Telur að VR sé komið út á hála braut með orðum formannsins um lífeyrissjóðina Andri Eysteinsson skrifar 17. júlí 2020 19:45 Vísir/Vilhelm Snorri Jakobsson hjá greiningarfyrirtækinu Jakobsson Capital telur að Ragnar Þór Ingólfsson formaður sé kominn út á hála braut ef VR beitir sér fyrir því að fjárfestingarsjóðir Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna séu nýttir í pólitískum tilgangi. Í samtali við Vísi í dag sagði Ragnar að stjórn VR muni beita sér fyrir því að Lífeyrissjóður Verzlunarmanna muni sniðganga frekari fjárfestingar í Icelandair Group og ekki taka þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem áætlað er að fari fram í næsta mánuði. Eru það viðbrögð VR við þeirri ákvörðun Icelandair Group að hætta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélagið og segja upp öllum flugfreyjum. „Það finnst mér sérstakt og slær mig svolítið. Það er mjög slæmt náttúrulega að menn hafi ekki náð samningi þarna. Eins og ég skil þetta þá er lífeyrissjóðurinn með sjálfstæða stjórn og verkalýðsforystan á ekki að vera að blanda sér af fjárfestingum sjóðsins. Þá ertu farinn að beita fjármunum sjóðfélaga í pólitísku valdatafli. Þá ertu kominn út á hála braut,“ segir Snorri en bætir við að vissulega séu ákvæði um samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum lífeyrissjóða og mögulega falli þetta þar undir. Snorri segir, í samtali við Vísi, að útspil Icelandair hafi í raun ekki komið honum á óvart. „Spurningin er hversu lengi það gangi að hafa öryggisverði í staðinn fyrir flugfreyjur. Það gengur líklega á meðan Covid-faraldurinn er en varla þegar allt er komið í sama horf aftur,“ sagði Snorri sem bætti við að erfitt væri að segja mikið um hvaða áhrif þetta gæti haft á horfur fyrirtækisins. „Öll röskun á rekstri félagsins er náttúrulega slæm.“ Snorri Jakobsson Formaður í VR var harðorður um stjórn Icelandair Group og sagði að með þá stjórn í brúnni myndi enginn vilja snerta fyrirtækið með priki. Helmingur stjórnarmanna Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna, eins stærsta eiganda Icelandair Group eru skipaðir af VR og eins og áður sagði vill formaður verkalýðsfélagsins að LV fjárfesti ekki frekar í félaginu. „Lífeyrissjóðirnir eiga að vinna faglega og meta fjárfestingarkosti út frá fjárhagslegum sjónarmiðum en ekki pólitík. Það er spurning hvort það sé pólitík eða samfélagsleg ábyrgð sem horft er til þarna,“ sagði Snorri. „Svo er spurning hvernig menn meta þetta. Hvort þetta skref Icelandair hafi verið rangt eða ekki eða hvort til of mikils hafi verið ætlast hjá Flugfreyjufélaginu,“ sagði Snorri. Icelandair Fréttir af flugi Kjaramál Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Snorri Jakobsson hjá greiningarfyrirtækinu Jakobsson Capital telur að Ragnar Þór Ingólfsson formaður sé kominn út á hála braut ef VR beitir sér fyrir því að fjárfestingarsjóðir Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna séu nýttir í pólitískum tilgangi. Í samtali við Vísi í dag sagði Ragnar að stjórn VR muni beita sér fyrir því að Lífeyrissjóður Verzlunarmanna muni sniðganga frekari fjárfestingar í Icelandair Group og ekki taka þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem áætlað er að fari fram í næsta mánuði. Eru það viðbrögð VR við þeirri ákvörðun Icelandair Group að hætta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélagið og segja upp öllum flugfreyjum. „Það finnst mér sérstakt og slær mig svolítið. Það er mjög slæmt náttúrulega að menn hafi ekki náð samningi þarna. Eins og ég skil þetta þá er lífeyrissjóðurinn með sjálfstæða stjórn og verkalýðsforystan á ekki að vera að blanda sér af fjárfestingum sjóðsins. Þá ertu farinn að beita fjármunum sjóðfélaga í pólitísku valdatafli. Þá ertu kominn út á hála braut,“ segir Snorri en bætir við að vissulega séu ákvæði um samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum lífeyrissjóða og mögulega falli þetta þar undir. Snorri segir, í samtali við Vísi, að útspil Icelandair hafi í raun ekki komið honum á óvart. „Spurningin er hversu lengi það gangi að hafa öryggisverði í staðinn fyrir flugfreyjur. Það gengur líklega á meðan Covid-faraldurinn er en varla þegar allt er komið í sama horf aftur,“ sagði Snorri sem bætti við að erfitt væri að segja mikið um hvaða áhrif þetta gæti haft á horfur fyrirtækisins. „Öll röskun á rekstri félagsins er náttúrulega slæm.“ Snorri Jakobsson Formaður í VR var harðorður um stjórn Icelandair Group og sagði að með þá stjórn í brúnni myndi enginn vilja snerta fyrirtækið með priki. Helmingur stjórnarmanna Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna, eins stærsta eiganda Icelandair Group eru skipaðir af VR og eins og áður sagði vill formaður verkalýðsfélagsins að LV fjárfesti ekki frekar í félaginu. „Lífeyrissjóðirnir eiga að vinna faglega og meta fjárfestingarkosti út frá fjárhagslegum sjónarmiðum en ekki pólitík. Það er spurning hvort það sé pólitík eða samfélagsleg ábyrgð sem horft er til þarna,“ sagði Snorri. „Svo er spurning hvernig menn meta þetta. Hvort þetta skref Icelandair hafi verið rangt eða ekki eða hvort til of mikils hafi verið ætlast hjá Flugfreyjufélaginu,“ sagði Snorri.
Icelandair Fréttir af flugi Kjaramál Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira