Fór í frábrugðna Frakklandsferð í faraldri Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. júlí 2020 09:30 Eins og sjá má var ekki mikið um ferðamenn fyrir utan eitt helsta kennileiti Parísar, Louvre-safnið. Mynd/Aðsend Hrefna Hrund Ólafsdóttir hótelstarfsmaður ákvað á dögunum að skella sér í helgarferð til Parísar, höfuðborgar Frakklands. Almennt þykir ekki í frásögur færandi að Íslendingar skjótist yfir helgi til útlanda, en nú þegar kórónuveirufaraldur geisar eru ekki allir sem myndu hætta sér svo glatt út fyrir landsteinana. „Ég var í sumarfríi í vinnunni og á nokkra vini þarna í París. Ég ákvað að skella mér, taka smá áhættu,“ segir Hrefna í samtali við Vísi, en hún var í borginni dagana 10. til 13. júlí. Hún segist hafa fundið talsvert fyrir því að heimsfaraldur herjaði á heimsbyggðina, og að ferðin hafi verið nokkuð frábrugðin öðrum utanlandsferðum sem hún hefur farið í. „Þú þarft að vera með grímu alla flugferðina og í flugstöðinni. Þú sérð að allir í kring um þig eru með grímu, en það veitir manni ákveðna öryggistilfinningu.“ Hrefna flaug með Icelandair og segir hún félagið hafa staðið fagmannlega að öllum sóttvarnarmálum. Farþegum hafi verið haldið vel upplýstum um reglur og takmarkanir tengdar faraldrinum. Allt önnur upplifun Hrefna segir það hafa verið undarlega upplifun að ferðast til stórborgar á tímum sem sumir myndu kalla fordæmalausa. „Alls staðar þar sem maður fór, í stórmarkaði og verslunarmiðstöðvar, þurfti að vera með grímu. Annars fékk maður ekki að koma inn. Það var líka minna af fólki, það er rosalega lítið af túristum á ferðinni, sem mér fannst mjög gott.“ Hún segist hafa reynt að halda sig frá stórum hópum fólks, og hún hafi reynt að vera sem mest út af fyrir sig þegar hún var á almannafæri. Hér er Hrefna með Eiffel--turninn í baksýn.Mynd/Aðsend „Ef ég sá að fólk var að flokkast saman einhvers staðar þá bara beið ég og reyndi að vera sem mest út af fyrir mig.“ Tók ákvörðun að vel ígrunduðu máli Aðspurð segist Hrefna hafa hugleitt vandlega hvort hún ætti að halda til meginlandsins, áður en hún ákvað loks að fara. „Ég hugsaði þetta alveg pínu. Ég var með íbúð sem ég gat notað þegar ég kom heim, þannig að ég einangraði mig alveg þegar ég kom, í fimm daga,“ segir Hrefna. Hún fór í skimun við komuna á Keflavíkurflugvöll, og reyndist ekki vera með kórónuveiruna. Að fimm daga einangrun liðinni fór hún aftur í skimun, og reyndist aftur neikvæð fyrir veirunni. Ég var alveg búin að hugsa þetta vel Hún segir vin sinn sem er búsettur í París hafa sagt henni að það væri lítið af fólki í borginni miðað við það sem gengur og gerist. Hún hafi litið á það sem kjörið tækifæri til þess að skoða París, meðan hún væri ekki „troðfull af öðrum túristum.“ Lét neðanjarðarlestirnar vera Hrefna segist hafa skoðað flestar þeirra sögufrægu bygginga sem er að finna í París. „Svo fór ég út að borða. Margir veitingastaðir voru með innsigluð hnífapör og allir þjónarnir með grímur.“ Hún segir Frakka hafa reynt að halda fjöldatakmarkanir eins og auðið var, en betur hafi verið gætt að þeim þegar í ljós kom að hún væri ekki frönsk. „Strax og þau heyrðu að ég talaði ensku var ég færð aðeins til hliðar, svo ég væri ekki ofan í öllum,“ segir Hrefna, sem segist þó ekki hafa verið ein úti í horni öllum stundum. Þá segist Hrefna ekki hafa notað neðanjarðarlestakerfi borgarinnar í ferðinni. „Ég tók Über allt sem ég fór, af því það eru margir sem fara í neðanjarðarlestirnar. Ég sleppti því bara alveg,“ segir Hrefna. Eins segir Hrefna að ekki hafi verið hægt að valsa inn á söfn og aðra slíka staði án þess að eiga bókaðan tíma. Nokkrir almenningsgarðar hafi þá verið lokaðir, til þess að koma í veg fyrir hópamyndun. Frakkland Íslendingar erlendis Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun
Hrefna Hrund Ólafsdóttir hótelstarfsmaður ákvað á dögunum að skella sér í helgarferð til Parísar, höfuðborgar Frakklands. Almennt þykir ekki í frásögur færandi að Íslendingar skjótist yfir helgi til útlanda, en nú þegar kórónuveirufaraldur geisar eru ekki allir sem myndu hætta sér svo glatt út fyrir landsteinana. „Ég var í sumarfríi í vinnunni og á nokkra vini þarna í París. Ég ákvað að skella mér, taka smá áhættu,“ segir Hrefna í samtali við Vísi, en hún var í borginni dagana 10. til 13. júlí. Hún segist hafa fundið talsvert fyrir því að heimsfaraldur herjaði á heimsbyggðina, og að ferðin hafi verið nokkuð frábrugðin öðrum utanlandsferðum sem hún hefur farið í. „Þú þarft að vera með grímu alla flugferðina og í flugstöðinni. Þú sérð að allir í kring um þig eru með grímu, en það veitir manni ákveðna öryggistilfinningu.“ Hrefna flaug með Icelandair og segir hún félagið hafa staðið fagmannlega að öllum sóttvarnarmálum. Farþegum hafi verið haldið vel upplýstum um reglur og takmarkanir tengdar faraldrinum. Allt önnur upplifun Hrefna segir það hafa verið undarlega upplifun að ferðast til stórborgar á tímum sem sumir myndu kalla fordæmalausa. „Alls staðar þar sem maður fór, í stórmarkaði og verslunarmiðstöðvar, þurfti að vera með grímu. Annars fékk maður ekki að koma inn. Það var líka minna af fólki, það er rosalega lítið af túristum á ferðinni, sem mér fannst mjög gott.“ Hún segist hafa reynt að halda sig frá stórum hópum fólks, og hún hafi reynt að vera sem mest út af fyrir sig þegar hún var á almannafæri. Hér er Hrefna með Eiffel--turninn í baksýn.Mynd/Aðsend „Ef ég sá að fólk var að flokkast saman einhvers staðar þá bara beið ég og reyndi að vera sem mest út af fyrir mig.“ Tók ákvörðun að vel ígrunduðu máli Aðspurð segist Hrefna hafa hugleitt vandlega hvort hún ætti að halda til meginlandsins, áður en hún ákvað loks að fara. „Ég hugsaði þetta alveg pínu. Ég var með íbúð sem ég gat notað þegar ég kom heim, þannig að ég einangraði mig alveg þegar ég kom, í fimm daga,“ segir Hrefna. Hún fór í skimun við komuna á Keflavíkurflugvöll, og reyndist ekki vera með kórónuveiruna. Að fimm daga einangrun liðinni fór hún aftur í skimun, og reyndist aftur neikvæð fyrir veirunni. Ég var alveg búin að hugsa þetta vel Hún segir vin sinn sem er búsettur í París hafa sagt henni að það væri lítið af fólki í borginni miðað við það sem gengur og gerist. Hún hafi litið á það sem kjörið tækifæri til þess að skoða París, meðan hún væri ekki „troðfull af öðrum túristum.“ Lét neðanjarðarlestirnar vera Hrefna segist hafa skoðað flestar þeirra sögufrægu bygginga sem er að finna í París. „Svo fór ég út að borða. Margir veitingastaðir voru með innsigluð hnífapör og allir þjónarnir með grímur.“ Hún segir Frakka hafa reynt að halda fjöldatakmarkanir eins og auðið var, en betur hafi verið gætt að þeim þegar í ljós kom að hún væri ekki frönsk. „Strax og þau heyrðu að ég talaði ensku var ég færð aðeins til hliðar, svo ég væri ekki ofan í öllum,“ segir Hrefna, sem segist þó ekki hafa verið ein úti í horni öllum stundum. Þá segist Hrefna ekki hafa notað neðanjarðarlestakerfi borgarinnar í ferðinni. „Ég tók Über allt sem ég fór, af því það eru margir sem fara í neðanjarðarlestirnar. Ég sleppti því bara alveg,“ segir Hrefna. Eins segir Hrefna að ekki hafi verið hægt að valsa inn á söfn og aðra slíka staði án þess að eiga bókaðan tíma. Nokkrir almenningsgarðar hafi þá verið lokaðir, til þess að koma í veg fyrir hópamyndun.
Frakkland Íslendingar erlendis Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun