Vonar að stór hluti flugfreyjanna snúi aftur til starfa Kristín Ólafsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 17. júlí 2020 16:11 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Vilhelm Forstjóri Icelandair segist vona að stór hluti þeirra flugfreyja sem Icelandair hefur sagt upp komi aftur til starfa hjá félaginu, þegar tekist hefur að semja við nýjan samningsaðila. Engar viðræður þess efnis séu þó hafnar. Þá hafi fundur stjórnenda Icelandair og forsvarsmanna flugfreyja sem haldinn var í dag verið „þungur“. Icelandair tilkynnti í dag að kjaraviðræðum félagsins við Flugfreyjufélag Íslands hefði verið slitið og öllum flugfreyjum sagt upp. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir í samtali við fréttastofu að ákvörðunin sem tekin var í dag hafi verið mjög þungbær. Aðdragandinn hafi verið „mjög stuttur“ en samningaviðræður síðustu daga hafi ekki skilað neinu. „Og við höfum ekki endalausan tíma og við verðum því miður að grípa til þessa ráðs sem við vorum að grípa til í dag,“ segir Bogi. Engar breytingar á flugfreyjustarfinu Í tilkynningu Icelandair frá í dag er talað um að gengið verði til samninga við annan samningsaðila um kjör „öryggis- og þjónustuliða“ hjá félaginu. Inntur eftir því hvort þetta feli í sér grundvallarbreytingu á starfi flugfreyja segir Bogi að svo sé ekki. „Nei, við höfum verið með mjög litla þjónustu um borð í okkar vélum síðan við hófum flug aftur í þessum faraldri sem nú ríkir. […] Flugmenn munu gegna þessu hlutverki næstu dagana þannig það er ekki verið að gera breytingar hvað það varðar.“ En til framtíðar, hvað verður um störf flugfreyja? „Ég held að til framtíðar verði það með svipuðum hætti og hefur verið til margra ára hjá félaginu og það er okkar stefna,“ segir Bogi. Engar viðræður byrjaðar Þá segir Bogi að það eigi eftir að koma í ljós hvort stofnað verði nýtt félag utan um starfsstétt öryggis- og þjónustuliða. Icelandair hafi ekki byrjað viðræður við neinn enn sem komið er. „Við erum ekki komin þangað. Við höfum ekki hafið viðræður við einn né neinn. Okkar markmið hefur verið að semja við flugfreyjufélag Íslands þannig nú þurfum við að skoða aðra valmöguleika hvað varðar viðsemjendur í þessu máli,“ segir Bogi. Þá liggur ekki fyrir hvort kjarasamningurinn sem felldur var í byrjun mánaðar verði lagður til grundvallar þegar samið verður við annað félag. Inntur eftir því hvort þær flugfreyjur sem sagt hefur verið upp hjá Icelandair fái forgang í störf hjá félaginu segir Bogi að hann vonist til þess að margar þeirra snúi aftur. „Okkar flugfreyjur eru frábærir starfsmenn og frábærir samstarfsmenn þannig að ég vona að stór hluti af okkar flugfreyjum sem hafa verið hjá okkur komi aftur til starfa hjá félaginu.“ „Þungur“ fundur í dag Þá segir hann hið nýja hlutverk flugmanna á næstu dögum rúmist innan starfslýsingar þeirra og samninga Icelandair við stéttina. En ætlið þið að greiða þessum öryggisliðum á flugmannatöxtum í staðinn fyrir flugfreyjutöxtum? „Eins og staðan er núna fram að næstu mánaðamótum þá erum við með, því miður, mjög marga flugmenn sem eru í uppsögn og á flugmannalaunum. Síðan frá og með 1. ágúst breytist það en eins og ég sagði áðan þá þurfum við væntanlega að fara í viðræður við annan mótaðila hvað varðar þessi störf til frambúðar.“ Bogi kveðst aðspurður ekki hafa rætt sjálfur við Guðlaugu Líneyju Jóhannsdóttur, starfandi formann FFÍ, í dag. En hljóðið í flugfreyjum virðist þungt. „Það var fundur hérna í dag og í hreinskilni sagt var hann frekar þungur, já,“ segir Bogi. Icelandair Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir Flugfreyjur undirbúa verkfall Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands undirbúa nú verkfallsboðun eftir ákvörðun Icelandair. 17. júlí 2020 15:49 „Hljótum að gera kröfu um að stjórnendum Icelandair verði skipt tafarlaust út“ VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. 17. júlí 2020 15:39 Segir Icelandair sýna af sér „ótrúlega ósvífni“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það „ótrúlega ósvífni“ af hálfu Icelandair að ganga frá yfirstandandi kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. 17. júlí 2020 14:54 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Forstjóri Icelandair segist vona að stór hluti þeirra flugfreyja sem Icelandair hefur sagt upp komi aftur til starfa hjá félaginu, þegar tekist hefur að semja við nýjan samningsaðila. Engar viðræður þess efnis séu þó hafnar. Þá hafi fundur stjórnenda Icelandair og forsvarsmanna flugfreyja sem haldinn var í dag verið „þungur“. Icelandair tilkynnti í dag að kjaraviðræðum félagsins við Flugfreyjufélag Íslands hefði verið slitið og öllum flugfreyjum sagt upp. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir í samtali við fréttastofu að ákvörðunin sem tekin var í dag hafi verið mjög þungbær. Aðdragandinn hafi verið „mjög stuttur“ en samningaviðræður síðustu daga hafi ekki skilað neinu. „Og við höfum ekki endalausan tíma og við verðum því miður að grípa til þessa ráðs sem við vorum að grípa til í dag,“ segir Bogi. Engar breytingar á flugfreyjustarfinu Í tilkynningu Icelandair frá í dag er talað um að gengið verði til samninga við annan samningsaðila um kjör „öryggis- og þjónustuliða“ hjá félaginu. Inntur eftir því hvort þetta feli í sér grundvallarbreytingu á starfi flugfreyja segir Bogi að svo sé ekki. „Nei, við höfum verið með mjög litla þjónustu um borð í okkar vélum síðan við hófum flug aftur í þessum faraldri sem nú ríkir. […] Flugmenn munu gegna þessu hlutverki næstu dagana þannig það er ekki verið að gera breytingar hvað það varðar.“ En til framtíðar, hvað verður um störf flugfreyja? „Ég held að til framtíðar verði það með svipuðum hætti og hefur verið til margra ára hjá félaginu og það er okkar stefna,“ segir Bogi. Engar viðræður byrjaðar Þá segir Bogi að það eigi eftir að koma í ljós hvort stofnað verði nýtt félag utan um starfsstétt öryggis- og þjónustuliða. Icelandair hafi ekki byrjað viðræður við neinn enn sem komið er. „Við erum ekki komin þangað. Við höfum ekki hafið viðræður við einn né neinn. Okkar markmið hefur verið að semja við flugfreyjufélag Íslands þannig nú þurfum við að skoða aðra valmöguleika hvað varðar viðsemjendur í þessu máli,“ segir Bogi. Þá liggur ekki fyrir hvort kjarasamningurinn sem felldur var í byrjun mánaðar verði lagður til grundvallar þegar samið verður við annað félag. Inntur eftir því hvort þær flugfreyjur sem sagt hefur verið upp hjá Icelandair fái forgang í störf hjá félaginu segir Bogi að hann vonist til þess að margar þeirra snúi aftur. „Okkar flugfreyjur eru frábærir starfsmenn og frábærir samstarfsmenn þannig að ég vona að stór hluti af okkar flugfreyjum sem hafa verið hjá okkur komi aftur til starfa hjá félaginu.“ „Þungur“ fundur í dag Þá segir hann hið nýja hlutverk flugmanna á næstu dögum rúmist innan starfslýsingar þeirra og samninga Icelandair við stéttina. En ætlið þið að greiða þessum öryggisliðum á flugmannatöxtum í staðinn fyrir flugfreyjutöxtum? „Eins og staðan er núna fram að næstu mánaðamótum þá erum við með, því miður, mjög marga flugmenn sem eru í uppsögn og á flugmannalaunum. Síðan frá og með 1. ágúst breytist það en eins og ég sagði áðan þá þurfum við væntanlega að fara í viðræður við annan mótaðila hvað varðar þessi störf til frambúðar.“ Bogi kveðst aðspurður ekki hafa rætt sjálfur við Guðlaugu Líneyju Jóhannsdóttur, starfandi formann FFÍ, í dag. En hljóðið í flugfreyjum virðist þungt. „Það var fundur hérna í dag og í hreinskilni sagt var hann frekar þungur, já,“ segir Bogi.
Icelandair Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir Flugfreyjur undirbúa verkfall Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands undirbúa nú verkfallsboðun eftir ákvörðun Icelandair. 17. júlí 2020 15:49 „Hljótum að gera kröfu um að stjórnendum Icelandair verði skipt tafarlaust út“ VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. 17. júlí 2020 15:39 Segir Icelandair sýna af sér „ótrúlega ósvífni“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það „ótrúlega ósvífni“ af hálfu Icelandair að ganga frá yfirstandandi kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. 17. júlí 2020 14:54 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Flugfreyjur undirbúa verkfall Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands undirbúa nú verkfallsboðun eftir ákvörðun Icelandair. 17. júlí 2020 15:49
„Hljótum að gera kröfu um að stjórnendum Icelandair verði skipt tafarlaust út“ VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. 17. júlí 2020 15:39
Segir Icelandair sýna af sér „ótrúlega ósvífni“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það „ótrúlega ósvífni“ af hálfu Icelandair að ganga frá yfirstandandi kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. 17. júlí 2020 14:54
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent