John Lewis látinn Sylvía Hall skrifar 18. júlí 2020 08:25 John Lewis var 80 ára gamall þegar hann lést. Vísir/Getty John Lewis, fulltrúadeildarþingmaður Demókrataflokksins og einn þekktasti baráttumaður fyrir réttindum svartra í Bandaríkjunum, er látinn. Lewis var áttræður þegar hann lést. Lewis tók þátt í frelsisgöngunni í Washington-borg þann 28. ágúst árið 1963 þar sem hundruð þúsunda söfnuðust saman við Lincoln-minnisvarðann til þess að krefjast borgaralegra- og efnahagslegra réttinda fyrir svart fólk í Bandaríkjunum. Var hann á meðal þeirra sem tók þátt í að skipuleggja þessa sögulegu göngu og var síðasti eftirlifandi ræðumaðurinn sem ávarpaði gönguna árið 1963. Þingmaðurinn hafði greinst með fjórða stigs krabbamein í brisi á síðasta ári. Í yfirlýsingu sem hann sendi til fjölmiðla þegar greint var frá greiningunni sagðist hann aldrei hafa horft fram á slíka baráttu áður. „Ég hef alltaf verið í einhverskonar baráttu – fyrir frelsi, jafnfrétti, grundvallarmannréttindum, næstum því allt mitt líf,“ sagði þingmaðurinn. „Ég hef aldrei horft fram á samskonar baráttu og núna.“ Lewis fékk frelsisorðuna í forsetatíð Barack Obama.Vísir/Getty Lewis hafði setið í fulltrúadeildinni frá árinu 1987 og var hátt settur innan Demókrataflokksins. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, minnist hans á vefsíðu sinni þar sem hún segir hann hafa verið dýrkaðan og dáðan af öllum sem störfuðu með honum, sama hvaða flokki þeir tilheyrðu. „Hver einasti dagur í lífi John Lewis var tileinkaður því að færa öllum frelsi og réttlæti,“ skrifaði Pelosi. Andlát Bandaríkin Black Lives Matter Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Sjá meira
John Lewis, fulltrúadeildarþingmaður Demókrataflokksins og einn þekktasti baráttumaður fyrir réttindum svartra í Bandaríkjunum, er látinn. Lewis var áttræður þegar hann lést. Lewis tók þátt í frelsisgöngunni í Washington-borg þann 28. ágúst árið 1963 þar sem hundruð þúsunda söfnuðust saman við Lincoln-minnisvarðann til þess að krefjast borgaralegra- og efnahagslegra réttinda fyrir svart fólk í Bandaríkjunum. Var hann á meðal þeirra sem tók þátt í að skipuleggja þessa sögulegu göngu og var síðasti eftirlifandi ræðumaðurinn sem ávarpaði gönguna árið 1963. Þingmaðurinn hafði greinst með fjórða stigs krabbamein í brisi á síðasta ári. Í yfirlýsingu sem hann sendi til fjölmiðla þegar greint var frá greiningunni sagðist hann aldrei hafa horft fram á slíka baráttu áður. „Ég hef alltaf verið í einhverskonar baráttu – fyrir frelsi, jafnfrétti, grundvallarmannréttindum, næstum því allt mitt líf,“ sagði þingmaðurinn. „Ég hef aldrei horft fram á samskonar baráttu og núna.“ Lewis fékk frelsisorðuna í forsetatíð Barack Obama.Vísir/Getty Lewis hafði setið í fulltrúadeildinni frá árinu 1987 og var hátt settur innan Demókrataflokksins. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, minnist hans á vefsíðu sinni þar sem hún segir hann hafa verið dýrkaðan og dáðan af öllum sem störfuðu með honum, sama hvaða flokki þeir tilheyrðu. „Hver einasti dagur í lífi John Lewis var tileinkaður því að færa öllum frelsi og réttlæti,“ skrifaði Pelosi.
Andlát Bandaríkin Black Lives Matter Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Sjá meira