarveru sinni í liðinu að neinu leyti. Hefur borið virðingu fyrir því og er mjög ánægður með störf Heimis. Honum finnst bara skiljanlegt að hann hafi ekki verið í liðinu. Ólafur Karl Finsen er ekki meiddur og líklega í fyrsta skiptið í þessu Valsliðið er hann heill heilsu núna,“ sagði Þorkell Máni. „Ólafur Karl Finsen var á annarri löppinni allt síðast tímabil en skoraði samt fimm mörk og lagði upp önnur fimm. Það er stórfurðulegt að fara í KR-leik, vera undir 1-0, það eru tíu mínútur eftir og vera ekki með Finsen í leikmannahópi þó að hann sé eitthvað meiddur. Hvort heldur að KR hræðist það meira að fá Ólaf Karl Finsen inn eða suma aðra varamann sem voru þarna,“ sagði Þorkell Máni. „Ég veit að Rúnar, Óli Jóh og öll Silfurskeiðin fögnuðu því öll gríðarlega að sjá engan Ólaf Karl Finsen þarna. Ef þú hefðir sett Ólaf Karl Finsen inn á þegar fimmtán mínútur voru eftir á móti Stjörnunni þá hefðu allir stuðningsmenn Stjörnunnar og Vals vitað það að drengurinn væri að fara að skora í þessum leik,“ sagði Þorkell Máni. Það má finna alla umfjöllunina um stöðu Ólafs Karls Finsen hjá Val hérna fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Umræða um leikmannahópinn hjá Val og stöðu Ólafs Karls
Pepsi Max stúkan Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Mikael vann úrvalsdeildina með stæl Hart barist um að fylgja Íslandi á EM „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti