Forstöðumaður Eldheima segir Herjólfsstarfsmönnum að slaka á kröfum sínum Jakob Bjarnar skrifar 15. júlí 2020 14:03 Kristín biðlar til starfsmanna Herjólfs að slaka á kröfugerð sinni en formaður samninganefndar fyrir hönd starfsmanna er Jónas Garðarson. „Ég vil hér með beina máli mínu til ykkar Herjólfsstarfsmanna. Ég þekki mörg ykkar af góðu einu, nú verð ég að benda ykkur á að þið hafið það alveg ljómandi gott á þessum erfiðu tímum! Aðgerðir ykkar eru að bitna á þeim sem síst skyldi,“ segir í pistli sem Eyjakonan, forstöðumaður Eldheima, Kristín Jóhannsdóttir birtir í Eyjafréttum. Eins og Vísir hefur greint frá er mikil harka hlaupin í kjaradeilu starfsmanna Herjólfs, þeirra sem eru í Sjómannafélagi Íslands og svo þeirra sem reka Herjólf. Þeir hafa nú boðað verkfall en gripið hefur verið til þess að láta aðra sem ekki eru í Sjómannafélagi Íslands hlaupa í skarðið. Kristín hefur ekki mikla samúð með verkfallsmönnum, hásetum og þernum á Herjólfi. Hún telur þá hafa það gott og njóti starfsöryggis. „Vinir okkar í ferðaþjónustunni geta ekki meir. Við eigum einungis nokkrar vikur eftir af háannatímanum. Fyrir alla muni frestið þessum aðgerðum! Það getur ekki verið vilji ykkar að knésetja fólk sem ekki er svo heppið að vera með fasta vinnu á góðum launum á þessum erfiðu tímum, sem ekki sér fyrir endann á.“ Kristín segir sjálf að hún tilheyri saman forréttindahópi og Herjólfsstarfsmenn. „Ég hef haldið vinnunni og mánaðalaununum þrátt fyrir ástandið í samfélaginu. Ég er á svipuðum launum og þernurnar á Herjólfi. Nema ég er ekki með fríar ferðir fyrir mig, mína og bílinn á milli lands og Eyja. Ég er ekki heldur með frítt fæði í vinnunni. Ekkert væri mér fjarri en að vera að krefjast launhækkunar, þó ég hafi vissulega orðið kjaftstopp þegar ég sá hve vel er gert við ófaglært starfsfólk Herjólfs.“ Kristín segist sjálf eiga að baki 6 ára háskólanám, um 30 ára reynslu af störfum í fjölmiðlum og ferðaþjónustu og beri nú ábyrgð á einu stærsta ferðaþjónustufyrirtæki Vestmannaeyja. Vestmannaeyjar Samgöngur Herjólfur Tengdar fréttir Vélstjóri á gamla Herjólfi gekk frá borði til að sýna kjarabaráttu samstöðu Formaður Sjómannafélags Íslands segist ætla að leita allra leiða til að stöðva áætlunarferðir gamla Herjólfs í dag. Nýi Herjólfur siglir ekki í dag vegna vinnustöðvunar félagsmanna sjómannafélagsins. 15. júlí 2020 11:37 „Þeir geta skotið málinu til félagsdóms ef þeir telja þetta brot á verkfallslögum“ Gamli Herjólfur siglir fjórar áætlunarferðir til Landeyjahafnar í dag. Vinnustöðvun félagsmanna Sjómannafélags Íslands stendur yfir. 15. júlí 2020 09:13 Gamli Herjólfur fer fjórar ferðir í dag Ákveðið hefur verið að Herjólfur III, undanfari Herjólfs sem nú ferjar farþega milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja, sigli fjórar ferðir í dag. 15. júlí 2020 08:57 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
„Ég vil hér með beina máli mínu til ykkar Herjólfsstarfsmanna. Ég þekki mörg ykkar af góðu einu, nú verð ég að benda ykkur á að þið hafið það alveg ljómandi gott á þessum erfiðu tímum! Aðgerðir ykkar eru að bitna á þeim sem síst skyldi,“ segir í pistli sem Eyjakonan, forstöðumaður Eldheima, Kristín Jóhannsdóttir birtir í Eyjafréttum. Eins og Vísir hefur greint frá er mikil harka hlaupin í kjaradeilu starfsmanna Herjólfs, þeirra sem eru í Sjómannafélagi Íslands og svo þeirra sem reka Herjólf. Þeir hafa nú boðað verkfall en gripið hefur verið til þess að láta aðra sem ekki eru í Sjómannafélagi Íslands hlaupa í skarðið. Kristín hefur ekki mikla samúð með verkfallsmönnum, hásetum og þernum á Herjólfi. Hún telur þá hafa það gott og njóti starfsöryggis. „Vinir okkar í ferðaþjónustunni geta ekki meir. Við eigum einungis nokkrar vikur eftir af háannatímanum. Fyrir alla muni frestið þessum aðgerðum! Það getur ekki verið vilji ykkar að knésetja fólk sem ekki er svo heppið að vera með fasta vinnu á góðum launum á þessum erfiðu tímum, sem ekki sér fyrir endann á.“ Kristín segir sjálf að hún tilheyri saman forréttindahópi og Herjólfsstarfsmenn. „Ég hef haldið vinnunni og mánaðalaununum þrátt fyrir ástandið í samfélaginu. Ég er á svipuðum launum og þernurnar á Herjólfi. Nema ég er ekki með fríar ferðir fyrir mig, mína og bílinn á milli lands og Eyja. Ég er ekki heldur með frítt fæði í vinnunni. Ekkert væri mér fjarri en að vera að krefjast launhækkunar, þó ég hafi vissulega orðið kjaftstopp þegar ég sá hve vel er gert við ófaglært starfsfólk Herjólfs.“ Kristín segist sjálf eiga að baki 6 ára háskólanám, um 30 ára reynslu af störfum í fjölmiðlum og ferðaþjónustu og beri nú ábyrgð á einu stærsta ferðaþjónustufyrirtæki Vestmannaeyja.
Vestmannaeyjar Samgöngur Herjólfur Tengdar fréttir Vélstjóri á gamla Herjólfi gekk frá borði til að sýna kjarabaráttu samstöðu Formaður Sjómannafélags Íslands segist ætla að leita allra leiða til að stöðva áætlunarferðir gamla Herjólfs í dag. Nýi Herjólfur siglir ekki í dag vegna vinnustöðvunar félagsmanna sjómannafélagsins. 15. júlí 2020 11:37 „Þeir geta skotið málinu til félagsdóms ef þeir telja þetta brot á verkfallslögum“ Gamli Herjólfur siglir fjórar áætlunarferðir til Landeyjahafnar í dag. Vinnustöðvun félagsmanna Sjómannafélags Íslands stendur yfir. 15. júlí 2020 09:13 Gamli Herjólfur fer fjórar ferðir í dag Ákveðið hefur verið að Herjólfur III, undanfari Herjólfs sem nú ferjar farþega milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja, sigli fjórar ferðir í dag. 15. júlí 2020 08:57 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
Vélstjóri á gamla Herjólfi gekk frá borði til að sýna kjarabaráttu samstöðu Formaður Sjómannafélags Íslands segist ætla að leita allra leiða til að stöðva áætlunarferðir gamla Herjólfs í dag. Nýi Herjólfur siglir ekki í dag vegna vinnustöðvunar félagsmanna sjómannafélagsins. 15. júlí 2020 11:37
„Þeir geta skotið málinu til félagsdóms ef þeir telja þetta brot á verkfallslögum“ Gamli Herjólfur siglir fjórar áætlunarferðir til Landeyjahafnar í dag. Vinnustöðvun félagsmanna Sjómannafélags Íslands stendur yfir. 15. júlí 2020 09:13
Gamli Herjólfur fer fjórar ferðir í dag Ákveðið hefur verið að Herjólfur III, undanfari Herjólfs sem nú ferjar farþega milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja, sigli fjórar ferðir í dag. 15. júlí 2020 08:57