Lífróður í ólgusjó verkfalla Arnar Pétursson skrifar 17. júlí 2020 11:51 Alvarleg staða ríkir í samgöngumálum okkar Eyjamanna. Herjólfur er okkar þjóðvegur og gegnir lykilhlutverki í samgöngum við Eyjar. Herjólfur er á sama tíma undirstaða ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum og stjórn Herjólfs gerir ráð fyrir ákveðnum fjölda ferðamanna í sínum rekstraráætlunum. Rétt eins og hótel, veitingastaðir, verslanir og önnur fyrirtæki sem hafa lifibrauð sitt af þjónustu við ferðamenn sem heimsækja Vestmannaeyjar rær Herjólfur ohf. lífróður. Forsendur rekstrarins eru brostnar, eigið fé félagsins uppurið og í vor var staðan orðin þannig að án aðkomu Vegagerðarinnar og stuðnings úr neyðarsjóði fjármálaráðuneytisins hefði aldrei verið hægt að halda úti áætlun með sex ferðum daglega í sumar. En félagið lifir ekki af þessa fordæmalausu tíma án frekari stuðnings ríkisvaldsins. Taprekstur á þessu ári verður 350-400 m.kr. ef spár ganga eftir og nauðsynlegt að ríkisvaldið komi með frekari framlög umfram þær 650 m.kr. sem kveðið er á um í þjónustusamningi milli Vestmannaeyjabæjar og Vegagerðarinnar. Ólíkt mörgum öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum sem eiga í miklum fjárhagserfiðleikum og hafa flest neyðst til að segja upp starfsfólki, lækka laun eða breyta vinnuskipulagi hefur Herjólfur ohf. ekki gripið til slíkra aðgerða. Í ferðaþjónustunni, sem rær lífróður, er Herjólfur ohf. eina fyrirtæki sem stendur í verkfallsátökum við Sjómannafélag Íslands (SÍ) sem krefst þess að vinnumánuður verði styttur um 25% án launaskerðingar, þ.e. í stað 20 daga verði 15 unnir fyrir sömu laun. Heildarútgjöld Herjólfs ohf. á þessu ári eru áætluð 1.400 m.kr. Stærsti hluti útgjalda eru laun og launatengd gjöld, rúmar 700 m.kr. Krafa SÍ um 15 vinnudaga í stað 20 á sömu launum kostar félagið 175 m.kr. ef gert er ráð fyrir að sama gangi yfir alla starfsmenn um borð. Ef öllum kröfum SÍ yrði mætt yrði útgjaldaaukningin yfir 200 m.kr. Augljóst er að það gengur ekki. Forsendubrest á þjónustusamningi milli Vestmannaeyjabæjar og Vegagerðarinnar, og bætur vegna hans, má ræða við ríkisvaldið en bætur vegna launahækkana langt umfram það sem um hefur samist á almennum vinnumarkaði verða torsóttar. Þjónustuskerðing með fækkun ferða og hækkun fargjalda eru afarkostir sem ekki er hægt að sætta sig við enda er þjóðvegurinn okkar nú þegar lokaður hluta úr sólarhring. Öllum undirmönnum á Herjólfi hefur verið boðinn sambærilegur kjarasamningur og samþykktur hefur verið af sjómannafélaginu Jötni. Allir félagsmenn SÍ hafa fengið greitt samkvæmt þeim samningi og fengið launahækkanir samkvæmt honum. Sá kjarasamningur byggir á Lífskjarasamningnum sem skrifað var undir í apríl 2019. Hann er yfirskrift þeirra fjölmörgu samninga og aðgerða sem aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld sammæltust um fyrir komandi ár og hefur þegar sannað gildi sitt með því að skapa skilyrði fyrir lægri vöxtum og stöðugu verðlagi . Lífskjarasamningurinn hefur verið samþykktur í langflestum stéttarfélögum, og í öllum félögum verkafólks, með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Hann nær nú til 152 þúsund starfsmanna sem starfa samkvæmt 220 kjarasamningum, þar af 111 þúsund á almennum vinnumarkaði og 41 þúsund hjá ríki og sveitarfélögum. Fimmtudaginn 9. júlí var samninganefnd SÍ boðinn þessi sami kjarasamningur og hún beðin um að kynna hann fyrir sínum félagsmönnum. Því boði var hafnað. Ríkissáttasemjari, sem síðast var í sambandi við deiluaðila í gær (fimmtudaginn 16.07.2020), telur ekki ástæðu til að halda formlega fundi eins og er þar sem SÍ heldur fast í allar sínar kröfur. Þar er efst á blaði krafan um að vinnumánuður verði styttur um 25% án launaskerðingar. Ég hvet félagsmenn SÍ sem starfa á Herjólfi að kynna sér kjarasamninginn sem þeim stendur til boða og er í samræmi við kjarasamning sem þorri launamanna á Íslandi hefur samþykkt. Höfundur er stjórnarformaður Herjólfs ohf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Herjólfur Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Alvarleg staða ríkir í samgöngumálum okkar Eyjamanna. Herjólfur er okkar þjóðvegur og gegnir lykilhlutverki í samgöngum við Eyjar. Herjólfur er á sama tíma undirstaða ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum og stjórn Herjólfs gerir ráð fyrir ákveðnum fjölda ferðamanna í sínum rekstraráætlunum. Rétt eins og hótel, veitingastaðir, verslanir og önnur fyrirtæki sem hafa lifibrauð sitt af þjónustu við ferðamenn sem heimsækja Vestmannaeyjar rær Herjólfur ohf. lífróður. Forsendur rekstrarins eru brostnar, eigið fé félagsins uppurið og í vor var staðan orðin þannig að án aðkomu Vegagerðarinnar og stuðnings úr neyðarsjóði fjármálaráðuneytisins hefði aldrei verið hægt að halda úti áætlun með sex ferðum daglega í sumar. En félagið lifir ekki af þessa fordæmalausu tíma án frekari stuðnings ríkisvaldsins. Taprekstur á þessu ári verður 350-400 m.kr. ef spár ganga eftir og nauðsynlegt að ríkisvaldið komi með frekari framlög umfram þær 650 m.kr. sem kveðið er á um í þjónustusamningi milli Vestmannaeyjabæjar og Vegagerðarinnar. Ólíkt mörgum öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum sem eiga í miklum fjárhagserfiðleikum og hafa flest neyðst til að segja upp starfsfólki, lækka laun eða breyta vinnuskipulagi hefur Herjólfur ohf. ekki gripið til slíkra aðgerða. Í ferðaþjónustunni, sem rær lífróður, er Herjólfur ohf. eina fyrirtæki sem stendur í verkfallsátökum við Sjómannafélag Íslands (SÍ) sem krefst þess að vinnumánuður verði styttur um 25% án launaskerðingar, þ.e. í stað 20 daga verði 15 unnir fyrir sömu laun. Heildarútgjöld Herjólfs ohf. á þessu ári eru áætluð 1.400 m.kr. Stærsti hluti útgjalda eru laun og launatengd gjöld, rúmar 700 m.kr. Krafa SÍ um 15 vinnudaga í stað 20 á sömu launum kostar félagið 175 m.kr. ef gert er ráð fyrir að sama gangi yfir alla starfsmenn um borð. Ef öllum kröfum SÍ yrði mætt yrði útgjaldaaukningin yfir 200 m.kr. Augljóst er að það gengur ekki. Forsendubrest á þjónustusamningi milli Vestmannaeyjabæjar og Vegagerðarinnar, og bætur vegna hans, má ræða við ríkisvaldið en bætur vegna launahækkana langt umfram það sem um hefur samist á almennum vinnumarkaði verða torsóttar. Þjónustuskerðing með fækkun ferða og hækkun fargjalda eru afarkostir sem ekki er hægt að sætta sig við enda er þjóðvegurinn okkar nú þegar lokaður hluta úr sólarhring. Öllum undirmönnum á Herjólfi hefur verið boðinn sambærilegur kjarasamningur og samþykktur hefur verið af sjómannafélaginu Jötni. Allir félagsmenn SÍ hafa fengið greitt samkvæmt þeim samningi og fengið launahækkanir samkvæmt honum. Sá kjarasamningur byggir á Lífskjarasamningnum sem skrifað var undir í apríl 2019. Hann er yfirskrift þeirra fjölmörgu samninga og aðgerða sem aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld sammæltust um fyrir komandi ár og hefur þegar sannað gildi sitt með því að skapa skilyrði fyrir lægri vöxtum og stöðugu verðlagi . Lífskjarasamningurinn hefur verið samþykktur í langflestum stéttarfélögum, og í öllum félögum verkafólks, með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Hann nær nú til 152 þúsund starfsmanna sem starfa samkvæmt 220 kjarasamningum, þar af 111 þúsund á almennum vinnumarkaði og 41 þúsund hjá ríki og sveitarfélögum. Fimmtudaginn 9. júlí var samninganefnd SÍ boðinn þessi sami kjarasamningur og hún beðin um að kynna hann fyrir sínum félagsmönnum. Því boði var hafnað. Ríkissáttasemjari, sem síðast var í sambandi við deiluaðila í gær (fimmtudaginn 16.07.2020), telur ekki ástæðu til að halda formlega fundi eins og er þar sem SÍ heldur fast í allar sínar kröfur. Þar er efst á blaði krafan um að vinnumánuður verði styttur um 25% án launaskerðingar. Ég hvet félagsmenn SÍ sem starfa á Herjólfi að kynna sér kjarasamninginn sem þeim stendur til boða og er í samræmi við kjarasamning sem þorri launamanna á Íslandi hefur samþykkt. Höfundur er stjórnarformaður Herjólfs ohf.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun