Búkmyndavélar sýna Floyd grátbiðja lögregluþjónana um að sleppa takinu Sylvía Hall skrifar 16. júlí 2020 08:24 Myndbandsupptökur úr búkmyndavélum lögregluþjónanna sem tóku þátt í útkallinu þar sem George Floyd lést sýna hann grátbiðja þá um að leyfa sér að liggja á jörðinni frekar en að þeir myndu halda honum niðri. Hann hafi ítrekað bent þeim á að hann gæti ekki andað. Fjórir lögregluþjónar tóku þátt í útkallinu og hafa þeir allir verið reknir og ákærðir vegna málsins. Derek Chauvin, sá sem varð valdur að dauða Floyd, hefur verið ákærður fyrir morð af annarri gráðu en hinir þrír fyrir aðkomu sína að dauða hans. Þetta er í fyrsta sinn sem blaðamenn fá að sjá upptökurnar, en áður höfðu dómsskjölin aðeins verið gerð opinber. Fjölmiðlar vestanhafs greina nú frá innihaldi þeirra, en á upptökunum heyrist Floyd segja í það minnsta tuttugu sinnum að hann nái ekki andanum. Upptökurnar hefjast á því að útkall berst vegna manns sem hafði notað falsaðan seðil til að kaupa sér sígarettupakka. Lögregluþjónarnir fara á vettvang og að bílnum sem Floyd sat í. Eftir að hafa bankað á rúðuna beinir einn lögregluþjónninn byssu að honum og skipar honum að setja hendur upp í loft. Á vef BBC segir að myndbandsupptökurnar sýni Floyd í uppnámi vegna málsins. Áður en hann var dreginn út úr bílnum hafi hann brotnað niður, en lögregluþjónarnir tóku hann niður og reyndu að handjárna hann. Morðið á Floyd leiddi til mótmæla um allan heim, enda þótti það skýrt dæmi um kerfisbundinn vestanhafs og fjölmörg dæmi um ofbeldi gegn svörtu fólki. Slagorðið „I can‘t breathe“ (Ég get ekki andað) mátti sjá á skiltum mótmælenda um allan heim, sem voru á meðal síðustu orða Floyd fyrir andlátið. Black Lives Matter Dauði George Floyd Bandaríkin Tengdar fréttir Mótmælandi sem ekið var á í Seattle látinn Kona á þrítugsaldri sem stóð í hópi mótmælenda þegar ökumaður ók bíl sínum á fólkið í Seattle í Bandaríkjunum er látin af sárum sínum. Annar mótmælandi liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild sjúkrahúss. Ökumaðurinn er í haldi lögreglunnar. 5. júlí 2020 19:43 „I can't breathe“ Mótmælin sem nú standa yfir í Bandaríkjunum eiga sér langan aðdraganda og eru nýjasti þátturinn í langri sögu réttindabaráttu svartra Bandaríkjamanna. 7. júní 2020 19:00 Þúsundir minnast George Floyd Búist er við að þúsundir sæki minningarathöfn um George Floyd, Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í Minneapolis í síðasta mánuði. Lögregluþjónninn mætti fyrir dóm í dag. 8. júní 2020 20:50 George Floyd borinn til grafar í Houston Útför Bandaríkjamannsins George Floyd fer fram í heimabæ Floyd í Houston í Texas í dag þar sem hann verður jarðaður við hlið móður sinnar. 9. júní 2020 15:49 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Sjá meira
Myndbandsupptökur úr búkmyndavélum lögregluþjónanna sem tóku þátt í útkallinu þar sem George Floyd lést sýna hann grátbiðja þá um að leyfa sér að liggja á jörðinni frekar en að þeir myndu halda honum niðri. Hann hafi ítrekað bent þeim á að hann gæti ekki andað. Fjórir lögregluþjónar tóku þátt í útkallinu og hafa þeir allir verið reknir og ákærðir vegna málsins. Derek Chauvin, sá sem varð valdur að dauða Floyd, hefur verið ákærður fyrir morð af annarri gráðu en hinir þrír fyrir aðkomu sína að dauða hans. Þetta er í fyrsta sinn sem blaðamenn fá að sjá upptökurnar, en áður höfðu dómsskjölin aðeins verið gerð opinber. Fjölmiðlar vestanhafs greina nú frá innihaldi þeirra, en á upptökunum heyrist Floyd segja í það minnsta tuttugu sinnum að hann nái ekki andanum. Upptökurnar hefjast á því að útkall berst vegna manns sem hafði notað falsaðan seðil til að kaupa sér sígarettupakka. Lögregluþjónarnir fara á vettvang og að bílnum sem Floyd sat í. Eftir að hafa bankað á rúðuna beinir einn lögregluþjónninn byssu að honum og skipar honum að setja hendur upp í loft. Á vef BBC segir að myndbandsupptökurnar sýni Floyd í uppnámi vegna málsins. Áður en hann var dreginn út úr bílnum hafi hann brotnað niður, en lögregluþjónarnir tóku hann niður og reyndu að handjárna hann. Morðið á Floyd leiddi til mótmæla um allan heim, enda þótti það skýrt dæmi um kerfisbundinn vestanhafs og fjölmörg dæmi um ofbeldi gegn svörtu fólki. Slagorðið „I can‘t breathe“ (Ég get ekki andað) mátti sjá á skiltum mótmælenda um allan heim, sem voru á meðal síðustu orða Floyd fyrir andlátið.
Black Lives Matter Dauði George Floyd Bandaríkin Tengdar fréttir Mótmælandi sem ekið var á í Seattle látinn Kona á þrítugsaldri sem stóð í hópi mótmælenda þegar ökumaður ók bíl sínum á fólkið í Seattle í Bandaríkjunum er látin af sárum sínum. Annar mótmælandi liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild sjúkrahúss. Ökumaðurinn er í haldi lögreglunnar. 5. júlí 2020 19:43 „I can't breathe“ Mótmælin sem nú standa yfir í Bandaríkjunum eiga sér langan aðdraganda og eru nýjasti þátturinn í langri sögu réttindabaráttu svartra Bandaríkjamanna. 7. júní 2020 19:00 Þúsundir minnast George Floyd Búist er við að þúsundir sæki minningarathöfn um George Floyd, Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í Minneapolis í síðasta mánuði. Lögregluþjónninn mætti fyrir dóm í dag. 8. júní 2020 20:50 George Floyd borinn til grafar í Houston Útför Bandaríkjamannsins George Floyd fer fram í heimabæ Floyd í Houston í Texas í dag þar sem hann verður jarðaður við hlið móður sinnar. 9. júní 2020 15:49 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Sjá meira
Mótmælandi sem ekið var á í Seattle látinn Kona á þrítugsaldri sem stóð í hópi mótmælenda þegar ökumaður ók bíl sínum á fólkið í Seattle í Bandaríkjunum er látin af sárum sínum. Annar mótmælandi liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild sjúkrahúss. Ökumaðurinn er í haldi lögreglunnar. 5. júlí 2020 19:43
„I can't breathe“ Mótmælin sem nú standa yfir í Bandaríkjunum eiga sér langan aðdraganda og eru nýjasti þátturinn í langri sögu réttindabaráttu svartra Bandaríkjamanna. 7. júní 2020 19:00
Þúsundir minnast George Floyd Búist er við að þúsundir sæki minningarathöfn um George Floyd, Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í Minneapolis í síðasta mánuði. Lögregluþjónninn mætti fyrir dóm í dag. 8. júní 2020 20:50
George Floyd borinn til grafar í Houston Útför Bandaríkjamannsins George Floyd fer fram í heimabæ Floyd í Houston í Texas í dag þar sem hann verður jarðaður við hlið móður sinnar. 9. júní 2020 15:49