FBI rannsakar tölvuárás á vinsæla Twitter-reikninga Sylvía Hall skrifar 17. júlí 2020 06:49 Það eru breytingar í vændum hjá samskiptamiðlinum Twitter. Vísir/Getty Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, rannsakar nú tölvuárás þar sem netþrjótar hökkuðu sig inn á aðganga frægra einstaklinga á Twitter og óskuðu eftir háum fjárhæðum í rafmynt. Meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á netþrjótunum voru Barack Obama, Bill Gates, Elon Musk og Kim Kardashian. „Allir óska eftir því að ég gefi af mér, nú er tíminn kominn. Send þú mér 1.000 dali og ég sendi 2.000 til baka,“ sagði í tísti sem birtist á síðu Bill Gates stofnanda Microsoft. Í tísti sem birt var á aðgangi Barack Obama var fullyrt að hann ætlaði að gefa til baka til samfélagsins vegna kórónufaraldursins og var farið fram á sömu upphæð í Bitcoin, eða þúsund dali, og hann myndi senda tvöfalt hærri upphæð til baka. Þá var sama færsla birt á aðgangi Joe Biden. Alríkislögreglan segir flest allt benda til þess að þrjótarnir hafi ætlað að græða pening á árásinni og bað almenning um að vera vakandi fyrir slíkum gylliboðum. Jack Dorsey, stofnandi Twitter, sagðist vera miður sín yfir því sem gerðist og fyrirtækið myndi gera allt sem í sínu valdi stæði til þess að skilja hvað hefði farið úrskeiðis. Unnið sé að því að bæta úr mögulegum göllum og um tíma var gripið til þeirra ráða að loka fyrir færslur frá vinsælustu aðgöngum miðilsins, ef ske kynni að óprúttinn aðili hefði komist þar inn. „Erfiður dagur fyrir okkur hjá Twitter. Okkur líður hræðilega yfir því sem gerðist,“ skrifaði Jack á Twitter-síðu sína. Tough day for us at Twitter. We all feel terrible this happened.We’re diagnosing and will share everything we can when we have a more complete understanding of exactly what happened. 💙 to our teammates working hard to make this right.— jack (@jack) July 16, 2020 Samfélagsmiðlar Bandaríkin Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Sjá meira
Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, rannsakar nú tölvuárás þar sem netþrjótar hökkuðu sig inn á aðganga frægra einstaklinga á Twitter og óskuðu eftir háum fjárhæðum í rafmynt. Meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á netþrjótunum voru Barack Obama, Bill Gates, Elon Musk og Kim Kardashian. „Allir óska eftir því að ég gefi af mér, nú er tíminn kominn. Send þú mér 1.000 dali og ég sendi 2.000 til baka,“ sagði í tísti sem birtist á síðu Bill Gates stofnanda Microsoft. Í tísti sem birt var á aðgangi Barack Obama var fullyrt að hann ætlaði að gefa til baka til samfélagsins vegna kórónufaraldursins og var farið fram á sömu upphæð í Bitcoin, eða þúsund dali, og hann myndi senda tvöfalt hærri upphæð til baka. Þá var sama færsla birt á aðgangi Joe Biden. Alríkislögreglan segir flest allt benda til þess að þrjótarnir hafi ætlað að græða pening á árásinni og bað almenning um að vera vakandi fyrir slíkum gylliboðum. Jack Dorsey, stofnandi Twitter, sagðist vera miður sín yfir því sem gerðist og fyrirtækið myndi gera allt sem í sínu valdi stæði til þess að skilja hvað hefði farið úrskeiðis. Unnið sé að því að bæta úr mögulegum göllum og um tíma var gripið til þeirra ráða að loka fyrir færslur frá vinsælustu aðgöngum miðilsins, ef ske kynni að óprúttinn aðili hefði komist þar inn. „Erfiður dagur fyrir okkur hjá Twitter. Okkur líður hræðilega yfir því sem gerðist,“ skrifaði Jack á Twitter-síðu sína. Tough day for us at Twitter. We all feel terrible this happened.We’re diagnosing and will share everything we can when we have a more complete understanding of exactly what happened. 💙 to our teammates working hard to make this right.— jack (@jack) July 16, 2020
Samfélagsmiðlar Bandaríkin Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna