Gestir á tjaldsvæðinu þurftu að færa sig þegar Buná flæddi yfir bakka sína Sylvía Hall skrifar 17. júlí 2020 08:55 Mikið vatn flæddi úr ánni. Facebook Starfsmenn tjaldstæðisins í Tungudal við Ísafjörð þurftu að aðstoða gesti að færa sig eftir að áin Buná flæddi yfir bakka sína í gærkvöldi. Allt gekk vel að sögn Gauts Ívars Halldórssonar, framkvæmdastjóra tjaldsvæðisins, og eru ökutækin sem voru á svæðinu komin réttu megin við ána. „Það voru komnar holur í veginn og brúin leit út eins og árfarvegur að hluta til. Sumir eru smeykir að keyra yfir svoleiðis,“ segir Gautur í samtali við fréttastofu um aðstæðurnar í gærkvöldi. Mikið vatn var á svæðinu, loka þurfti tjaldsvæðinu og er búið að fjarlæga eina göngubrú. Fimm hjólhýsi eru á svæðinu og þeir sem Gautur hafði talað við í morgun ætluðu sér að bíða af sér veðrið á svæðinu. Þar væri fínasta aðstaða og rafmagn og eldhús ef fólk þyrfti á því að halda. „Það var enginn sem tjaldaði í nótt, enda vorum við ekkert að ráðleggja fólki að gera það,“ segir Gautur og bætir við að svolítill kuldi sé á svæðinu. „Það er bara allt á floti í bænum. Þetta minnir bara á október.“ Skriðuföll á tveimur stöðum Appelsínugul viðvörun er í gildi á Vestfjörðum og mikið vatnsveður var í gærkvöldi. Varar Vegagerðin sérstaklega við því að hætta sé á aurskriðum og grjóthruni. Skriðuföll hafa orðið á tveimur stöðum á vegum og er vegurinn undir Spilli í Súgandafirði fyrir utan Suðureyri lokaður. Sömuleiðis er lokað upp á Bolafjall þar sem skriða féll í gær. Ekki virðast hafa orðið miklar skemmdir á vegum í úrhellinu, en skriðuföllin tvö voru tilkynnt til Vegagerðinnar. Snjóað hefur í fjöllum í kringum Ísafjörð en svo virðist sem hann hafi ekki fest á vegum, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Guðmundur Björgvinsson, verkstjóri hjá Vegagerðinni segir að tilkynning um skriðufall á veginum undir Spilli í Súgandafirði hafi borist á níunda tímanum í morgun, en vegurinn liggur að bæjunum Stað og Bæ í Staðardal. Ísafjarðarbær Veður Ferðamennska á Íslandi Tjaldsvæði Tengdar fréttir Útivistarfólk fylgist með veðurspám og aðvörunum Vegfarendur og útivistarfólk er áfram beðið um að fylgjast vel með veðurspám, taka mark á aðvörunum Veðurstofunnar og kynna sér þær. 17. júlí 2020 07:13 Aflýsa Hlaupahátíð Vestfjarða vegna veðurs Skriða féll einmitt við Bolafjall í gær, þar sem keppendur áttu meðal annars að fara um í fyrsta hlaupinu. 17. júlí 2020 06:55 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira
Starfsmenn tjaldstæðisins í Tungudal við Ísafjörð þurftu að aðstoða gesti að færa sig eftir að áin Buná flæddi yfir bakka sína í gærkvöldi. Allt gekk vel að sögn Gauts Ívars Halldórssonar, framkvæmdastjóra tjaldsvæðisins, og eru ökutækin sem voru á svæðinu komin réttu megin við ána. „Það voru komnar holur í veginn og brúin leit út eins og árfarvegur að hluta til. Sumir eru smeykir að keyra yfir svoleiðis,“ segir Gautur í samtali við fréttastofu um aðstæðurnar í gærkvöldi. Mikið vatn var á svæðinu, loka þurfti tjaldsvæðinu og er búið að fjarlæga eina göngubrú. Fimm hjólhýsi eru á svæðinu og þeir sem Gautur hafði talað við í morgun ætluðu sér að bíða af sér veðrið á svæðinu. Þar væri fínasta aðstaða og rafmagn og eldhús ef fólk þyrfti á því að halda. „Það var enginn sem tjaldaði í nótt, enda vorum við ekkert að ráðleggja fólki að gera það,“ segir Gautur og bætir við að svolítill kuldi sé á svæðinu. „Það er bara allt á floti í bænum. Þetta minnir bara á október.“ Skriðuföll á tveimur stöðum Appelsínugul viðvörun er í gildi á Vestfjörðum og mikið vatnsveður var í gærkvöldi. Varar Vegagerðin sérstaklega við því að hætta sé á aurskriðum og grjóthruni. Skriðuföll hafa orðið á tveimur stöðum á vegum og er vegurinn undir Spilli í Súgandafirði fyrir utan Suðureyri lokaður. Sömuleiðis er lokað upp á Bolafjall þar sem skriða féll í gær. Ekki virðast hafa orðið miklar skemmdir á vegum í úrhellinu, en skriðuföllin tvö voru tilkynnt til Vegagerðinnar. Snjóað hefur í fjöllum í kringum Ísafjörð en svo virðist sem hann hafi ekki fest á vegum, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Guðmundur Björgvinsson, verkstjóri hjá Vegagerðinni segir að tilkynning um skriðufall á veginum undir Spilli í Súgandafirði hafi borist á níunda tímanum í morgun, en vegurinn liggur að bæjunum Stað og Bæ í Staðardal.
Ísafjarðarbær Veður Ferðamennska á Íslandi Tjaldsvæði Tengdar fréttir Útivistarfólk fylgist með veðurspám og aðvörunum Vegfarendur og útivistarfólk er áfram beðið um að fylgjast vel með veðurspám, taka mark á aðvörunum Veðurstofunnar og kynna sér þær. 17. júlí 2020 07:13 Aflýsa Hlaupahátíð Vestfjarða vegna veðurs Skriða féll einmitt við Bolafjall í gær, þar sem keppendur áttu meðal annars að fara um í fyrsta hlaupinu. 17. júlí 2020 06:55 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira
Útivistarfólk fylgist með veðurspám og aðvörunum Vegfarendur og útivistarfólk er áfram beðið um að fylgjast vel með veðurspám, taka mark á aðvörunum Veðurstofunnar og kynna sér þær. 17. júlí 2020 07:13
Aflýsa Hlaupahátíð Vestfjarða vegna veðurs Skriða féll einmitt við Bolafjall í gær, þar sem keppendur áttu meðal annars að fara um í fyrsta hlaupinu. 17. júlí 2020 06:55