Kaffihús á vegum samtaka fólks í fátækt ætlað að rjúfa félagslega einangrun í kjölfar kórónuveirufaraldursins Elísabet Inga Sigurðardóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 19. júlí 2020 19:30 Pepp Ísland, samtök fólks í fátækt, stendur fyrir verkefninu sem heitir Sumarsamvera og snýst um að rjúfa félagslega einangrun jarðarhópa í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Formaður samtakanna segir að faraldur kórónuveirunnar hafi verið mörgum erfiður, sérstaklega þeim sem hafa lítið á milli handanna. Börn voru mikið heima og ekki í mötuneyti að sækja. „Þeir sem bjuggu við erfiðleika fyrir þeir fóru illa út úr covid-19. Lentu illa í því,“ sagði Ásta Dís Guðjónsdóttir, formaður Pepp. Um er að ræða ókeypis kaffihús í Mjódd þar sem boðið er upp á kaffi og meðlæti og er verkefnið styrkt af Reykjavíkurborg. Þá er svokallað gefins borð á staðnum þar sem fólk getur tekið sér fatnað, bækur og smáhluti sem samtökin hafa fengið gefins. Mikill fjöldi gesta eru börn. Hún segir örykja þann hóp sem eigi hvað erfiðast með að ná endum saman. „Svo er hópur hælisleitenda sem er ekki kominn með fastar tekjur og eiga erfitt líka. Það eru þeir hópar sem ég sé mest.“ Verkefnið hófst þann 29. júní og komu 200 manns fyrstu vikuna. Verkefnið nýtur vaxandi vinsælda en nú koma daglega sjötíu manns á kaffihúsið. Fjöldinn kom Ástu ekki á óvart enda er þörfin til staðar. „Við finnum bara að fólk kemur aftur og aftur og finnum að þessu fólki líður vel hérna og teljum bara þetta verkefni mjög vel heppnað hjá okkur,“ sagði Ásta. Kaffihúsið er opið alla virka daga frá klukkan ellefu til þrjú fram að 21. ágúst. Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Pepp Ísland, samtök fólks í fátækt, stendur fyrir verkefninu sem heitir Sumarsamvera og snýst um að rjúfa félagslega einangrun jarðarhópa í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Formaður samtakanna segir að faraldur kórónuveirunnar hafi verið mörgum erfiður, sérstaklega þeim sem hafa lítið á milli handanna. Börn voru mikið heima og ekki í mötuneyti að sækja. „Þeir sem bjuggu við erfiðleika fyrir þeir fóru illa út úr covid-19. Lentu illa í því,“ sagði Ásta Dís Guðjónsdóttir, formaður Pepp. Um er að ræða ókeypis kaffihús í Mjódd þar sem boðið er upp á kaffi og meðlæti og er verkefnið styrkt af Reykjavíkurborg. Þá er svokallað gefins borð á staðnum þar sem fólk getur tekið sér fatnað, bækur og smáhluti sem samtökin hafa fengið gefins. Mikill fjöldi gesta eru börn. Hún segir örykja þann hóp sem eigi hvað erfiðast með að ná endum saman. „Svo er hópur hælisleitenda sem er ekki kominn með fastar tekjur og eiga erfitt líka. Það eru þeir hópar sem ég sé mest.“ Verkefnið hófst þann 29. júní og komu 200 manns fyrstu vikuna. Verkefnið nýtur vaxandi vinsælda en nú koma daglega sjötíu manns á kaffihúsið. Fjöldinn kom Ástu ekki á óvart enda er þörfin til staðar. „Við finnum bara að fólk kemur aftur og aftur og finnum að þessu fólki líður vel hérna og teljum bara þetta verkefni mjög vel heppnað hjá okkur,“ sagði Ásta. Kaffihúsið er opið alla virka daga frá klukkan ellefu til þrjú fram að 21. ágúst.
Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira