Útivistarfólk fylgist með veðurspám og aðvörunum Sylvía Hall og Telma Tómasson skrifa 17. júlí 2020 07:13 Mikið vatnsveður var og er á svæðinu og varar Vegagerðin sérstaklega við því að hætta sé á aurskriðum og grjóthruni. Veðurstofan Vegfarendur og útivistarfólk er áfram beðið um að fylgjast vel með veðurspám, taka mark á aðvörunum Veðurstofunnar og kynna sér þær, en appelsínugul viðvörun er á Vestfjörðum og Norðurlandi. Mikið vatnsveður var í gærkvöldi og er enn á svæðinu og varar Vegagerðin sérstaklega við því að hætta sé á aurskriðum og grjóthruni. Ferðamenn eru varaðir við því að vöð geti verið varhugaverð eða jafnvel ófær í kjölfarið. Snarpar vindhviður geta áfram verið á sunnanverðu Snæfellsnesi og á Kjalarnesi nú í bítið. Í athugasemd veðurfræðings á Veðurstofu Íslands frá því í nótt segir að talsverð úrkoma sé á norðanverðum Vestfjörðum og Ströndum. Rennsli í Hvalá í Ófeigsfirði mælist yfir 200 ára flóðþröskuldi og megi búast við því að hún haldi áfram að hækka með áframhaldandi úrkomu. Einnig er spáð mikilli úrkomu á Tröllaskaga í dag. Þá er einnig búist við mikilli úrkomu og leysingum við Mýrdalsjökul og sunnanverðan Vatnajökul, með hækkandi vatnshæð og miklu rennsli í lækjum og ám. Vöð geta orðið varasöm og ferðafólk hvatt til þess að sýna aðgát við óbrúaðar ár. Getur orðið hættulegt að hundsa tilmæli Elín Jónasdóttir veðurfræðingur biðlar til fólks að fylgja tilmælum Veðurstofunnar og Almannavarna til ferðafólks og almennings. Það sé varasamt að fara ýmsar vinsælar gönguleiðir í því veðri sem gengur nú yfir og bendir á aukna skriðuhættu á norðanverðu landinu þegar bætir í rigningu. Fyrir sé mikil skriðuhætta á svæðinu vegna jarðskjálfta. Að gefnu tilefni: Myndir af fólki ( í löngum göngum) merktar "veður er bara hugarfar" eða annað af þeim toga geta verið hættulegar og grafið undan skilaboðum VÍ og Almannavarna til ferðafólks og almennings. #lægðin #veðrið #gulviðvörun https://t.co/nAksGv0EqW— Elín Jónasdóttir (@elinbjon) July 15, 2020 Mikilli úrkomu er spáð um allt norðanvert landið í dag og á morgun. Kólnað hefur í veðri og getur slyddað eða snjóað til fjalla á þessum stöðum, segir í hugleiðingum veðurfræðings. Jafnframt segir það að ansi hvasst sé á Vestfjörðum og Breiðafirði og hafi hviður mælst allt að 40 metra á sekúndu á þessum svæðum í nótt. Veðrinu slotar á laugardagskvöld og sunnudag þegar lægðin færist lengra til austurs. Veður Tengdar fréttir Aflýsa Hlaupahátíð Vestfjarða vegna veðurs Skriða féll einmitt við Bolafjall í gær, þar sem keppendur áttu meðal annars að fara um í fyrsta hlaupinu. 17. júlí 2020 06:55 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Vegfarendur og útivistarfólk er áfram beðið um að fylgjast vel með veðurspám, taka mark á aðvörunum Veðurstofunnar og kynna sér þær, en appelsínugul viðvörun er á Vestfjörðum og Norðurlandi. Mikið vatnsveður var í gærkvöldi og er enn á svæðinu og varar Vegagerðin sérstaklega við því að hætta sé á aurskriðum og grjóthruni. Ferðamenn eru varaðir við því að vöð geti verið varhugaverð eða jafnvel ófær í kjölfarið. Snarpar vindhviður geta áfram verið á sunnanverðu Snæfellsnesi og á Kjalarnesi nú í bítið. Í athugasemd veðurfræðings á Veðurstofu Íslands frá því í nótt segir að talsverð úrkoma sé á norðanverðum Vestfjörðum og Ströndum. Rennsli í Hvalá í Ófeigsfirði mælist yfir 200 ára flóðþröskuldi og megi búast við því að hún haldi áfram að hækka með áframhaldandi úrkomu. Einnig er spáð mikilli úrkomu á Tröllaskaga í dag. Þá er einnig búist við mikilli úrkomu og leysingum við Mýrdalsjökul og sunnanverðan Vatnajökul, með hækkandi vatnshæð og miklu rennsli í lækjum og ám. Vöð geta orðið varasöm og ferðafólk hvatt til þess að sýna aðgát við óbrúaðar ár. Getur orðið hættulegt að hundsa tilmæli Elín Jónasdóttir veðurfræðingur biðlar til fólks að fylgja tilmælum Veðurstofunnar og Almannavarna til ferðafólks og almennings. Það sé varasamt að fara ýmsar vinsælar gönguleiðir í því veðri sem gengur nú yfir og bendir á aukna skriðuhættu á norðanverðu landinu þegar bætir í rigningu. Fyrir sé mikil skriðuhætta á svæðinu vegna jarðskjálfta. Að gefnu tilefni: Myndir af fólki ( í löngum göngum) merktar "veður er bara hugarfar" eða annað af þeim toga geta verið hættulegar og grafið undan skilaboðum VÍ og Almannavarna til ferðafólks og almennings. #lægðin #veðrið #gulviðvörun https://t.co/nAksGv0EqW— Elín Jónasdóttir (@elinbjon) July 15, 2020 Mikilli úrkomu er spáð um allt norðanvert landið í dag og á morgun. Kólnað hefur í veðri og getur slyddað eða snjóað til fjalla á þessum stöðum, segir í hugleiðingum veðurfræðings. Jafnframt segir það að ansi hvasst sé á Vestfjörðum og Breiðafirði og hafi hviður mælst allt að 40 metra á sekúndu á þessum svæðum í nótt. Veðrinu slotar á laugardagskvöld og sunnudag þegar lægðin færist lengra til austurs.
Veður Tengdar fréttir Aflýsa Hlaupahátíð Vestfjarða vegna veðurs Skriða féll einmitt við Bolafjall í gær, þar sem keppendur áttu meðal annars að fara um í fyrsta hlaupinu. 17. júlí 2020 06:55 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Aflýsa Hlaupahátíð Vestfjarða vegna veðurs Skriða féll einmitt við Bolafjall í gær, þar sem keppendur áttu meðal annars að fara um í fyrsta hlaupinu. 17. júlí 2020 06:55